Diljá fengið hrós frá sundlaugarvörðum í öðrum sundlaugum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2017 10:40 Diljá Sigurðardóttir var bent á það í gær af sundlaugaverði að ekki væri free the nipple dagurinn. Akranes.is Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, segir ljóst að setja verði verklagsreglur er varðar notkun baðfatnaðar í sundlaugum bæjarsins svo að starfsfólk sé ekki sett í þá aðstöðu að þurfa að meta hvað megi og hvað ekki. Diljá Sigurðardóttir, sundlaugargestur á Akranesi, var beðin um að klæða sig í topp þar sem hún var berbrjósta í lauginni. Bar starfsmaður sundlaugarinnar því við að borist hefði kvörtun vegna klæðaburðar hennar.Var flökurt af stressi fyrst Diljá var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi málið. Hún segir jafnréttisfræðslu skorta víða, alls ekki bara á Akranesi. Hún hafi oft farið í sundlaugar annars staðar og jafnvel fengið hrós frá sundlaugavörðum. Hún vilji leggja sitt af mörkum í baráttunni, tók þátt í „Free the nipple“ árið 2015. „Ég vissi að ég yrði að taka þátt,“ segir Diljá en það hafi ekki verið auðvelt fyrst. Henni hafi orðið flökurt af stressi við tilhugsunina því henni hafi liðið eins og hún væri að gera eitthvað ótrúlega rangt.Viðtalið við Diljá má heyra hér að neðan. „Okkur finnst þetta bara mjög leitt að þessi uppákoma hafi orðið. Við viljum fara yfir þessa verkferla og móta reglur,“ segir Regína í samtali við Vísi.Berbrjósta velkomnir í Reykjavík Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, áréttaði á Facebook í gær að fólk væri velkomið í sundlaugar Reykjavíkur berbrjósta. Þó virðast ekki liggja fyrir reglur um klæðnað í sundlaugum að sögn Regínu. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi. „Ég hef aðeins verið að hlera og veit ekki um nein sveitarfélög sem eru með reglur,“ segir Regína sem hefur verið í samskiptum við aðra bæjarstjóra. Reglurnar séu nauðsynlegar svo starfsfólk sé ekki sett í þessa stöðu eins og varð tilfellið á laugardaginn er brugðist var við kvörtun sundlaugagests, að sögn starfsmanns laugarinnar. Regína segir að skóla- og frístundaráð Akranesbæjar muni taka málið fyrir. Tæplega fjórtán þúsund lesendur Vísis hafa greitt atkvæði í könnun sem komið var á fót í gær. Þar var spurt hvort banna ætti konum að vera berar að ofan í sundi. 80 prósent svara neitandi en 20 prósent játandi. Þótt ekki sé um vísindalega könnun að ræða gefur hún vísbendingu um að ekki er algjör einhugur um málið. Ingólfur vill árétta, sem margir hafa misskilið, að hann væri hvorki ósammála réttindabaráttunni né þeirrar skoðunar að konur ættu að vera í ákveðnum klæðnaði eða hylja sig.Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson velti upp þeirri spurningu í gær hvort möguleiki væri að breyta menningartengdum hugsunarhætti þegar hann myndi skarast á við eðlisfræðilega þætti. Brjóst væru kynferðislega örvandi. Hann væri þó hvorki ósammála réttindabaráttunni né þeirrar skoðunar að konur ættu að vera í ákveðnum klæðnaði eða hylja sig.Heldur ótrauð áfram berbrjósta Diljá segir alveg ljóst að karlmenn fái ekki standpínu af því að sjá berbrjósta konur í sundlaugum. Hún skorar á konur að fara berbrjósta í laugina. „Mér finnst brjóst ekki vera neitt til að skammast sín fyrir,“ segir Diljá. Hún upplifi það ekki þannig að starað sé á hana í sundlaugunum. Karlmannsbringa geti líka verið aðlaðandi en fólk stari ekkert. Hún ætlar að halda ótrauð áfram að mæta í laugarnar berbrjósta. Tengdar fréttir Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16 Uppnám í Akraneslaug vegna berbrjósta stelpu: „Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ Diljá Sigurðardóttur var gert að klæða sig í topp af sundlaugaverði í Jaðarsbakkalaug á Akranesi vegna þess að hún var ber að ofan í sundi. 15. janúar 2017 12:36 Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, segir ljóst að setja verði verklagsreglur er varðar notkun baðfatnaðar í sundlaugum bæjarsins svo að starfsfólk sé ekki sett í þá aðstöðu að þurfa að meta hvað megi og hvað ekki. Diljá Sigurðardóttir, sundlaugargestur á Akranesi, var beðin um að klæða sig í topp þar sem hún var berbrjósta í lauginni. Bar starfsmaður sundlaugarinnar því við að borist hefði kvörtun vegna klæðaburðar hennar.Var flökurt af stressi fyrst Diljá var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi málið. Hún segir jafnréttisfræðslu skorta víða, alls ekki bara á Akranesi. Hún hafi oft farið í sundlaugar annars staðar og jafnvel fengið hrós frá sundlaugavörðum. Hún vilji leggja sitt af mörkum í baráttunni, tók þátt í „Free the nipple“ árið 2015. „Ég vissi að ég yrði að taka þátt,“ segir Diljá en það hafi ekki verið auðvelt fyrst. Henni hafi orðið flökurt af stressi við tilhugsunina því henni hafi liðið eins og hún væri að gera eitthvað ótrúlega rangt.Viðtalið við Diljá má heyra hér að neðan. „Okkur finnst þetta bara mjög leitt að þessi uppákoma hafi orðið. Við viljum fara yfir þessa verkferla og móta reglur,“ segir Regína í samtali við Vísi.Berbrjósta velkomnir í Reykjavík Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, áréttaði á Facebook í gær að fólk væri velkomið í sundlaugar Reykjavíkur berbrjósta. Þó virðast ekki liggja fyrir reglur um klæðnað í sundlaugum að sögn Regínu. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi. „Ég hef aðeins verið að hlera og veit ekki um nein sveitarfélög sem eru með reglur,“ segir Regína sem hefur verið í samskiptum við aðra bæjarstjóra. Reglurnar séu nauðsynlegar svo starfsfólk sé ekki sett í þessa stöðu eins og varð tilfellið á laugardaginn er brugðist var við kvörtun sundlaugagests, að sögn starfsmanns laugarinnar. Regína segir að skóla- og frístundaráð Akranesbæjar muni taka málið fyrir. Tæplega fjórtán þúsund lesendur Vísis hafa greitt atkvæði í könnun sem komið var á fót í gær. Þar var spurt hvort banna ætti konum að vera berar að ofan í sundi. 80 prósent svara neitandi en 20 prósent játandi. Þótt ekki sé um vísindalega könnun að ræða gefur hún vísbendingu um að ekki er algjör einhugur um málið. Ingólfur vill árétta, sem margir hafa misskilið, að hann væri hvorki ósammála réttindabaráttunni né þeirrar skoðunar að konur ættu að vera í ákveðnum klæðnaði eða hylja sig.Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson velti upp þeirri spurningu í gær hvort möguleiki væri að breyta menningartengdum hugsunarhætti þegar hann myndi skarast á við eðlisfræðilega þætti. Brjóst væru kynferðislega örvandi. Hann væri þó hvorki ósammála réttindabaráttunni né þeirrar skoðunar að konur ættu að vera í ákveðnum klæðnaði eða hylja sig.Heldur ótrauð áfram berbrjósta Diljá segir alveg ljóst að karlmenn fái ekki standpínu af því að sjá berbrjósta konur í sundlaugum. Hún skorar á konur að fara berbrjósta í laugina. „Mér finnst brjóst ekki vera neitt til að skammast sín fyrir,“ segir Diljá. Hún upplifi það ekki þannig að starað sé á hana í sundlaugunum. Karlmannsbringa geti líka verið aðlaðandi en fólk stari ekkert. Hún ætlar að halda ótrauð áfram að mæta í laugarnar berbrjósta.
Tengdar fréttir Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16 Uppnám í Akraneslaug vegna berbrjósta stelpu: „Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ Diljá Sigurðardóttur var gert að klæða sig í topp af sundlaugaverði í Jaðarsbakkalaug á Akranesi vegna þess að hún var ber að ofan í sundi. 15. janúar 2017 12:36 Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16
Uppnám í Akraneslaug vegna berbrjósta stelpu: „Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ Diljá Sigurðardóttur var gert að klæða sig í topp af sundlaugaverði í Jaðarsbakkalaug á Akranesi vegna þess að hún var ber að ofan í sundi. 15. janúar 2017 12:36
Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15