Sjáðu markið hjá Matta Villa og stoðsendingu Óttars | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. apríl 2017 16:30 Óttar Magnússon karlsson byrjar vel í Noregi. vísir/getty Íslendingaliðin Rosenborg og Molde eru bæði með sex stig eftir fyrstu tvo leiki sína í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en þau unnu bæði leiki sína í gærkvöldi. Rosenborg fylgdi eftir 3-0 sigri á Odd í fyrstu umferðinni með öðrum 3-0 sigri á Sandefjord á útivelli en Ingvar Jónsson, landsliðsmarkvörður Íslands, stendur vaktina í marki Sandefjord. Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark Rosenborgar í leiknum eftir að markalaust var í hálfleik. Sandefjord missti mann af velli á lokamínútu fyrri hálfleiksins og gengu meistararnir á lagið í þeim síðari. Matthías skoraði með skalla af stuttu færi eftir fallega sókn Rosenborgar en hann fékk stoðsendingu frá Fredrik Midtsjö. Þetta er fyrsta mark Matthíasar á tímabilinu en hann var ónotaður varamaður í fyrsta leik. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, stillti upp ungu íslensku framherjapari í 2-1 sigri á Lilleström í gær. Björn Bergmann Sigurðarson er búinn að byrja báða leiki Molde á tímabilinu en hann lagði upp sigurmarkið í fyrstu umferð. Hann hélt vitaskuld sæti sínu í byrjunarliðinu en Óttar Magnús Karlsson kom inn í liðið fyrir Fredrik Brustad sem skoraði sigurmarkið á móti Kristiansund í fyrstu umferðinni. Óttar byrjaði vel í sínum fyrsta leik sem atvinnumaður í efstu deild og lagði upp fyrra mark Molde með fallegri sendingu inn fyrir vörnina. Sander Svendsen þakkaði kærlega fyrir sig og skoraði einn á móti markverði Lilleström. Óttar fékk boltann eftir að Senegalinn Babacar Sarr vann skallaeinvígi á miðjunni en sá öflugi miðjumaður spilaði með Selfossi í Pepsi-deildinni fyrir fimm árum síðan.Smelltu hér til að sjá markið hjá Matta Villa en sóknin hefst á 2:20.Smelltu hér til að sjá stoðsendingu Óttars Magnúsar en sóknin hefst á 1:14. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sjá meira
Íslendingaliðin Rosenborg og Molde eru bæði með sex stig eftir fyrstu tvo leiki sína í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en þau unnu bæði leiki sína í gærkvöldi. Rosenborg fylgdi eftir 3-0 sigri á Odd í fyrstu umferðinni með öðrum 3-0 sigri á Sandefjord á útivelli en Ingvar Jónsson, landsliðsmarkvörður Íslands, stendur vaktina í marki Sandefjord. Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark Rosenborgar í leiknum eftir að markalaust var í hálfleik. Sandefjord missti mann af velli á lokamínútu fyrri hálfleiksins og gengu meistararnir á lagið í þeim síðari. Matthías skoraði með skalla af stuttu færi eftir fallega sókn Rosenborgar en hann fékk stoðsendingu frá Fredrik Midtsjö. Þetta er fyrsta mark Matthíasar á tímabilinu en hann var ónotaður varamaður í fyrsta leik. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, stillti upp ungu íslensku framherjapari í 2-1 sigri á Lilleström í gær. Björn Bergmann Sigurðarson er búinn að byrja báða leiki Molde á tímabilinu en hann lagði upp sigurmarkið í fyrstu umferð. Hann hélt vitaskuld sæti sínu í byrjunarliðinu en Óttar Magnús Karlsson kom inn í liðið fyrir Fredrik Brustad sem skoraði sigurmarkið á móti Kristiansund í fyrstu umferðinni. Óttar byrjaði vel í sínum fyrsta leik sem atvinnumaður í efstu deild og lagði upp fyrra mark Molde með fallegri sendingu inn fyrir vörnina. Sander Svendsen þakkaði kærlega fyrir sig og skoraði einn á móti markverði Lilleström. Óttar fékk boltann eftir að Senegalinn Babacar Sarr vann skallaeinvígi á miðjunni en sá öflugi miðjumaður spilaði með Selfossi í Pepsi-deildinni fyrir fimm árum síðan.Smelltu hér til að sjá markið hjá Matta Villa en sóknin hefst á 2:20.Smelltu hér til að sjá stoðsendingu Óttars Magnúsar en sóknin hefst á 1:14.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sjá meira