Áhorfendur kalla eftir brottrekstri sannsöguls fréttaþular Fox Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2017 19:06 Shepard Smith. Vísir/Getty Shepard Smith, fréttaþulur Fox News, gerði áhorfendur Fox reiða í gær með því að fara yfir vinsæla samsæriskenningu um Hillary Clinton og útskýra af hverju hún væri röng. Í leiðinni benti hann á röng ummæli Donald Trump og þingmanna Repúblikanaflokksins. Trump og þingmenn flokksins hafa reynt að nota samsæriskenninguna til þess að fá sérstakan saksóknara skipaðan til að rannsaka Hillary Clinton. Einhverjir áhorfendur hafa stungið upp á því að Smith verði rekinn fyrir greininguna. Umrædd kenning kallast Uranium One, eftir Suðurafrísku námufyrirtæki sem er ekki lengur til. Kenningin hefur verið notuð til að saka Hillary Clinton um að taka við peningum í gegnum góðgerðasamtök sín fyrir að selja fimmtung af úraníumi Bandaríkjanna til Rússlands. Hún hefur reynst langlíf og það þrátt fyrir tilraunir fjölmargra aðila og fjölmiðla til að benda á hið rétta. Það er meðal annars vegna þess að margir þáttastjórnendur Fox hafa ýtt undir kenninguna og um langt skeið.Þar að auki hefur Donald Trump ítrekað talað um málið og líkt því við Watergate-hneykslið. Í frétt Washington Post segir að engum hafi grunað að starfsmaður Fox myndi einnig benda á rangfærslurnar í samsæriskenningunni.Yfirferð Smith má sjá hér að neðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Smith tekur aðra stefnu en samstarfsmenn sínir hjá Fox. Samstarfsmaður hans, Sean Hannity, hefur til að mynda sagt Smith vera andsnúinn Trump.Varðandi þessa tiltekna kenningu hefur Fox gert henni sérstaklega hátt undir höfði að undanförnu. Tucker Carlson hefur kallað málið „hinn raunverulega Rússa-skandal og einungis nokkrum klukkustundum eftir umfjöllun Smith fjallaði Sean Hannity enn einu sinni um Uranium One. Hannity lofaði áhorfendum sínum að svipta hulunni af samsærinu sagði meðal annars: „Við vitum að lög voru brotin. Við vitum að glæpir voru framdir. Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi. Þau eru óvéfengjanleg.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Shepard Smith, fréttaþulur Fox News, gerði áhorfendur Fox reiða í gær með því að fara yfir vinsæla samsæriskenningu um Hillary Clinton og útskýra af hverju hún væri röng. Í leiðinni benti hann á röng ummæli Donald Trump og þingmanna Repúblikanaflokksins. Trump og þingmenn flokksins hafa reynt að nota samsæriskenninguna til þess að fá sérstakan saksóknara skipaðan til að rannsaka Hillary Clinton. Einhverjir áhorfendur hafa stungið upp á því að Smith verði rekinn fyrir greininguna. Umrædd kenning kallast Uranium One, eftir Suðurafrísku námufyrirtæki sem er ekki lengur til. Kenningin hefur verið notuð til að saka Hillary Clinton um að taka við peningum í gegnum góðgerðasamtök sín fyrir að selja fimmtung af úraníumi Bandaríkjanna til Rússlands. Hún hefur reynst langlíf og það þrátt fyrir tilraunir fjölmargra aðila og fjölmiðla til að benda á hið rétta. Það er meðal annars vegna þess að margir þáttastjórnendur Fox hafa ýtt undir kenninguna og um langt skeið.Þar að auki hefur Donald Trump ítrekað talað um málið og líkt því við Watergate-hneykslið. Í frétt Washington Post segir að engum hafi grunað að starfsmaður Fox myndi einnig benda á rangfærslurnar í samsæriskenningunni.Yfirferð Smith má sjá hér að neðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Smith tekur aðra stefnu en samstarfsmenn sínir hjá Fox. Samstarfsmaður hans, Sean Hannity, hefur til að mynda sagt Smith vera andsnúinn Trump.Varðandi þessa tiltekna kenningu hefur Fox gert henni sérstaklega hátt undir höfði að undanförnu. Tucker Carlson hefur kallað málið „hinn raunverulega Rússa-skandal og einungis nokkrum klukkustundum eftir umfjöllun Smith fjallaði Sean Hannity enn einu sinni um Uranium One. Hannity lofaði áhorfendum sínum að svipta hulunni af samsærinu sagði meðal annars: „Við vitum að lög voru brotin. Við vitum að glæpir voru framdir. Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi. Þau eru óvéfengjanleg.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira