Baðstofan sem rannsóknarstofa Sigríður Jónsdóttir skrifar 31. október 2017 14:00 Leikararnir í hlutverkum sínum í verkinu Natan í Borgarleikhúsinu. Mynd/Tobbi Leikhús Natan eftir Sölku Guðmundsdóttur og leikhópinn Borgarleikhúsið í samstarfi við Aldrei óstelandi Leikstjóri: Marta Nordal Leikarar: Stefán Hallur Stefánsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Birna Rún Eiríksdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Tónlist og hljóðmynd: Guðmundur Vignir Karlsson Myndbandshönnun: Kjartan Darri Kristjánsson Margir telja sig þekkja söguna af morðinu á Natani Ketilssyni enda hefur hún verið skoðuð og endurskoðuð fjölmörgum sinnum í akademískum greinum, bíómyndum og skáldsögum. En leikhópurinn Aldrei óstelandi í samvinnu við Borgarleikhúsið býður áhorfendum ekki bara á nýja túlkun á örlögum þeirra Agnesar, Friðriks og Sigríðar heldur tækifæri til að skoða ástæður ofbeldisverksins frá mörgum mismunandi sjónarhornum. Hver var rótin að þessum hrottalega glæp? Hver ber ábyrgðina? Er hægt að vita það með vissu? Handritið er í umsjá Sölku Guðmundsdóttur með aðstoð leikhópsins og ekki fer framhjá neinum hversu tæknilega fær hún er í textauppbyggingu og formi. Samt sýnir hún á sér nýjar hliðar með tilraunakenndri nálgun á klassískan texta. Senurnar eru snarpar, umgjörð framvindunnar sterk og hljómburður textans minnir oft frekar á tónverk en leiktexta. Þetta er jákvæð framför og góð sem ber vonandi þess merki að hún skrifi fleiri dramatísk verk í náinni framtíð. Naumhyggjan hefur verið eitt aðalsmerki Mörtu Nordal síðastliðin misseri og hefur hún gott vald á þessari fagurfræði. Þess væri þó óskandi að hún hætti sér aðeins út á ókönnuð mið því nú er kominn tími til að hrista upp í þessari stílhreinu nálgun. Uppstillingar leikaranna verða stundum orkulausar, einstaka ákvarðanir s.s. glímudans þeirra Friðriks og Natans vondar og uppbrotin ganga ekki alltaf upp. Þrátt fyrir gallana er hugmyndaheimur hennar ávallt áhugaverður og krefjandi fyrir leikara. Leikarahópurinn myndar sterka heild og allir leikararnir fá sitt tækifæri til að setja sitt mark á sýninguna. Leikverkinu er skipt upp í fjóra þætti byggða á tilgátum um orsök morðsins: ofbeldi, ástríða, ágirnd og misnotkun. Af kvartettinum er Edda Björg Eyjólfsdóttir sterkust í sinni vinnu og sýnir fjölbreyttar hliðar á hinni skemmdu Agnesi sem gerir allt sem hún getur til að lifa af. Stefán Hallur Stefánsson situr uppi með svolítið flatan karakter en sýnir styrk sinn í einræðu Natans um frelsið. Þau Birna Rún Eiríksdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson ná góðri tengingu við sakleysi og varnarleysi Sigríðar og Friðriks en þurfa bæði að stækka tilfinningaskalann. Leikmyndin er stílhrein, nánast sótthreinsuð. Litla sviðið er afmarkað af þrívíðum trékassa með bakvegg en Axel Hallkell Jóhannesson sér um hönnunina. Rýmið skapar návígi og einangrun sem kyndir undir tilfinningaróti persónanna en sjónlínan var oft takmörkuð af fremri póstum baðstofunnar. Grá bómullarfötin, hönnuð af Helgu I. Stefánsdóttur endurspegla vinnuföt 19. aldarinnar á nýstárlegan hátt og lýsingin er í góðum höndum Jóns Þorgeirs Kristjánssonar þar sem fallega er unnið með skugga og skæra birtu. Svipuð þemu má finna í hljóðmynd og tónlist Guðmundar Vignis Karlssonar en hann finnur þó hugmyndafræðilega dýpt í sínu verkefni sem kannski skortir örlítið annars staðar. Tónlistin endurspeglar inntak verksins og notkunin á hljóðvídd míkrófónanna er áhrifarík. Einnig er myndbandshönnun Kjartans Darra snjöll og skynsamlega notuð. Natan er útpæld og forvitnileg sýning en aðstandendur hennar treysta kannski um of á einfalda nálgun sem verður frekar einhæf þrátt fyrir stuttan sýningartíma. Aftur á móti er handritið lipurlega útfært, skýrt og merki þess að Salka sé að finna taktinn á ný.Niðurstaða: Athyglisvert sjónarhorn á sögu sem margir telja sig þekkja.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. október. Leikhús Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Leikhús Natan eftir Sölku Guðmundsdóttur og leikhópinn Borgarleikhúsið í samstarfi við Aldrei óstelandi Leikstjóri: Marta Nordal Leikarar: Stefán Hallur Stefánsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Birna Rún Eiríksdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Tónlist og hljóðmynd: Guðmundur Vignir Karlsson Myndbandshönnun: Kjartan Darri Kristjánsson Margir telja sig þekkja söguna af morðinu á Natani Ketilssyni enda hefur hún verið skoðuð og endurskoðuð fjölmörgum sinnum í akademískum greinum, bíómyndum og skáldsögum. En leikhópurinn Aldrei óstelandi í samvinnu við Borgarleikhúsið býður áhorfendum ekki bara á nýja túlkun á örlögum þeirra Agnesar, Friðriks og Sigríðar heldur tækifæri til að skoða ástæður ofbeldisverksins frá mörgum mismunandi sjónarhornum. Hver var rótin að þessum hrottalega glæp? Hver ber ábyrgðina? Er hægt að vita það með vissu? Handritið er í umsjá Sölku Guðmundsdóttur með aðstoð leikhópsins og ekki fer framhjá neinum hversu tæknilega fær hún er í textauppbyggingu og formi. Samt sýnir hún á sér nýjar hliðar með tilraunakenndri nálgun á klassískan texta. Senurnar eru snarpar, umgjörð framvindunnar sterk og hljómburður textans minnir oft frekar á tónverk en leiktexta. Þetta er jákvæð framför og góð sem ber vonandi þess merki að hún skrifi fleiri dramatísk verk í náinni framtíð. Naumhyggjan hefur verið eitt aðalsmerki Mörtu Nordal síðastliðin misseri og hefur hún gott vald á þessari fagurfræði. Þess væri þó óskandi að hún hætti sér aðeins út á ókönnuð mið því nú er kominn tími til að hrista upp í þessari stílhreinu nálgun. Uppstillingar leikaranna verða stundum orkulausar, einstaka ákvarðanir s.s. glímudans þeirra Friðriks og Natans vondar og uppbrotin ganga ekki alltaf upp. Þrátt fyrir gallana er hugmyndaheimur hennar ávallt áhugaverður og krefjandi fyrir leikara. Leikarahópurinn myndar sterka heild og allir leikararnir fá sitt tækifæri til að setja sitt mark á sýninguna. Leikverkinu er skipt upp í fjóra þætti byggða á tilgátum um orsök morðsins: ofbeldi, ástríða, ágirnd og misnotkun. Af kvartettinum er Edda Björg Eyjólfsdóttir sterkust í sinni vinnu og sýnir fjölbreyttar hliðar á hinni skemmdu Agnesi sem gerir allt sem hún getur til að lifa af. Stefán Hallur Stefánsson situr uppi með svolítið flatan karakter en sýnir styrk sinn í einræðu Natans um frelsið. Þau Birna Rún Eiríksdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson ná góðri tengingu við sakleysi og varnarleysi Sigríðar og Friðriks en þurfa bæði að stækka tilfinningaskalann. Leikmyndin er stílhrein, nánast sótthreinsuð. Litla sviðið er afmarkað af þrívíðum trékassa með bakvegg en Axel Hallkell Jóhannesson sér um hönnunina. Rýmið skapar návígi og einangrun sem kyndir undir tilfinningaróti persónanna en sjónlínan var oft takmörkuð af fremri póstum baðstofunnar. Grá bómullarfötin, hönnuð af Helgu I. Stefánsdóttur endurspegla vinnuföt 19. aldarinnar á nýstárlegan hátt og lýsingin er í góðum höndum Jóns Þorgeirs Kristjánssonar þar sem fallega er unnið með skugga og skæra birtu. Svipuð þemu má finna í hljóðmynd og tónlist Guðmundar Vignis Karlssonar en hann finnur þó hugmyndafræðilega dýpt í sínu verkefni sem kannski skortir örlítið annars staðar. Tónlistin endurspeglar inntak verksins og notkunin á hljóðvídd míkrófónanna er áhrifarík. Einnig er myndbandshönnun Kjartans Darra snjöll og skynsamlega notuð. Natan er útpæld og forvitnileg sýning en aðstandendur hennar treysta kannski um of á einfalda nálgun sem verður frekar einhæf þrátt fyrir stuttan sýningartíma. Aftur á móti er handritið lipurlega útfært, skýrt og merki þess að Salka sé að finna taktinn á ný.Niðurstaða: Athyglisvert sjónarhorn á sögu sem margir telja sig þekkja.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. október.
Leikhús Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira