Fyrstu útgönguspár í Frakklandi: Macron og Le Pen efst Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. apríl 2017 18:04 Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, Benoît Hamon, forsetaefni Sósíalista, Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, Emmanuel Macron, leiðtogi En Marche hreyfingarinnar, og Jean-Luc Mélenchon, forsetaefni vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise. Vísir/AFP Kjörstaðir í Frakklandi loka nú hver af fætum öðrum, en kosið var í stærstu borgum landsins allt til klukkan sex í kvöld, að íslenskum tíma. Fyrri umferð forsetakosninganna þar í landi, fer fram í dag. Búist er við því að úrslit verði ljós um klukkan átta í kvöld. Fyrstu tölur um útgönguspár birtust frá franska innanríkisráðuneytinu, nú um klukkan sex að íslenskum tíma.Spárnar benda til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron sé efstur, með 23,7 prósent fylgi, en rétt á eftir honum kemur frambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, með 21,7 prósent fylgi. Þar á eftir koma Jean-Luc Mélencholn, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, og repúblikaninn Francois Fillon, með um 19,5 prósent fylgi hvor. Síðari umferð kosninganna mun fara fram 7. maí næstkomandi, þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja frambjóðenda, sem hljóta flest atkvæði í kosningunum í dag. Allt bendir til þess að það verði þau Macron og Le Pen. Kosningaþátttaka hefur mælst um 69,42 prósent, sem er örlítið lægra en árið 2012, þegar 70,59 prósent Frakka kusu í fyrri umferðinni. Um er að ræða sögulegar kosningar, að því er virðist að öllu leyti, en skoðanakannanir benda til þess að í fyrsta skipti munu báðir frambjóðendur Repúblikana og Sósíalista ekki hljóta nægt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Þá er þetta í fyrsta skipti sem að sitjandi forseti býður sig ekki fram aftur, líkt og Francois Hollande að þessu sinni. Flestar kannanir höfðu áður bent til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron, ásamt frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, muni hljóta nægilegt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Macron, sem var áður í Sósíalistaflokknum fer fyrir En Marche hreyfingunni, en hana stofnaði hann fyrir ári síðan. Frambjóðendurnir tveir gætu ekki verið ólíkari, en Macron hefur talað fyrir frjálslyndri efnahagsstefnu, opnu Frakklandi og er hliðhollur Evrópusambandinu, á meðan Le Pen hefur talað gegn sambandinu, gegn innflytjendum og fyrir efnahagslegri verndarstefnu. Ljóst er þó að úrslit í kosningunum verða ekki ljós fyrr en að búið er að telja öll atkvæðin, enda talið næsta víst að lítill munur verði á fylgi efstu manna. Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Kjörstaðir í Frakklandi loka nú hver af fætum öðrum, en kosið var í stærstu borgum landsins allt til klukkan sex í kvöld, að íslenskum tíma. Fyrri umferð forsetakosninganna þar í landi, fer fram í dag. Búist er við því að úrslit verði ljós um klukkan átta í kvöld. Fyrstu tölur um útgönguspár birtust frá franska innanríkisráðuneytinu, nú um klukkan sex að íslenskum tíma.Spárnar benda til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron sé efstur, með 23,7 prósent fylgi, en rétt á eftir honum kemur frambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, með 21,7 prósent fylgi. Þar á eftir koma Jean-Luc Mélencholn, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, og repúblikaninn Francois Fillon, með um 19,5 prósent fylgi hvor. Síðari umferð kosninganna mun fara fram 7. maí næstkomandi, þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja frambjóðenda, sem hljóta flest atkvæði í kosningunum í dag. Allt bendir til þess að það verði þau Macron og Le Pen. Kosningaþátttaka hefur mælst um 69,42 prósent, sem er örlítið lægra en árið 2012, þegar 70,59 prósent Frakka kusu í fyrri umferðinni. Um er að ræða sögulegar kosningar, að því er virðist að öllu leyti, en skoðanakannanir benda til þess að í fyrsta skipti munu báðir frambjóðendur Repúblikana og Sósíalista ekki hljóta nægt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Þá er þetta í fyrsta skipti sem að sitjandi forseti býður sig ekki fram aftur, líkt og Francois Hollande að þessu sinni. Flestar kannanir höfðu áður bent til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron, ásamt frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, muni hljóta nægilegt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Macron, sem var áður í Sósíalistaflokknum fer fyrir En Marche hreyfingunni, en hana stofnaði hann fyrir ári síðan. Frambjóðendurnir tveir gætu ekki verið ólíkari, en Macron hefur talað fyrir frjálslyndri efnahagsstefnu, opnu Frakklandi og er hliðhollur Evrópusambandinu, á meðan Le Pen hefur talað gegn sambandinu, gegn innflytjendum og fyrir efnahagslegri verndarstefnu. Ljóst er þó að úrslit í kosningunum verða ekki ljós fyrr en að búið er að telja öll atkvæðin, enda talið næsta víst að lítill munur verði á fylgi efstu manna.
Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira