41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2017 07:48 Mótmælendur komu saman í höfuðborg Venesúela, Caracas, vegna kosninganna í gær. Vísir/AFP Yfirvöld í Venesúela hafa tilkynnt um 41,5 prósent kjörsókn í umdeildum kosningum sem haldnar voru í gær. Kosið var um nýtt stjórnlagaþing en stjórnarandstaðan dregur yfirlýstar tölur um kjörsókn í efa. Stjórnarandstaðan í Venesúela sagði að 88 prósent kjósenda hefðu setið heima í kosningunum. Þá neitar andstaðan að taka kosningarnar gildar og hefur kallað eftir frekari mótmælum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. Forseti Venesúela, Nicolás Meduro, fagnaði þó kosningunum og sagði þær „stærsta atkvæði til uppreisnarinnar frá upphafi.“ Maduro tilkynnti um breytingar á stjórnarskrá landsins í maí síðastliðnum, sem kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Þannig verður stjórnarskráin færð úr höndum þingsins þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Kosið var um þessar breytingar í gær og þær samþykktar. Mótmælahrinan í Venesúela hefur að mestu beinst að forsetanum, Maduro, en mótmælendur hafa krafist þess að hann fari frá völdum. Þá hefur stjórnarskrárbreytingunni einnig verið mótmælt harðlega eftir að tilkynnt var um hana í maí.Leiðtogi stjórnarandstöðunar sagði „fjöldamorð“ hafa vera framið í gær Stjórnarandstaðan hefur nú boðað til allsherjarmótmæla í höfuðborg Venesúela, Caracas, á miðvikudag en þá mun nýtt stjórnlagaþing koma saman í fyrsta skipti. „Við viðurkennum ekki þetta sviksamlega ferli,“ sagði leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Henrique Capriles, eftir að tilkynnt var um úrslit kosninganna. Þá skilgreindi hann dauðsföll í mótmælum gærdagsins sem „fjöldamorð.“ Tíu létust í mótmælum í gær en þar af voru að minnsta kosti þrír skotnir til bana í Táchira-ríki í vesturhluta landsins, tveir unglingar og hermaður. Þá var ritari ungliðahreyfingar stjórnarandstöðuflokksins Acción Democrátia, einnig skotinn til bana í bænum Cumán og maður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Bolívar-ríki. Alþjóðasamfélagið hefur gagnrýnt ástandið í Venesúela harðlega síðustu mánuði. Bandarísk yfirvöld sögðust í gær vera að íhuga að koma á frekari viðskiptabönnum í landinu. Um hundrað manns hafa látið lífið og þúsundir særst í átökum milli mótmælenda og öryggissveita í Venesúela síðan í apríl. Tengdar fréttir Kveikt í manni við mótmælin í Venesúela Mótmælendur í Caracas, höfuðborg Venesúela, kveiktu í ungum manni í gær, sem hlaut alvarleg brunasár en komst lífs af. Þá var annar maður skotinn til bana en nú hafa 48 látist í mótmælunum. Varað er við mynd frá mótmælunum sem fylgir fréttinni. 21. maí 2017 22:54 Stjórnarandstaðan í Venesúela boðar til nýs allsherjarverkfalls Verkfallið á að standa í tvo daga – á miðvikudag og fimmtudag – en á mánudag og föstudag eru fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir í stærstu borgum landsins. 23. júlí 2017 15:45 Varpaði handsprengjum á byggingu hæstaréttar í Venesúela Flugmaður þyrlunnar er lögreglumaður sem stal þyrlunni og notaði til árásarinnar. 28. júní 2017 08:19 Tóku hart á ömmum og öfum í mótmælagöngu Eldri borgarar í Caracas, höfuðborg Venesúela, hópuðust saman í mótmælum gegn ríkisstjórn landsins í gær. Ástandið í landinu er eldfimt. 13. maí 2017 21:23 Stjórnarsinnar börðu þingmenn í Venesúela Múgur sem styður ríkisstjórn Nicolasar Maudor forseta réðst inn í þinghúsið í Caracas og særði þingmenn og blaðamenn sem þar voru inni í dag. 5. júlí 2017 19:49 Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Yfirvöld í Venesúela hafa tilkynnt um 41,5 prósent kjörsókn í umdeildum kosningum sem haldnar voru í gær. Kosið var um nýtt stjórnlagaþing en stjórnarandstaðan dregur yfirlýstar tölur um kjörsókn í efa. Stjórnarandstaðan í Venesúela sagði að 88 prósent kjósenda hefðu setið heima í kosningunum. Þá neitar andstaðan að taka kosningarnar gildar og hefur kallað eftir frekari mótmælum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. Forseti Venesúela, Nicolás Meduro, fagnaði þó kosningunum og sagði þær „stærsta atkvæði til uppreisnarinnar frá upphafi.“ Maduro tilkynnti um breytingar á stjórnarskrá landsins í maí síðastliðnum, sem kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Þannig verður stjórnarskráin færð úr höndum þingsins þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Kosið var um þessar breytingar í gær og þær samþykktar. Mótmælahrinan í Venesúela hefur að mestu beinst að forsetanum, Maduro, en mótmælendur hafa krafist þess að hann fari frá völdum. Þá hefur stjórnarskrárbreytingunni einnig verið mótmælt harðlega eftir að tilkynnt var um hana í maí.Leiðtogi stjórnarandstöðunar sagði „fjöldamorð“ hafa vera framið í gær Stjórnarandstaðan hefur nú boðað til allsherjarmótmæla í höfuðborg Venesúela, Caracas, á miðvikudag en þá mun nýtt stjórnlagaþing koma saman í fyrsta skipti. „Við viðurkennum ekki þetta sviksamlega ferli,“ sagði leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Henrique Capriles, eftir að tilkynnt var um úrslit kosninganna. Þá skilgreindi hann dauðsföll í mótmælum gærdagsins sem „fjöldamorð.“ Tíu létust í mótmælum í gær en þar af voru að minnsta kosti þrír skotnir til bana í Táchira-ríki í vesturhluta landsins, tveir unglingar og hermaður. Þá var ritari ungliðahreyfingar stjórnarandstöðuflokksins Acción Democrátia, einnig skotinn til bana í bænum Cumán og maður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Bolívar-ríki. Alþjóðasamfélagið hefur gagnrýnt ástandið í Venesúela harðlega síðustu mánuði. Bandarísk yfirvöld sögðust í gær vera að íhuga að koma á frekari viðskiptabönnum í landinu. Um hundrað manns hafa látið lífið og þúsundir særst í átökum milli mótmælenda og öryggissveita í Venesúela síðan í apríl.
Tengdar fréttir Kveikt í manni við mótmælin í Venesúela Mótmælendur í Caracas, höfuðborg Venesúela, kveiktu í ungum manni í gær, sem hlaut alvarleg brunasár en komst lífs af. Þá var annar maður skotinn til bana en nú hafa 48 látist í mótmælunum. Varað er við mynd frá mótmælunum sem fylgir fréttinni. 21. maí 2017 22:54 Stjórnarandstaðan í Venesúela boðar til nýs allsherjarverkfalls Verkfallið á að standa í tvo daga – á miðvikudag og fimmtudag – en á mánudag og föstudag eru fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir í stærstu borgum landsins. 23. júlí 2017 15:45 Varpaði handsprengjum á byggingu hæstaréttar í Venesúela Flugmaður þyrlunnar er lögreglumaður sem stal þyrlunni og notaði til árásarinnar. 28. júní 2017 08:19 Tóku hart á ömmum og öfum í mótmælagöngu Eldri borgarar í Caracas, höfuðborg Venesúela, hópuðust saman í mótmælum gegn ríkisstjórn landsins í gær. Ástandið í landinu er eldfimt. 13. maí 2017 21:23 Stjórnarsinnar börðu þingmenn í Venesúela Múgur sem styður ríkisstjórn Nicolasar Maudor forseta réðst inn í þinghúsið í Caracas og særði þingmenn og blaðamenn sem þar voru inni í dag. 5. júlí 2017 19:49 Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Kveikt í manni við mótmælin í Venesúela Mótmælendur í Caracas, höfuðborg Venesúela, kveiktu í ungum manni í gær, sem hlaut alvarleg brunasár en komst lífs af. Þá var annar maður skotinn til bana en nú hafa 48 látist í mótmælunum. Varað er við mynd frá mótmælunum sem fylgir fréttinni. 21. maí 2017 22:54
Stjórnarandstaðan í Venesúela boðar til nýs allsherjarverkfalls Verkfallið á að standa í tvo daga – á miðvikudag og fimmtudag – en á mánudag og föstudag eru fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir í stærstu borgum landsins. 23. júlí 2017 15:45
Varpaði handsprengjum á byggingu hæstaréttar í Venesúela Flugmaður þyrlunnar er lögreglumaður sem stal þyrlunni og notaði til árásarinnar. 28. júní 2017 08:19
Tóku hart á ömmum og öfum í mótmælagöngu Eldri borgarar í Caracas, höfuðborg Venesúela, hópuðust saman í mótmælum gegn ríkisstjórn landsins í gær. Ástandið í landinu er eldfimt. 13. maí 2017 21:23
Stjórnarsinnar börðu þingmenn í Venesúela Múgur sem styður ríkisstjórn Nicolasar Maudor forseta réðst inn í þinghúsið í Caracas og særði þingmenn og blaðamenn sem þar voru inni í dag. 5. júlí 2017 19:49
Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00