Nova kaupir Símafélagið og fer í samkeppni við bankana Daníel Freyr Birkisson skrifar 30. nóvember 2017 09:53 Helgi Pjetur Jóhannsson og Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova. nova Fjarskiptafyrirtækið Nova stefnir á stóraukna samkeppni við viðskiptabanka hér á landi með því að bjóða upp á aukna fjármálaþjónustu í Aur appinu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Eymundsson á Skólavörðustíg nú í morgun. Nova fjárfesti einnig í Símafélaginu á dögunum og hyggst hætta rukkun á símtölum og SMS-um. Í appinu verða gefin út greiðslukort og verður hægt að taka lán. Lánin geta numið allt að 1 milljón króna og er það borgað út samstundis, standist viðskiptavinurinn sjálfvirkt lánshæfismat og lánareglur. Þau bera fasta óverðtryggða vexti í allt að 24 mánuði og taka vextir og lántökugjöld mið af kjörum á markaði hverju sinni. Aur kortið verður fyrirframgreitt snertilaust MasterCard greiðslukort sem ber engin færslugjöld, ekkert stofngjald og ekkert ársgjald. Hægt verður að sækja um kortið og fylla á það í appinu. Hægt er að sækja um kort núna en þau verða afhent í byrjun janúar 2018. Að mati forsvarsmanna Nova og Aur er um að ræða stórt skref í þá átt að fólk geti sagt skilið við bankann sinn.Greint var frá því í Viðskiptablaðinu í dag að Nova myndi frá og með morgundeginum hætta að rukka fyrir símtöl og SMS á Íslandi og í Evrópu. Eftir breytingarnar verður einungis hægt að kaupa gagnamagn, fyrirframgreitt eða í pökkum. Símtöl og SMS fylgja síðan með gagnamagninu. Kemur einnig fram í þeirri grein að Nova hafi náð samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Símafélagsins. Ákvörðunin er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir þessar breytingar vera hluta af Nova X verkefninu sem fór af stað í tilefni tíu ára afmælis fjarskiptafyrirtækisins en það hóf rekstur 1. desember 2007. Fyrirtækið hóf einnig 4,5G þjónustu á dögunum en Vísir greindi frá. Þeir sem eru því með nýjustu gerðir farsíma geta því tengst 4,5G kerfinu, en á afmörkuðum svæðum til að byrja með. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Nova byrjar með 4,5G þjónustu Fjarskiptafyrirtækið Nova kynnti í morgun að settir hefðu verið í loftið fyrstu 4,5G sendarnir en fyrirtækið er á meðal fyrstu farsímafyrirtækja í Evrópu til þess að hefja slíka þjónustu. 10. október 2017 10:30 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið Nova stefnir á stóraukna samkeppni við viðskiptabanka hér á landi með því að bjóða upp á aukna fjármálaþjónustu í Aur appinu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Eymundsson á Skólavörðustíg nú í morgun. Nova fjárfesti einnig í Símafélaginu á dögunum og hyggst hætta rukkun á símtölum og SMS-um. Í appinu verða gefin út greiðslukort og verður hægt að taka lán. Lánin geta numið allt að 1 milljón króna og er það borgað út samstundis, standist viðskiptavinurinn sjálfvirkt lánshæfismat og lánareglur. Þau bera fasta óverðtryggða vexti í allt að 24 mánuði og taka vextir og lántökugjöld mið af kjörum á markaði hverju sinni. Aur kortið verður fyrirframgreitt snertilaust MasterCard greiðslukort sem ber engin færslugjöld, ekkert stofngjald og ekkert ársgjald. Hægt verður að sækja um kortið og fylla á það í appinu. Hægt er að sækja um kort núna en þau verða afhent í byrjun janúar 2018. Að mati forsvarsmanna Nova og Aur er um að ræða stórt skref í þá átt að fólk geti sagt skilið við bankann sinn.Greint var frá því í Viðskiptablaðinu í dag að Nova myndi frá og með morgundeginum hætta að rukka fyrir símtöl og SMS á Íslandi og í Evrópu. Eftir breytingarnar verður einungis hægt að kaupa gagnamagn, fyrirframgreitt eða í pökkum. Símtöl og SMS fylgja síðan með gagnamagninu. Kemur einnig fram í þeirri grein að Nova hafi náð samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Símafélagsins. Ákvörðunin er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir þessar breytingar vera hluta af Nova X verkefninu sem fór af stað í tilefni tíu ára afmælis fjarskiptafyrirtækisins en það hóf rekstur 1. desember 2007. Fyrirtækið hóf einnig 4,5G þjónustu á dögunum en Vísir greindi frá. Þeir sem eru því með nýjustu gerðir farsíma geta því tengst 4,5G kerfinu, en á afmörkuðum svæðum til að byrja með. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Nova byrjar með 4,5G þjónustu Fjarskiptafyrirtækið Nova kynnti í morgun að settir hefðu verið í loftið fyrstu 4,5G sendarnir en fyrirtækið er á meðal fyrstu farsímafyrirtækja í Evrópu til þess að hefja slíka þjónustu. 10. október 2017 10:30 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Nova byrjar með 4,5G þjónustu Fjarskiptafyrirtækið Nova kynnti í morgun að settir hefðu verið í loftið fyrstu 4,5G sendarnir en fyrirtækið er á meðal fyrstu farsímafyrirtækja í Evrópu til þess að hefja slíka þjónustu. 10. október 2017 10:30