Utangarðsfólk fær fleiri íbúðir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. desember 2017 20:00 Sextíu milljóna króna viðbótrarframlag til stuðnings við búsetu utangarðsfólks var samþykkt með breytingartillögum við fjárhagsáætlun borgarinnar í fyrradag. Það verður meðal annars nýtt til þess að fjölga starfsmönnum í vettvangsteymi borgarinnar en tillaga um það undir heitinu „Housing First" var samþykkt í velferðarráði í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stefnt að því að ráða þrjá til viðbótar í teymið á næstunni, en sex fyrir árið 2020. „Við viljum fjölga þeim starfsmönnum sem vinna úti á vettvangi, eru að aðstoða fólk, eru að aðstoða fólk við að koma í gistiskýlið, eru að fara heim til þeirra sem búa sjálfstætt og eru í mikilli neyslu," segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Til stendur að fjölga úrræðum sem standa fólki á vergangi og í neyslu til boða á næstunni. Í tillögunni sem var samþykkt í dag felst að fjölga íbúðum fyrir þá sem búa sjálfstætt með aðstoð vettvangsteymisins. Í dag eru íbúðirnar fjórtán en til stendur að fjölga þeim um tólf, eða fjórar á ári til ársins 2020.Fjórtan heimilislausir einstaklingar fá herbergi í Víðinesi eftir helgi.Eftir helgi fá einnig fjórtán einstaklingar, sem meðal annars búa nú á tjaldstæðinu í Laugardal, bráðabirgðahúsnæði á Víðinesi. Verið er að standsetja húsið og koma fyrir rúmum, ísskápum, sameiginlegu eldhúsi og sjónvarpsrými. Þar getur fólkið verið þar til varanlegra húsnæði býðst. Þá stendur til að fjölga smáhýsum fyrir utangarðsfólk sem eru þrjú í dag. Tvær gámaíbúðir til viðbótar eru tilbúnar til uppsetningar en leit af hentugri lóð stendur yfir. Í gistiskýlinu á Lindargötu eru 25 rúm fyrir heimilislausa og telur Regína þörf á endurskoðun starfseminnar til að rúma fleiri. „Það hefur komið fyrir, en það er örsjaldan, að það hefur þurft að vísa fólki frá gistiskýlinu vegna þess að það sé fullt, en það er oftar sem það er ekki fullnýtt. En hópurinn er aðeins að breytast. Við erum að sjá yngra fólk, ungmenni, sem eru í harðri neyslu og svo erum við með hóp sem hefur verið lengi viðloðandi gistiskýlið og það er draumurinn að fyrir þennan eldri hóp getum við fundið varanlegri búsetu," segir Regína. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Sextíu milljóna króna viðbótrarframlag til stuðnings við búsetu utangarðsfólks var samþykkt með breytingartillögum við fjárhagsáætlun borgarinnar í fyrradag. Það verður meðal annars nýtt til þess að fjölga starfsmönnum í vettvangsteymi borgarinnar en tillaga um það undir heitinu „Housing First" var samþykkt í velferðarráði í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stefnt að því að ráða þrjá til viðbótar í teymið á næstunni, en sex fyrir árið 2020. „Við viljum fjölga þeim starfsmönnum sem vinna úti á vettvangi, eru að aðstoða fólk, eru að aðstoða fólk við að koma í gistiskýlið, eru að fara heim til þeirra sem búa sjálfstætt og eru í mikilli neyslu," segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Til stendur að fjölga úrræðum sem standa fólki á vergangi og í neyslu til boða á næstunni. Í tillögunni sem var samþykkt í dag felst að fjölga íbúðum fyrir þá sem búa sjálfstætt með aðstoð vettvangsteymisins. Í dag eru íbúðirnar fjórtán en til stendur að fjölga þeim um tólf, eða fjórar á ári til ársins 2020.Fjórtan heimilislausir einstaklingar fá herbergi í Víðinesi eftir helgi.Eftir helgi fá einnig fjórtán einstaklingar, sem meðal annars búa nú á tjaldstæðinu í Laugardal, bráðabirgðahúsnæði á Víðinesi. Verið er að standsetja húsið og koma fyrir rúmum, ísskápum, sameiginlegu eldhúsi og sjónvarpsrými. Þar getur fólkið verið þar til varanlegra húsnæði býðst. Þá stendur til að fjölga smáhýsum fyrir utangarðsfólk sem eru þrjú í dag. Tvær gámaíbúðir til viðbótar eru tilbúnar til uppsetningar en leit af hentugri lóð stendur yfir. Í gistiskýlinu á Lindargötu eru 25 rúm fyrir heimilislausa og telur Regína þörf á endurskoðun starfseminnar til að rúma fleiri. „Það hefur komið fyrir, en það er örsjaldan, að það hefur þurft að vísa fólki frá gistiskýlinu vegna þess að það sé fullt, en það er oftar sem það er ekki fullnýtt. En hópurinn er aðeins að breytast. Við erum að sjá yngra fólk, ungmenni, sem eru í harðri neyslu og svo erum við með hóp sem hefur verið lengi viðloðandi gistiskýlið og það er draumurinn að fyrir þennan eldri hóp getum við fundið varanlegri búsetu," segir Regína.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira