Boða þyngri refsistefnu við sölu og innflutningi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. nóvember 2017 06:00 Málefnasamningur nýrrar ríkisstjórnar var samþykktur í gær. Vísir/Ernir Tekjuafgangur verður 10 milljörðum lægri en stefnt var að í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í október síðastliðnum, samkvæmt málefnasamningi verðandi ríkisstjórnar. Þessir tíu milljarðar verða að langstærstum hluta nýttir til heilbrigðismála. Meðal þess sem fram kemur í málefnasamningnum sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samþykktu í gær eru áform um afnám verðtryggingar í áföngum, móttaka fleiri flóttamanna, áhersla á uppbyggingu í samgöngumálum, bæði á suðvesturhorninu og landsbyggðinni. Sporna á gegn launamun kynjanna með nýjum skilyrðum í ársreikningagerð fyrirtækja og kanna kosti þess að beita aðgangsstýringu í ferðaþjónustu. Þá verður ekki af hækkun virðisaukaskatts á greinina sem síðasta ríkisstjórn stefndi á. Hinsegin málefni eru í fyrsta sinn nefnd í stjórnarsáttmála með áherslu á kynrænt sjálfræði. Ný ríkisstjórn hyggst herða refsingar fyrir sölu og innflutning fíkniefna en draga úr refsingum fyrir vörslu neysluskammta. Löggæsla verður efld, réttarstaða þolenda kynferðisofbeldis bætt og aðstoð til þeirra betur tryggð.Loftslagsmálin eru fyrirferðarmikil í málefnasamningnum. Þótt Parísarsamkomulagði verði leiðarljós er markmiðið að ganga enn lengra og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Meðal aðgerða til að stuðla að þessum markmiðum er að tvöfalda kolefnisgjaldið strax og hækka það svo áfram í samræmi við áætlun í loftslagsmálum. Ný ríkisstjórn stefnir einnig að því að ná meðaltali OECD í fjármögnun háskóla á árinu 2020. Meðal breytinga á námslánakerfinu verða nýmæli sem stuðla eiga að því að fólk setjist að á landsbyggðinni. Ríkisfjármálin eru fyrirferðarmikil í sáttmálanum, bæði vegna komandi kjaraviðræðna en einnig vegna áherslu flokkanna á tekjur ríkisins af ríkiseignum og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Aðild að ESB er ekki á dagskrá nýrrar stjórnar og ekki er minnst á aðild að Atlantshafsbandalaginu en Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hafa ætíð verið á öndverðum meiði í afstöðu sinni til þess. Í samningnum er hins vegar vísað til þjóðaröryggisstefnunnar sem Alþingi hefur samþykkt og þar kemur fram að aðildin að NATO sé hornsteinn varna landsins. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Tekjuafgangur verður 10 milljörðum lægri en stefnt var að í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í október síðastliðnum, samkvæmt málefnasamningi verðandi ríkisstjórnar. Þessir tíu milljarðar verða að langstærstum hluta nýttir til heilbrigðismála. Meðal þess sem fram kemur í málefnasamningnum sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samþykktu í gær eru áform um afnám verðtryggingar í áföngum, móttaka fleiri flóttamanna, áhersla á uppbyggingu í samgöngumálum, bæði á suðvesturhorninu og landsbyggðinni. Sporna á gegn launamun kynjanna með nýjum skilyrðum í ársreikningagerð fyrirtækja og kanna kosti þess að beita aðgangsstýringu í ferðaþjónustu. Þá verður ekki af hækkun virðisaukaskatts á greinina sem síðasta ríkisstjórn stefndi á. Hinsegin málefni eru í fyrsta sinn nefnd í stjórnarsáttmála með áherslu á kynrænt sjálfræði. Ný ríkisstjórn hyggst herða refsingar fyrir sölu og innflutning fíkniefna en draga úr refsingum fyrir vörslu neysluskammta. Löggæsla verður efld, réttarstaða þolenda kynferðisofbeldis bætt og aðstoð til þeirra betur tryggð.Loftslagsmálin eru fyrirferðarmikil í málefnasamningnum. Þótt Parísarsamkomulagði verði leiðarljós er markmiðið að ganga enn lengra og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Meðal aðgerða til að stuðla að þessum markmiðum er að tvöfalda kolefnisgjaldið strax og hækka það svo áfram í samræmi við áætlun í loftslagsmálum. Ný ríkisstjórn stefnir einnig að því að ná meðaltali OECD í fjármögnun háskóla á árinu 2020. Meðal breytinga á námslánakerfinu verða nýmæli sem stuðla eiga að því að fólk setjist að á landsbyggðinni. Ríkisfjármálin eru fyrirferðarmikil í sáttmálanum, bæði vegna komandi kjaraviðræðna en einnig vegna áherslu flokkanna á tekjur ríkisins af ríkiseignum og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Aðild að ESB er ekki á dagskrá nýrrar stjórnar og ekki er minnst á aðild að Atlantshafsbandalaginu en Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hafa ætíð verið á öndverðum meiði í afstöðu sinni til þess. Í samningnum er hins vegar vísað til þjóðaröryggisstefnunnar sem Alþingi hefur samþykkt og þar kemur fram að aðildin að NATO sé hornsteinn varna landsins.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira