Karl Garðarsson segir ekki gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2017 00:08 Sean Spicer kom með athyglisvert útspil að mati Karls Garðarssonar Vísir/Getty/GVA Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, baunaði allhressilega á fjölmiðlamenn vestanhafs fyrir það sem hann kallaði „platfréttaflutning að yfirlögðu ráði“ í tengslum við innsetningarathöfn Donalds Trump í gær. Tók hann þar í sama streng og hinn nýi forseti sem sendi fjölmiðlum tóninn í heimsókn sinni til leyniþjónustu Bandaríkjanna í dag. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir framhaldið líklegt til að verða athyglisvert, það hafi nefnlega aldri þótt gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum. „Í gær, þegar þjóðin og heimsbyggðin öll fylgdist með friðsælum stjórnarskiptum, dreifðu nokkrir fjölmiðlar platfréttum,“ sagði Spicer og nefndi í því samhengi einna helst tvennt; annars vegar fregnir af fjarlægingu brjóstmyndar af Martin Luther King jr. úr skrifstofu forsetans sem og misvísandi tölur um fjölda þeirra sem sáu innsetningarathöfnina með berum augum. Þrátt fyrir að fregnir af brjóstmyndinni hafi verið leiðréttar fyrir fund Spicers með blaðamönnum, Time hljóp á sig og sagði henni hafa verið skipt út fyrir sambærilega styttu af Winston Churchill, þá baunaði hann engu að síður hressilega á fjölmiðla vegna þessa.Framsetningin villandi þrátt fyrir um sjöfalt meiri mætingu árið 2009Því næst lét hann þá heyra það fyrir samanburðinn á aðsókninni á innsetningu Donalds Trump og forvera hans Baracks Obama árið 2009. Myndir hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að áhorfendur voru töluvert fleiri fyrir 8 árum síðan en í gær.Obama v. Trump #Inauguration attendance. pic.twitter.com/z44FKla6Ze— Keegan Stephan (@KeeganNYC) January 20, 2017 Opinber talning staðfestir að sama skapi að mætingin var umtalsvert betri þegar Obama sór eiðinn, að viðstöddum rúmlega 1.8 milljón manna árið 2009, samanborið við 250 þúsund í gær. „Myndirnar af innsetningarathöfninni voru sérstaklega settar fram með þessum hætti til þess að gera lítið úr þeim gríðarlega fjölda sem mætti,“ sagði Spicer og bætti við: „Þetta er mesti fjöldi sem fylgst hefur með innsetningarathöfn forseta.“ Hann sagði tilraunir til að halda öðru fram og gera þannig lítið úr áhuganum á Trump og embættistöku hans vera „skammarlegar og rangar.“ Karl Garðarsson, fyrrverandi fréttamaður og þingmaður Framsóknarflokksins, tjáir sig um árásir Trumps á blaðamenn á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld. Þar segir hann að forsetinn ætli „greinilega að ráðast harkalega á fjölmiðla í hvert sinn sem hann er ósáttur við fréttir þeirra.“ Þetta segir hann vera athyglisvert: „Það hefur nefnilega ekki þótt gáfulegt til þessa að gera fjölmiðla að óvinum sínum,“ segir Karl í færslunni sem sjá má hér að neðan. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, baunaði allhressilega á fjölmiðlamenn vestanhafs fyrir það sem hann kallaði „platfréttaflutning að yfirlögðu ráði“ í tengslum við innsetningarathöfn Donalds Trump í gær. Tók hann þar í sama streng og hinn nýi forseti sem sendi fjölmiðlum tóninn í heimsókn sinni til leyniþjónustu Bandaríkjanna í dag. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir framhaldið líklegt til að verða athyglisvert, það hafi nefnlega aldri þótt gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum. „Í gær, þegar þjóðin og heimsbyggðin öll fylgdist með friðsælum stjórnarskiptum, dreifðu nokkrir fjölmiðlar platfréttum,“ sagði Spicer og nefndi í því samhengi einna helst tvennt; annars vegar fregnir af fjarlægingu brjóstmyndar af Martin Luther King jr. úr skrifstofu forsetans sem og misvísandi tölur um fjölda þeirra sem sáu innsetningarathöfnina með berum augum. Þrátt fyrir að fregnir af brjóstmyndinni hafi verið leiðréttar fyrir fund Spicers með blaðamönnum, Time hljóp á sig og sagði henni hafa verið skipt út fyrir sambærilega styttu af Winston Churchill, þá baunaði hann engu að síður hressilega á fjölmiðla vegna þessa.Framsetningin villandi þrátt fyrir um sjöfalt meiri mætingu árið 2009Því næst lét hann þá heyra það fyrir samanburðinn á aðsókninni á innsetningu Donalds Trump og forvera hans Baracks Obama árið 2009. Myndir hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að áhorfendur voru töluvert fleiri fyrir 8 árum síðan en í gær.Obama v. Trump #Inauguration attendance. pic.twitter.com/z44FKla6Ze— Keegan Stephan (@KeeganNYC) January 20, 2017 Opinber talning staðfestir að sama skapi að mætingin var umtalsvert betri þegar Obama sór eiðinn, að viðstöddum rúmlega 1.8 milljón manna árið 2009, samanborið við 250 þúsund í gær. „Myndirnar af innsetningarathöfninni voru sérstaklega settar fram með þessum hætti til þess að gera lítið úr þeim gríðarlega fjölda sem mætti,“ sagði Spicer og bætti við: „Þetta er mesti fjöldi sem fylgst hefur með innsetningarathöfn forseta.“ Hann sagði tilraunir til að halda öðru fram og gera þannig lítið úr áhuganum á Trump og embættistöku hans vera „skammarlegar og rangar.“ Karl Garðarsson, fyrrverandi fréttamaður og þingmaður Framsóknarflokksins, tjáir sig um árásir Trumps á blaðamenn á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld. Þar segir hann að forsetinn ætli „greinilega að ráðast harkalega á fjölmiðla í hvert sinn sem hann er ósáttur við fréttir þeirra.“ Þetta segir hann vera athyglisvert: „Það hefur nefnilega ekki þótt gáfulegt til þessa að gera fjölmiðla að óvinum sínum,“ segir Karl í færslunni sem sjá má hér að neðan.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira