Vinkonur Birnu: Yndisleg vinkona og hefur ekki einu sinni reykt gras Jóhann K. Jóhannsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 16. janúar 2017 19:47 Enn hefur ekkert spurst til Birnu Brjánsdóttur, sem hvarf aðfaranótt laugardags. Vinkonur Birnu, þær María Bjarnadóttir og Matthildur Soffía Jónsdóttir voru meðal viðmælanda í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, ásamt Sigurlaugu Hreinsdóttur, móður Birnu. Önnur vinkvenna Birnu, Matthildur, var með Birnu á skemmtistaðnum Húrra nóttina sem hún hvarf. María vinnur með Birnu og hóf að hringja í vini og vandamenn þegar Birna skilaði sér ekki til vinnu í hádeginu á laugardag. Þær lýsa Birnu sem glaðlyndri, traustri vinkonu - sem leggur það ekki í vana sinn að láta ekki ná í sig.Þetta var fullkomlega eðlilegt kvöldAðspurð hvernig atburðarrásin var þegar þær hafi farið ákveðið að fara út að skemmta sér segir Matthildur að þær hafi velt fyrir sér hvort þær væru í skapi til að fara út að skemmta sér áður en þær ákváðu að slá til og halda niðrí miðbæ. „Við förum á Nora Magasin og spilum þar í smá tíma, ákveðum svo að fara á Húrra að dansa smá. Hún var í svaka stuði og rosalega hress þetta kvöld“ segir Matthildur. Vinkonur Birnu segja óeðlilegt að Birna hafi skilið eftir eigur sínar í bílnum sem hún fór á í bæinn. „Hún skilur töskuna sína eftir í bílnum, sem hún myndi alltaf taka með sér ef hún myndi fara eitthvert að gista.“ Þær hafi verið saman á Húrra þar til klukkan tvö þegar Matthildur ákvað að fara heim. Birna varð eftir á skemmtistaðnum með sameiginlegri vinkonu þeirra. María átti svo von á því að hitta Birnu í vinnu á laugardag. „Hún átti að mæta klukkan tólf og hringdi sig ekki inn veika eða neitt, ég prófaði að hringja í hana og þá var slökkt á símanum hennar“ segir María sem athugaði þá hvort að nokkrir sameiginlegir vinir þeirra vissu eitthvað um hana, en enginn vissi neitt. „Þetta var fullkomlega eðlilegt kvöld, það var ekkert sem ég var vör við, hún var í mjög góðu skapi“ segir Matthildur aðspurð um það hvort hún hafi tekið eftir einhverju óeðlilegu á skemmtistaðnum Húrra þetta kvöld. Skipulögð leit lögreglu og björgunarsveita hófst formlega í dag og voru foreldrar Birnu kallaðir á fund af lögreglu í nótt þar sem farið var yfir atburðarásina og hvernig vinna lögreglu við leitina færi fram. „Við fengum beint símanúmer þar sem ég get alltaf náð í lögreglumann sem er í stöðugu sambandi við mig um að gefa mér upplýsingar“ segir Sigurlaug, móðir Birnu. Móðir Birnu segir allt óeðlilegt sem gerist snemma á laugardagsmorgni miðað við daglegar venjur Birnu. „Að hún sjáist ekki online, hún er alltaf með messenger opinn, það er alltaf hægt að ná í hana og yfirleitt líður ekki meira en hálftími þar til hún svarar” en Birna hefur ávallt verið góður vinur foreldra sinna.Yndisleg vinkona og sjálfstæð stelpa með svartan húmorAð sögn vinkvenna Birnu var hún einstakur vinur. „Hún er yndisleg vinkona, alltaf til staðar fyrir mann og hún er ein besta vinkona sem ég hef eignast á ævi minni, ég treysti henni fyrir öllu og ég elska hana“ segir Matthildur sem tekur fram að Birna hafi aldrei verið í neinu rugli. „Hún reykir ekki einu sinni gras eins og flestir unglingar hafa prófað, hún kemur ekki nálægt neinu.“ Þá segir Sigurlaug, móðir Birnu að hún sé mjög sjálfstæð stelpa með mjög svartan húmor. Margir hafi talað við Sigurlaugu og haft áhyggjur af því eftir að hafa skoðað Facebook síðu Birnu að hún hafi verið eitthvað niðurdregin, en að sögn móður hennar er það einungis vitnisburður um svartan húmor hennar. Birna hafi alla tíð verið mjög opin. Samkvæmt vinkonum Birnu, þeim Matthildi og Maríu er Birna stöðugt tengd við umheiminn í gegnum farsímann sinn. „Hún er týpan til að vera með ferðahleðslutæki“ segir Matthildur og því sé hvarf hennar mjög óeðlilegt. Sigurlaug segir ekkert óeðlilegt hafa verið við hegðun Birnu undanfarna daga. Þær hafi þó ekki hist dagana á undan hvarfi hennar. „Ég varð ekki vör við neitt, ég hef farið margoft í gegnum þetta í huganum og það er ekkert sem bendir til þess að eitthvað óeðlilegt hafi verið í gangi.“ Fjölskylda og vinir Birnu er harmi slegin yfir því að Birna skuli enn vera ófundin. Þau biðla til almennings um að koma öllum upplýsingum til lögreglu sem geta gefið upplýsingar um ferðir hennar. Vinkonur Birnu eru mjög þakklátar öllum þeim sem hafa komið að leitarstörfum og vonast til þess að hún muni finnast fljótlega. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Biðlað til íbúa í miðborginni að leita eftir vísbendingum í skúmaskotum og kjöllurum Tæknivinna lögreglu varð til þess að leitað verður í nágrenni Hafnarfjarðar í kvöld. 16. janúar 2017 17:34 Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09 Einhver slökkti á síma Birnu um nóttina Síminn varð ekki batteríslaus heldur var slökkt á honum. 16. janúar 2017 17:28 Lögreglan birtir myndband af Birnu í miðbæ Reykjavíkur Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 18:52 Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Enn hefur ekkert spurst til Birnu Brjánsdóttur, sem hvarf aðfaranótt laugardags. Vinkonur Birnu, þær María Bjarnadóttir og Matthildur Soffía Jónsdóttir voru meðal viðmælanda í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, ásamt Sigurlaugu Hreinsdóttur, móður Birnu. Önnur vinkvenna Birnu, Matthildur, var með Birnu á skemmtistaðnum Húrra nóttina sem hún hvarf. María vinnur með Birnu og hóf að hringja í vini og vandamenn þegar Birna skilaði sér ekki til vinnu í hádeginu á laugardag. Þær lýsa Birnu sem glaðlyndri, traustri vinkonu - sem leggur það ekki í vana sinn að láta ekki ná í sig.Þetta var fullkomlega eðlilegt kvöldAðspurð hvernig atburðarrásin var þegar þær hafi farið ákveðið að fara út að skemmta sér segir Matthildur að þær hafi velt fyrir sér hvort þær væru í skapi til að fara út að skemmta sér áður en þær ákváðu að slá til og halda niðrí miðbæ. „Við förum á Nora Magasin og spilum þar í smá tíma, ákveðum svo að fara á Húrra að dansa smá. Hún var í svaka stuði og rosalega hress þetta kvöld“ segir Matthildur. Vinkonur Birnu segja óeðlilegt að Birna hafi skilið eftir eigur sínar í bílnum sem hún fór á í bæinn. „Hún skilur töskuna sína eftir í bílnum, sem hún myndi alltaf taka með sér ef hún myndi fara eitthvert að gista.“ Þær hafi verið saman á Húrra þar til klukkan tvö þegar Matthildur ákvað að fara heim. Birna varð eftir á skemmtistaðnum með sameiginlegri vinkonu þeirra. María átti svo von á því að hitta Birnu í vinnu á laugardag. „Hún átti að mæta klukkan tólf og hringdi sig ekki inn veika eða neitt, ég prófaði að hringja í hana og þá var slökkt á símanum hennar“ segir María sem athugaði þá hvort að nokkrir sameiginlegir vinir þeirra vissu eitthvað um hana, en enginn vissi neitt. „Þetta var fullkomlega eðlilegt kvöld, það var ekkert sem ég var vör við, hún var í mjög góðu skapi“ segir Matthildur aðspurð um það hvort hún hafi tekið eftir einhverju óeðlilegu á skemmtistaðnum Húrra þetta kvöld. Skipulögð leit lögreglu og björgunarsveita hófst formlega í dag og voru foreldrar Birnu kallaðir á fund af lögreglu í nótt þar sem farið var yfir atburðarásina og hvernig vinna lögreglu við leitina færi fram. „Við fengum beint símanúmer þar sem ég get alltaf náð í lögreglumann sem er í stöðugu sambandi við mig um að gefa mér upplýsingar“ segir Sigurlaug, móðir Birnu. Móðir Birnu segir allt óeðlilegt sem gerist snemma á laugardagsmorgni miðað við daglegar venjur Birnu. „Að hún sjáist ekki online, hún er alltaf með messenger opinn, það er alltaf hægt að ná í hana og yfirleitt líður ekki meira en hálftími þar til hún svarar” en Birna hefur ávallt verið góður vinur foreldra sinna.Yndisleg vinkona og sjálfstæð stelpa með svartan húmorAð sögn vinkvenna Birnu var hún einstakur vinur. „Hún er yndisleg vinkona, alltaf til staðar fyrir mann og hún er ein besta vinkona sem ég hef eignast á ævi minni, ég treysti henni fyrir öllu og ég elska hana“ segir Matthildur sem tekur fram að Birna hafi aldrei verið í neinu rugli. „Hún reykir ekki einu sinni gras eins og flestir unglingar hafa prófað, hún kemur ekki nálægt neinu.“ Þá segir Sigurlaug, móðir Birnu að hún sé mjög sjálfstæð stelpa með mjög svartan húmor. Margir hafi talað við Sigurlaugu og haft áhyggjur af því eftir að hafa skoðað Facebook síðu Birnu að hún hafi verið eitthvað niðurdregin, en að sögn móður hennar er það einungis vitnisburður um svartan húmor hennar. Birna hafi alla tíð verið mjög opin. Samkvæmt vinkonum Birnu, þeim Matthildi og Maríu er Birna stöðugt tengd við umheiminn í gegnum farsímann sinn. „Hún er týpan til að vera með ferðahleðslutæki“ segir Matthildur og því sé hvarf hennar mjög óeðlilegt. Sigurlaug segir ekkert óeðlilegt hafa verið við hegðun Birnu undanfarna daga. Þær hafi þó ekki hist dagana á undan hvarfi hennar. „Ég varð ekki vör við neitt, ég hef farið margoft í gegnum þetta í huganum og það er ekkert sem bendir til þess að eitthvað óeðlilegt hafi verið í gangi.“ Fjölskylda og vinir Birnu er harmi slegin yfir því að Birna skuli enn vera ófundin. Þau biðla til almennings um að koma öllum upplýsingum til lögreglu sem geta gefið upplýsingar um ferðir hennar. Vinkonur Birnu eru mjög þakklátar öllum þeim sem hafa komið að leitarstörfum og vonast til þess að hún muni finnast fljótlega.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Biðlað til íbúa í miðborginni að leita eftir vísbendingum í skúmaskotum og kjöllurum Tæknivinna lögreglu varð til þess að leitað verður í nágrenni Hafnarfjarðar í kvöld. 16. janúar 2017 17:34 Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09 Einhver slökkti á síma Birnu um nóttina Síminn varð ekki batteríslaus heldur var slökkt á honum. 16. janúar 2017 17:28 Lögreglan birtir myndband af Birnu í miðbæ Reykjavíkur Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 18:52 Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Leitin að Birnu: Biðlað til íbúa í miðborginni að leita eftir vísbendingum í skúmaskotum og kjöllurum Tæknivinna lögreglu varð til þess að leitað verður í nágrenni Hafnarfjarðar í kvöld. 16. janúar 2017 17:34
Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09
Einhver slökkti á síma Birnu um nóttina Síminn varð ekki batteríslaus heldur var slökkt á honum. 16. janúar 2017 17:28
Lögreglan birtir myndband af Birnu í miðbæ Reykjavíkur Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 18:52
Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25