Fótbolti

Freyr hundóánægður: Hvernig réttlætir hún þetta víti miðað við brotið á Fanndísi?

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Freyr var niðurlútur að leikslokum.
Freyr var niðurlútur að leikslokum. Vísir/Getty
„Þetta er gríðarlega svekkjandi, ég er að reyna að hafa stjórn á tilfinningum mínum en það ömurlegt þegar leikir klárast á ákvörðunum dómarans. Ég er eðlilega ekki sáttur,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, grautfúll í viðtali við Rúv í beinni útsendingu eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld.

Freyr sagði það mismunandi hvernig starfsmenn liðanna og leikmenn fengu að haga sér.

„Dómaratríóið var sett undir pressu frá sínum yfirmönnum að við mættum ekki sveifla höndum og tala hátt, það var mjög viðkvæmt. Við verðum að passa okkur að því eða þau að reyna að aðlaga sig að svona fótbolta. Svo eru stór atvik sem geta dottið hvoru megin við línuna,“ sagði Freyr og hélt áfram:

„Hvernig ætlar hún að réttlæta þetta víti þegar hún sleppir brotinu á Fanndísi inn í teignum? Það var auðvelt fyrir hana að sleppa stóru ákvörðunum þegar kom að okkur en það var erfitt fyrir hana þegar stóru nöfnin hjá Frökkum fóru að kvarta. Hún réði ekki við þessi stóru nöfn.“

Sjá einnig: Umfjöllun: Frakkland - Ísland 0-1 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi

Þrátt fyrir allt saman var Freyr stoltur af stelpunum.

„Frammistaðan frábær, við fengum þau færi sem við settum upp með og áttum eflaust að gera betur í að klára þau. Við gátum gert margt betur en frammistaðan var frábær og hugarfar allra leikmannana til fyrirmyndar. Við lokuðum vel á þær og Guðbjörg tók það sem kom á hana, ég get ekki verið annað en hrikalega stoltur eftir svona frammistöðu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×