Sjáðu markið hjá Matta Villa og stoðsendingu Óttars | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. apríl 2017 16:30 Óttar Magnússon karlsson byrjar vel í Noregi. vísir/getty Íslendingaliðin Rosenborg og Molde eru bæði með sex stig eftir fyrstu tvo leiki sína í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en þau unnu bæði leiki sína í gærkvöldi. Rosenborg fylgdi eftir 3-0 sigri á Odd í fyrstu umferðinni með öðrum 3-0 sigri á Sandefjord á útivelli en Ingvar Jónsson, landsliðsmarkvörður Íslands, stendur vaktina í marki Sandefjord. Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark Rosenborgar í leiknum eftir að markalaust var í hálfleik. Sandefjord missti mann af velli á lokamínútu fyrri hálfleiksins og gengu meistararnir á lagið í þeim síðari. Matthías skoraði með skalla af stuttu færi eftir fallega sókn Rosenborgar en hann fékk stoðsendingu frá Fredrik Midtsjö. Þetta er fyrsta mark Matthíasar á tímabilinu en hann var ónotaður varamaður í fyrsta leik. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, stillti upp ungu íslensku framherjapari í 2-1 sigri á Lilleström í gær. Björn Bergmann Sigurðarson er búinn að byrja báða leiki Molde á tímabilinu en hann lagði upp sigurmarkið í fyrstu umferð. Hann hélt vitaskuld sæti sínu í byrjunarliðinu en Óttar Magnús Karlsson kom inn í liðið fyrir Fredrik Brustad sem skoraði sigurmarkið á móti Kristiansund í fyrstu umferðinni. Óttar byrjaði vel í sínum fyrsta leik sem atvinnumaður í efstu deild og lagði upp fyrra mark Molde með fallegri sendingu inn fyrir vörnina. Sander Svendsen þakkaði kærlega fyrir sig og skoraði einn á móti markverði Lilleström. Óttar fékk boltann eftir að Senegalinn Babacar Sarr vann skallaeinvígi á miðjunni en sá öflugi miðjumaður spilaði með Selfossi í Pepsi-deildinni fyrir fimm árum síðan.Smelltu hér til að sjá markið hjá Matta Villa en sóknin hefst á 2:20.Smelltu hér til að sjá stoðsendingu Óttars Magnúsar en sóknin hefst á 1:14. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Íslendingaliðin Rosenborg og Molde eru bæði með sex stig eftir fyrstu tvo leiki sína í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en þau unnu bæði leiki sína í gærkvöldi. Rosenborg fylgdi eftir 3-0 sigri á Odd í fyrstu umferðinni með öðrum 3-0 sigri á Sandefjord á útivelli en Ingvar Jónsson, landsliðsmarkvörður Íslands, stendur vaktina í marki Sandefjord. Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark Rosenborgar í leiknum eftir að markalaust var í hálfleik. Sandefjord missti mann af velli á lokamínútu fyrri hálfleiksins og gengu meistararnir á lagið í þeim síðari. Matthías skoraði með skalla af stuttu færi eftir fallega sókn Rosenborgar en hann fékk stoðsendingu frá Fredrik Midtsjö. Þetta er fyrsta mark Matthíasar á tímabilinu en hann var ónotaður varamaður í fyrsta leik. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, stillti upp ungu íslensku framherjapari í 2-1 sigri á Lilleström í gær. Björn Bergmann Sigurðarson er búinn að byrja báða leiki Molde á tímabilinu en hann lagði upp sigurmarkið í fyrstu umferð. Hann hélt vitaskuld sæti sínu í byrjunarliðinu en Óttar Magnús Karlsson kom inn í liðið fyrir Fredrik Brustad sem skoraði sigurmarkið á móti Kristiansund í fyrstu umferðinni. Óttar byrjaði vel í sínum fyrsta leik sem atvinnumaður í efstu deild og lagði upp fyrra mark Molde með fallegri sendingu inn fyrir vörnina. Sander Svendsen þakkaði kærlega fyrir sig og skoraði einn á móti markverði Lilleström. Óttar fékk boltann eftir að Senegalinn Babacar Sarr vann skallaeinvígi á miðjunni en sá öflugi miðjumaður spilaði með Selfossi í Pepsi-deildinni fyrir fimm árum síðan.Smelltu hér til að sjá markið hjá Matta Villa en sóknin hefst á 2:20.Smelltu hér til að sjá stoðsendingu Óttars Magnúsar en sóknin hefst á 1:14.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira