Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2017 20:00 Ekkert samkomulag er milli stjórnar- og stjórnarandstöðu um skipan í nefndir Alþingis en samkomulag liggur fyrir um þingsetningu og fyrstu umræðu fjárlaga. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna lítið verða vara við fyrirheit stjórnarinnar um aukið samstarf við hana. Alþingi kemur saman eftir slétta viku. Þá verður fjárlagafrumvarp lagt fram og um kvöldið fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. Formenn allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi komu saman til fundar í dag til að ræða upphaf þingstarfa og önnur mál sem flokkarnir þurfa að koma sér saman um. Stjórnarflokkarnir hafa boðið stjórnarandstöðunni formennsku í þremur fastanefndum af átta en stjórnarandstaðan vill formennsku í fjórum og fá að ráða því að minnsta kosti að hluta hvaða nefndir hún leiðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að reynt verði að takmarka þann fjölda mála sem tekin verði fyrir á þeim fáu dögum sem Alþingi starfi fram að áramótum. „Þinghaldið er auðvitað háð undir sérstökum kringumstæðum. Þannig að það sem við vorum aðallega að fara yfir var þingsetningin og fyrsta umræða fjárlaga. Það náðist ágætis samkomulag um það hvernig því verði háttað og ég myndi segja að allir væru mjög viljugir til að láta hlutina ganga upp,“ segir Katrín. Þingið komi saman fimmtudaginn 14. desember, umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verði þá um kvöldið og fyrsta umræða fjárlaga daginn eftir. En búast má við að stjórnarandstaðan hafi ýmislegt að athuga við fjárlagafrumvarpið. „Það er auðvitað ekkert samkomulag um fjárlagafrumvarpið ennþá. Bara samkomulag um hvernig við leggjum af stað í umræðuna. Það liggur líka fyrir að málefni sem varða NPA og þjónustu við fatlað fólk verða lögð fram hér í þinginu og allir sammála um að það sé mikilvægt að flýta þeirri umræðu,“ segir forsætisráðherra. Flokkarnir þurfi síðan að eiga dýpra samtal um samstarf á þingi eftir áramót. „Það liggur ekki fyrir hins vegar að hálfu stjórnarandstöðunnar hvort þau hyggjast taka formennsku í þeim nefndum sem við höfum lagt til að þau gegni formennsku í. Hvort þau taki það að sér. Ég vona auðvitað að þau muni gera það,“ segir Katrín. Það hafi gefist vel í eina skiptið sem formennska stjórnarandstöðu í nefndum hafi gengið eftir samkvæmt lögum um þingsköp á kjörtímabilinu 2013 til 2016. Þótt það hafi einnig þekkst fyrr á tímum. Oddný G Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuflokkana nokkurn vegin hafa gengið frá skipan í nefndir sín á milli. „Nýja ríkisstjórnin talar um ný vinnubrögð í þinginu og aukið samstarf. Talar mikið um það. En við sjáum ekki nein merki um slíkt í þessum viðræðum um nefndir og formennsku meiri- og minnihluta,“ segir Oddný. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort stjórnarandstöðuflokkarnir taki að sér formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd eins og stjórnarflokkarnir leggja til. „Við eigum eftir að gera það upp við okkur hvort við tökum bara það sem að okkur er rétt. En auðvitað viljum við gjarnan fá um að það segja hvaða nefndir við fáum að stýra. Velja þótt það væri ekki nema kannski eina af þessum þremur. En helst vildum við auðvitað fá fjórar formennskur á móti fjórum formennskum þeirra,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Ekkert samkomulag er milli stjórnar- og stjórnarandstöðu um skipan í nefndir Alþingis en samkomulag liggur fyrir um þingsetningu og fyrstu umræðu fjárlaga. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna lítið verða vara við fyrirheit stjórnarinnar um aukið samstarf við hana. Alþingi kemur saman eftir slétta viku. Þá verður fjárlagafrumvarp lagt fram og um kvöldið fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. Formenn allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi komu saman til fundar í dag til að ræða upphaf þingstarfa og önnur mál sem flokkarnir þurfa að koma sér saman um. Stjórnarflokkarnir hafa boðið stjórnarandstöðunni formennsku í þremur fastanefndum af átta en stjórnarandstaðan vill formennsku í fjórum og fá að ráða því að minnsta kosti að hluta hvaða nefndir hún leiðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að reynt verði að takmarka þann fjölda mála sem tekin verði fyrir á þeim fáu dögum sem Alþingi starfi fram að áramótum. „Þinghaldið er auðvitað háð undir sérstökum kringumstæðum. Þannig að það sem við vorum aðallega að fara yfir var þingsetningin og fyrsta umræða fjárlaga. Það náðist ágætis samkomulag um það hvernig því verði háttað og ég myndi segja að allir væru mjög viljugir til að láta hlutina ganga upp,“ segir Katrín. Þingið komi saman fimmtudaginn 14. desember, umræða um stefnuræðu forsætisráðherra verði þá um kvöldið og fyrsta umræða fjárlaga daginn eftir. En búast má við að stjórnarandstaðan hafi ýmislegt að athuga við fjárlagafrumvarpið. „Það er auðvitað ekkert samkomulag um fjárlagafrumvarpið ennþá. Bara samkomulag um hvernig við leggjum af stað í umræðuna. Það liggur líka fyrir að málefni sem varða NPA og þjónustu við fatlað fólk verða lögð fram hér í þinginu og allir sammála um að það sé mikilvægt að flýta þeirri umræðu,“ segir forsætisráðherra. Flokkarnir þurfi síðan að eiga dýpra samtal um samstarf á þingi eftir áramót. „Það liggur ekki fyrir hins vegar að hálfu stjórnarandstöðunnar hvort þau hyggjast taka formennsku í þeim nefndum sem við höfum lagt til að þau gegni formennsku í. Hvort þau taki það að sér. Ég vona auðvitað að þau muni gera það,“ segir Katrín. Það hafi gefist vel í eina skiptið sem formennska stjórnarandstöðu í nefndum hafi gengið eftir samkvæmt lögum um þingsköp á kjörtímabilinu 2013 til 2016. Þótt það hafi einnig þekkst fyrr á tímum. Oddný G Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuflokkana nokkurn vegin hafa gengið frá skipan í nefndir sín á milli. „Nýja ríkisstjórnin talar um ný vinnubrögð í þinginu og aukið samstarf. Talar mikið um það. En við sjáum ekki nein merki um slíkt í þessum viðræðum um nefndir og formennsku meiri- og minnihluta,“ segir Oddný. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort stjórnarandstöðuflokkarnir taki að sér formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd eins og stjórnarflokkarnir leggja til. „Við eigum eftir að gera það upp við okkur hvort við tökum bara það sem að okkur er rétt. En auðvitað viljum við gjarnan fá um að það segja hvaða nefndir við fáum að stýra. Velja þótt það væri ekki nema kannski eina af þessum þremur. En helst vildum við auðvitað fá fjórar formennskur á móti fjórum formennskum þeirra,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira