Innlent

Snowden myndi tafarlaust þiggja íslenskan ríkisborgararétt

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Banda­ríski upp­ljóstr­ar­inn Edw­ard Snowd­en ávarpaði Pírata í dag á aðal­fundi flokks­ins sem fer fram í Vals­heim­il­inu.
Banda­ríski upp­ljóstr­ar­inn Edw­ard Snowd­en ávarpaði Pírata í dag á aðal­fundi flokks­ins sem fer fram í Vals­heim­il­inu. Viktor Orri Valgarðsson
Edward Snowden myndi tafarlaust þiggja íslenskan ríkisborgararétt ef það stæði honum til boða. Þetta sagði hann í svari við spurningu Oktavíu Hrund Jónsdóttur, varaþingmanns Pírata á aðalfundi flokksins rétt í þessu.

Eins og Vísir greindi frá hélt Edward Snowden erindi á aðalfundi Pírata í gegnum vefmyndavél. Tók hann svo við spurningum að loknu erindi.

Snowden hefur sótt um ríkisborgararétt í fjölmörgum löndum en ekkert land hefur orðið við hans beiðni. Sótti hann til að mynda um ríkisborgararétt hér á landi.

Helgi Hrafn Gunnarsson, Birgitta Jónsdóttir og Jón Þór Ólafsson þingmenn Pírata, Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna, Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar og Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar lögðu fram frumvarp árið 2013 um að veita Edward Snowden tafarlaust íslenskan ríkisborgararéttur. Var frumvarpið ekki samþykkt.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá erindi Snowden í heild sinni.

Upphaflega stóð í fréttinni að Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata, hefði spurt Snowden um íslenskan ríkisborgararétt en það var Oktavía Hrund Jónsdóttir sem bar upp spurninguna fyrir hönd Viktors.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×