Skógarbóndi vill losna við níu þúsund kindur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. október 2017 06:00 Kindur komast af afréttinum inn á Króksjörðina um hlið sem leitarmenn opna. Mynd/Jón Hjörtur Brjánsson „Við erum bara að reyna að verja okkar skógræktarland,“ segir Gunnar Jónsson á Króki í Norðurárdal, sem hefur stefnt Borgarbyggð fyrir dómstóla til að fá viðurkenningu á því að sveitarfélagið megi ekki heimila að farið sé með fé af fjalli á haustin um lönd hans. Fram kemur í stefnu Gunnars að Borgarbyggð telji sig hafa rétt til að heimila afréttarmönnum á leið í Þverárrétt að láta fé, sem rásar af fjallinu síðustu vikurnar fyrir leitir að hausti, safnast á landi Króks og vera þar á beit. Einnig að sveitarfélagið telji sig geta leyft þeim að reka safn af fjalli inn á land Króks og hafa það þar á beit í eina nótt áður en það er rekið til Þverárréttar. Í safninu séu um níu þúsund kindur.Gunnar Jónsson í KrókiÍ stefnu Gunnars segir að til þess að tryggja að féð safnist á land Króks vikurnar fyrir réttir opni menn á vegum Borgarbyggðar hlið að landi hans „án samþykkis hans og reyndar gegn vilja hans og banni. Þannig fór þessu fram á þessu hausti.“ Til vara krefst Gunnar þess, að verði Borgarbyggð dæmdur réttur til að heimila gegnumrekstur um óræktað land Króks, verði að reka það „viðstöðulaust án dvalar í landi jarðarinnar“. Krefst hann að sú heimild renni út árið 2020 þegar hefja eigi skógrækt á jörðinni allri. „Þetta hentar svolítið illa því Krókur er skógræktarjörð,“ segir Gunnar, sem orðinn er 84 ára og hefur síðan árið 2000 ræktað fjölnytjaskóg á 126 hekturum lands samkvæmt samningi við Vesturlandsskóga. Hann ræktar birki og aspir auk furu, sitkagrenis og lerkis. „Það má vel vera að þessar aðstæður séu víðar í landinu þannig að það hefur almenna þýðingu að fá úr þessu skorið fyrir dómstólum en auðvitað hefur þetta mesta þýðingu fyrir okkur.“ Að sögn Gunnars eru aðrar leiðir færar með fé af fjalli heldur en sú sem farin er í dag og hefur verið notuð frá árinu 1958. Í dag sé féð rekið meðfram girðingunni sem aðskilur skógræktarlandið frá beitarlandi jarðarinnar niður í Þverárhlíð. „Þetta er ansi mikið álag á skógræktina hér. Það heldur engin girðing hundrað prósent. Féð leitar inn í skógræktarlandið og við höfum orðið fyrir verulegu tjóni af því.“ Gunnar leggur sérstaka áherslu á að sé þessi réttur Borgarbyggðar fyrir hendi þá beri að fara um landið án þess að það sé nokkuð stoppað. „Borgarbyggð telur sig eiga á rétt á því að reka fé í gegn um heimalönd til réttar að haustinu. Það er ákvæði í fjallskilasamþykkt sem heimilar þetta. Það styðst ekki við lög en hugsanlega við hefðir,“ útskýrir Króksbóndinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Við erum bara að reyna að verja okkar skógræktarland,“ segir Gunnar Jónsson á Króki í Norðurárdal, sem hefur stefnt Borgarbyggð fyrir dómstóla til að fá viðurkenningu á því að sveitarfélagið megi ekki heimila að farið sé með fé af fjalli á haustin um lönd hans. Fram kemur í stefnu Gunnars að Borgarbyggð telji sig hafa rétt til að heimila afréttarmönnum á leið í Þverárrétt að láta fé, sem rásar af fjallinu síðustu vikurnar fyrir leitir að hausti, safnast á landi Króks og vera þar á beit. Einnig að sveitarfélagið telji sig geta leyft þeim að reka safn af fjalli inn á land Króks og hafa það þar á beit í eina nótt áður en það er rekið til Þverárréttar. Í safninu séu um níu þúsund kindur.Gunnar Jónsson í KrókiÍ stefnu Gunnars segir að til þess að tryggja að féð safnist á land Króks vikurnar fyrir réttir opni menn á vegum Borgarbyggðar hlið að landi hans „án samþykkis hans og reyndar gegn vilja hans og banni. Þannig fór þessu fram á þessu hausti.“ Til vara krefst Gunnar þess, að verði Borgarbyggð dæmdur réttur til að heimila gegnumrekstur um óræktað land Króks, verði að reka það „viðstöðulaust án dvalar í landi jarðarinnar“. Krefst hann að sú heimild renni út árið 2020 þegar hefja eigi skógrækt á jörðinni allri. „Þetta hentar svolítið illa því Krókur er skógræktarjörð,“ segir Gunnar, sem orðinn er 84 ára og hefur síðan árið 2000 ræktað fjölnytjaskóg á 126 hekturum lands samkvæmt samningi við Vesturlandsskóga. Hann ræktar birki og aspir auk furu, sitkagrenis og lerkis. „Það má vel vera að þessar aðstæður séu víðar í landinu þannig að það hefur almenna þýðingu að fá úr þessu skorið fyrir dómstólum en auðvitað hefur þetta mesta þýðingu fyrir okkur.“ Að sögn Gunnars eru aðrar leiðir færar með fé af fjalli heldur en sú sem farin er í dag og hefur verið notuð frá árinu 1958. Í dag sé féð rekið meðfram girðingunni sem aðskilur skógræktarlandið frá beitarlandi jarðarinnar niður í Þverárhlíð. „Þetta er ansi mikið álag á skógræktina hér. Það heldur engin girðing hundrað prósent. Féð leitar inn í skógræktarlandið og við höfum orðið fyrir verulegu tjóni af því.“ Gunnar leggur sérstaka áherslu á að sé þessi réttur Borgarbyggðar fyrir hendi þá beri að fara um landið án þess að það sé nokkuð stoppað. „Borgarbyggð telur sig eiga á rétt á því að reka fé í gegn um heimalönd til réttar að haustinu. Það er ákvæði í fjallskilasamþykkt sem heimilar þetta. Það styðst ekki við lög en hugsanlega við hefðir,“ útskýrir Króksbóndinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira