Gagnrýna áform stjórnarinnar um lækkun á virðisaukaskatti Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. apríl 2017 06:00 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Áform ríkisstjórnarinnar um lækkun efra þreps virðisaukaskatts sæta gagnrýni. Prófessor í hagfræði segir að aðhald í ríkisfjármálum mætti vera meira. Stjórnarandstöðuþingmenn segja kosningaloforð um sókn í innviðauppbyggingu vera svikin. Ríkisfjármálaáætlun 2018-2022 var rædd á Alþingi í gær. „Ég er mjög fylgjandi því að ríkið sýni aðhald og þessar fimm ára áætlanir eru mikið framfaraskref. Nákvæmlega eins og efnahagsástandið er núna þá hefði ég haldið að ríkið ætti að passa upp á aðhald,“ segir Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Þótt mörgum finnist það ósanngjarnt þá held ég að það hefði verið eðlilegra að leggja enn meiri áherslu á að lækka skuldir og geta þá frekar bætt við ef og þegar efnahagsástand versnar aftur,“ segir Daði Már. Eins og fram hefur komið verður virðisaukaskattur á ferðaþjónustu færður í efra skattþrep, en á móti verður efra skattþrepið lækkað úr 24 prósentum í 22,5. Daði hefur efasemdir um þessa lækkun. „Einhver rök hníga að því að frekar hefði átt að nota þennan pening til að lækka skuldir ríkisins,“ segir hann. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur líka áhyggjur af lækkun efra þrepsins. „Ég veit ekki hvenær við ætlum að læra Íslendingar, þetta er nákvæmlega það sama og gerðist fyrir hrun. Mikill hagvöxtur og þá eru menn að lækka skatta líka,“ segir hún. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir hins vegar að í skattalækkuninni felist mikil kjarabót fyrir almenna neytendur. „Og dregur því úr þörf fyrir almennar kauphækkanir,“ sagði hann á Alþingi í gær. Oddný er afar ósátt við fjármálaáætlunina og segir kosningaloforð hafa verið svikin. „Mér líst ekkert á þetta. Ég er öskureið bara,“ segir Oddný. Hún segir einu uppbygginguna í heilbrigðiskerfinu sem gert sé ráð fyrir vera í byggingu nýs Landspítala. Ekki sé gert ráð fyrir auknu fjármagni til tækjakaupa, styttingar biðlista eða annars. Þá sé engin uppbygging í hjúkrunarheimilum fyrir aldraða áformuð, umfram það sem áður hafði verið áætlað. „Svo eru skólarnir sveltir og við erum á toppi góðæris,“ segir Oddný. Katrín Jakobsdóttir tekur undir með Oddnýju og segir að hún hefði viljað styrkja tekjustofna til að auka jöfnuð í samfélaginu. „Það er auðvitað ekki verið að gera það. Það er fremur verið að halda áfram á braut skattalækkana. Það er ekki boðuð sú sókn sem allir stjórnmálaflokkar lofuðu fyrir síðustu kosningar. Sem er mikið umhugsunarefni,“ segir hún. Skatttekjur og arðgreiðslur fari í uppbyggingu Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi segja í yfirlýsingu að í fjármálaáætluninni sé aukin velsæld, jöfnuður og brýn uppbygging innviða samfélagsins ekki í forgangi. „Það er ámælisvert, sérstaklega í ljósi þess að eftir mörg mögur ár frá bankahruni hefur myndast svigrúm til þess að gera betur. Þessi ríkisstjórn hyggst ekki nýta sér það svigrúm til hagsbóta fyrir alla,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina ekki horfast í augu við nauðsyn þess að styrkja tekjustofna ríkisins með réttlátum hætti þannig að skattkerfið og arður af auðlindum tryggi í senn öflugt samfélag og auki jöfnuð. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Áform ríkisstjórnarinnar um lækkun efra þreps virðisaukaskatts sæta gagnrýni. Prófessor í hagfræði segir að aðhald í ríkisfjármálum mætti vera meira. Stjórnarandstöðuþingmenn segja kosningaloforð um sókn í innviðauppbyggingu vera svikin. Ríkisfjármálaáætlun 2018-2022 var rædd á Alþingi í gær. „Ég er mjög fylgjandi því að ríkið sýni aðhald og þessar fimm ára áætlanir eru mikið framfaraskref. Nákvæmlega eins og efnahagsástandið er núna þá hefði ég haldið að ríkið ætti að passa upp á aðhald,“ segir Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Þótt mörgum finnist það ósanngjarnt þá held ég að það hefði verið eðlilegra að leggja enn meiri áherslu á að lækka skuldir og geta þá frekar bætt við ef og þegar efnahagsástand versnar aftur,“ segir Daði Már. Eins og fram hefur komið verður virðisaukaskattur á ferðaþjónustu færður í efra skattþrep, en á móti verður efra skattþrepið lækkað úr 24 prósentum í 22,5. Daði hefur efasemdir um þessa lækkun. „Einhver rök hníga að því að frekar hefði átt að nota þennan pening til að lækka skuldir ríkisins,“ segir hann. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur líka áhyggjur af lækkun efra þrepsins. „Ég veit ekki hvenær við ætlum að læra Íslendingar, þetta er nákvæmlega það sama og gerðist fyrir hrun. Mikill hagvöxtur og þá eru menn að lækka skatta líka,“ segir hún. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir hins vegar að í skattalækkuninni felist mikil kjarabót fyrir almenna neytendur. „Og dregur því úr þörf fyrir almennar kauphækkanir,“ sagði hann á Alþingi í gær. Oddný er afar ósátt við fjármálaáætlunina og segir kosningaloforð hafa verið svikin. „Mér líst ekkert á þetta. Ég er öskureið bara,“ segir Oddný. Hún segir einu uppbygginguna í heilbrigðiskerfinu sem gert sé ráð fyrir vera í byggingu nýs Landspítala. Ekki sé gert ráð fyrir auknu fjármagni til tækjakaupa, styttingar biðlista eða annars. Þá sé engin uppbygging í hjúkrunarheimilum fyrir aldraða áformuð, umfram það sem áður hafði verið áætlað. „Svo eru skólarnir sveltir og við erum á toppi góðæris,“ segir Oddný. Katrín Jakobsdóttir tekur undir með Oddnýju og segir að hún hefði viljað styrkja tekjustofna til að auka jöfnuð í samfélaginu. „Það er auðvitað ekki verið að gera það. Það er fremur verið að halda áfram á braut skattalækkana. Það er ekki boðuð sú sókn sem allir stjórnmálaflokkar lofuðu fyrir síðustu kosningar. Sem er mikið umhugsunarefni,“ segir hún. Skatttekjur og arðgreiðslur fari í uppbyggingu Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi segja í yfirlýsingu að í fjármálaáætluninni sé aukin velsæld, jöfnuður og brýn uppbygging innviða samfélagsins ekki í forgangi. „Það er ámælisvert, sérstaklega í ljósi þess að eftir mörg mögur ár frá bankahruni hefur myndast svigrúm til þess að gera betur. Þessi ríkisstjórn hyggst ekki nýta sér það svigrúm til hagsbóta fyrir alla,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina ekki horfast í augu við nauðsyn þess að styrkja tekjustofna ríkisins með réttlátum hætti þannig að skattkerfið og arður af auðlindum tryggi í senn öflugt samfélag og auki jöfnuð.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira