Tugir foreldra í Ólafsfirði senda börn sín ekki í skólann á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. apríl 2017 16:55 Frá Ólafsfirði. Vísir/GK Rúmlega 60 foreldrar í Ólafsfirði hafa tekið ákvörðun um að senda börn sín ekki í skólann á morgun í mótmælaskyni við ákvörðun Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar. Á fundi nefndarinnar þann 18. apríl síðastliðinn var samþykkt að fylgja „fyrirliggjandi fræðslustefnu Fjallabyggðar“ sem kveður á um að börn í 1. til 5. bekk í Ólafsfirði þurfi frá og með næsta hausti að sækja nám á Siglufirði og leggja þannig á sig um 16 kílómetra akstur á hverjum morgni. Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 1. Hildur Gyða Ríkharðsdóttir, ein þeirra sem að mótmælunum standa, segir þau vera tilraun foreldranna til að fá bæjaryfirvöld til að endurskoða þessa ákvörðun sína. „Þetta er í rauninni bara fyrsta skrefið að þá vonandi einhverju meira,“ segir Hildur sem gerir ráð fyrir því að mótmælum verið framhaldið allt þar til komið verður á fundi með stjórn grunnskólanna eða bæjaryfirvöldum. Markmið mótmælanna sé ekki síst að fá svör við spurningum sem leitað hafa á foreldrana enda hafi þeir lítið verið hafðir með í ráðum að sögn Hildar. „Það hafa ekki komið nógu góðar skýringar á því af hverju þetta er betra. Af hverju vilja þau skipta þessu svona upp? Er það sparnaður? Hver eru rökin? Á þetta eftir að hafa góð áhrif á frammistöðu nemenda í námi eða jákvæð áhrif á fjárhagslega stöðu bæjarins? Er nokkuð verið að hrófla við öllu fyrir kannski eitthvað sem á síðan ekki eftir að hafa neitt gott í för með sér? Í áliti meirihluta Fræðslu- og frístundanefndar segir að ákvörðunin sé liður í sameiningu allra skólastiga grunnskólans þar sem sé „horft bæði til faglegra og félagslegra þátta. Samkennslu í 1.- 4. bekk í báðum bæjarkjörnum verður hætt og þannig er tryggt að allir nemendur fái sömu námstækifæri í árgangaskiptum bekkjadeildum og að aukinn stöðugleiki í félagslegum tengslum náist,“ eins og þar stendur. Meirihlutinn vilji stuðla að betri námsárangri og auknum metnaði meðal nemenda. „Niðurstaða ytra mats á starfi Grunnskóla Fjallabyggðar sem unnið var árið 2016 kallar á viðbrögð og úrbætur en samkvæmt því er námsárangur nemenda ekki viðunandi og samþætta þarf betur kennslu á yngsta stigi. Einnig er mikilvægt að bregðast við brottfalli nemenda á unglingastigi úr tónlistarnámi,“ segir í álitinu. Jón Valgeir Baldursson, varabæjarfulltrúi B lista, greiddi einn atkvæði gegn ákvörðuninni og lagði til að áður færi fram kosning meðal íbúa Fjallabyggðar um málið í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar,“ segir Jón Valgeir í bókuninni og bætir við: „Ég tel rétt að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðri sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga börn á grunnskólaaldri.“ Tillaga hans var felld með 5 atkvæðum gegn 1. Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Sjá meira
Rúmlega 60 foreldrar í Ólafsfirði hafa tekið ákvörðun um að senda börn sín ekki í skólann á morgun í mótmælaskyni við ákvörðun Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar. Á fundi nefndarinnar þann 18. apríl síðastliðinn var samþykkt að fylgja „fyrirliggjandi fræðslustefnu Fjallabyggðar“ sem kveður á um að börn í 1. til 5. bekk í Ólafsfirði þurfi frá og með næsta hausti að sækja nám á Siglufirði og leggja þannig á sig um 16 kílómetra akstur á hverjum morgni. Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 1. Hildur Gyða Ríkharðsdóttir, ein þeirra sem að mótmælunum standa, segir þau vera tilraun foreldranna til að fá bæjaryfirvöld til að endurskoða þessa ákvörðun sína. „Þetta er í rauninni bara fyrsta skrefið að þá vonandi einhverju meira,“ segir Hildur sem gerir ráð fyrir því að mótmælum verið framhaldið allt þar til komið verður á fundi með stjórn grunnskólanna eða bæjaryfirvöldum. Markmið mótmælanna sé ekki síst að fá svör við spurningum sem leitað hafa á foreldrana enda hafi þeir lítið verið hafðir með í ráðum að sögn Hildar. „Það hafa ekki komið nógu góðar skýringar á því af hverju þetta er betra. Af hverju vilja þau skipta þessu svona upp? Er það sparnaður? Hver eru rökin? Á þetta eftir að hafa góð áhrif á frammistöðu nemenda í námi eða jákvæð áhrif á fjárhagslega stöðu bæjarins? Er nokkuð verið að hrófla við öllu fyrir kannski eitthvað sem á síðan ekki eftir að hafa neitt gott í för með sér? Í áliti meirihluta Fræðslu- og frístundanefndar segir að ákvörðunin sé liður í sameiningu allra skólastiga grunnskólans þar sem sé „horft bæði til faglegra og félagslegra þátta. Samkennslu í 1.- 4. bekk í báðum bæjarkjörnum verður hætt og þannig er tryggt að allir nemendur fái sömu námstækifæri í árgangaskiptum bekkjadeildum og að aukinn stöðugleiki í félagslegum tengslum náist,“ eins og þar stendur. Meirihlutinn vilji stuðla að betri námsárangri og auknum metnaði meðal nemenda. „Niðurstaða ytra mats á starfi Grunnskóla Fjallabyggðar sem unnið var árið 2016 kallar á viðbrögð og úrbætur en samkvæmt því er námsárangur nemenda ekki viðunandi og samþætta þarf betur kennslu á yngsta stigi. Einnig er mikilvægt að bregðast við brottfalli nemenda á unglingastigi úr tónlistarnámi,“ segir í álitinu. Jón Valgeir Baldursson, varabæjarfulltrúi B lista, greiddi einn atkvæði gegn ákvörðuninni og lagði til að áður færi fram kosning meðal íbúa Fjallabyggðar um málið í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar,“ segir Jón Valgeir í bókuninni og bætir við: „Ég tel rétt að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðri sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga börn á grunnskólaaldri.“ Tillaga hans var felld með 5 atkvæðum gegn 1.
Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Sjá meira