Sigurpáll, sem er 21 árs, kemur til Fjölnis frá Fram. Hann var fyrirliði Fram í Inkasso-deildinni á síðasta tímabili.
Sigurpáll lék alls 38 leiki með Fram í Inkasso-deildinni og skoraði tvö mörk. Þá lék hann 21 leik með Aftureldingu í 2. deildinni á árunum 2014-15.
Sigurpáll er fyrsti leikmaðurinn sem Ólafur Páll Snorrason, nýr þjálfari Fjölnis, fær til félagsins eftir að hann tók við.
Fjölnir endaði í 10. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili. Að því loknu hætti Ágúst Gylfason með liðið og Ólafur Páll tók við.
Nýjasti leikmaður meistaraflokks karla! Sigurpáll Melberg hefur skrifað undir 3 ára samning við félagið (staðfest) #FélagiðOkkar pic.twitter.com/ufjxXUpGa7
— Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) October 31, 2017