Fordómar gagnvart ákveðnum dýrategundum Aron Leví Beck skrifar 15. nóvember 2017 09:29 Við erum öll ólík og höfum mismikinn áhuga á hlutunum hvort sem það eru bílar, tónlist eða dýr. Einnig berum við mismikla virðingu fyrir dýrum, sumir elska þau og dá, aðrir hræðast mörg þeirra. Flestir finna til með dýrum og elska þau, að minnsta kosti sum dýr en augljóst er að mismunun dýra eftir tegundum er mjög algeng. Hunda- og kattaeigendur myndu ekki kæra sig um að eiga sporðdreka sem gæludýr, auðvitað er allt til en ég held að þau kjósi heldur loðdýrin. En hvað er það sem lætur okkur líða svona? Hvers vegna líkar okkur t.d. betur við dýr sem okkur finnst „sæt” eða af öðrum fagurfræðilegum sjónarmiðum? Ein kenning fyrir því er að afkvæmi dýra, og þar á meðal okkar mannanna, séu „sæt“ vegna þess hve varnarlaus þau eru og sé þetta mótsvar þróunarinnar við því að afkvæmi séu drepin. Hvort þessi kenning sé rétt skal ég ekki segja til um, en fyrir mína parta þá finnst mér hún að einhverju leyti eiga rétt á sér. En hvar liggja ræturnar? Er þetta meðfætt eða uppalið í okkur að mismuna dýrategundum? Er siðferðislega réttlætanlegt að láta sumar dýrategundir sæta verri meðferð en aðrar? Það er í eðli okkar að verja okkur og þá sem okkur þykir vænt um fyrir utanaðkomandi hættum en margar tegundir verða fyrir miklum samfélagslegum fordómum. Lýsandi dæmi fyrir þessa fordóma er samanburður á viðhorfum til sílamáfs og stokkandar. Af hverju ætti einhver að gefa öndunum á tjörninni brauð frekar en sílamáfunun? Þau svör sem mér dettur fyrst í hug eru að máfarnir eru helvítis frekjur og endurnar eru mikið fallegri, það er allt of mikið af máfum og þykja sumum þeir ógeðslegir. Þetta höfum við flest heyrt. En hvað er það sem gerir endurnar fallegri en sílamáfana? Er það hið fagurgræna höfuð á stokkanda karlinum? Sílamáfurinn er millistór og glæsilegur fugl. Hann gæti þótt modernískur og stílhreinn. Þó er þetta einungis mín skoðun og kannski er erfitt fyrir lesandann að tengja þetta beint við efnið en markmið mitt með þessu er að fá fólk til að staldra aðeins við og hugsa sig tvisvar um þegar talað er um að það sé alltof mikið af máfum og að þeim fjölgi hratt. Staðreyndin er aftur á móti sú að þessi stofnstærðarkenning er röng. Stofnstærð sílamáfa hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár af sökum fæðuskorts en þrátt fyrir það fullvissar almenningur sig um að stofnstærð hans aukist á ógnarhraða. Tengsl okkar við dýrin Í upphafi er gott að spyrja sig hvað það sé sem veldur þessum fordómum gagnvart ákveðnum dýrategundum, og til þess að við séum nú ekki að mismuna tegundum og gera sílamáfinn að ofurhetju og aðalpersónu hér þá skulum við hleypa fleiri dýrum að og taka starann fyrir næst. Líkt og áður hefur komið fram eru viðhorf okkar til tegunda og dýra misjöfn og eðlilega er okkur ekki vel við dýr sem okkur finnst ógna umhverfi okkar. Við viljum ekki hafa óvelkomna gesti heima hjá okkur svo sem silfurskottur á baðherbergisflísunum, geitunga í gluggum á sumrin eða stara í þakkantinum okkar á vorin. Mikið er talað um lúsa- og flóaberann sem lítur út fyrir að hafa lent í olíupolli, étur pylsuafganga fyrir utan Bæjarins bestu í góðu yfirlæti og þess á milli dembir hann yfir mannfólkið starafló, en hún hefur oft verið kölluð það. Rétt heiti hennar er hinsvegar hænsnafló (lat. Caratopyllus gallinae). Oftar en ekki verður uppi fótur og fit þegar hreiður staranna finnast í þakköntum heimila og á fólk í fullu fangi með að eitra fyrir kvikindunum í þeirri von um að starin finni sér annan samastað. Það vill enginn fá hænsnafló, fólki þykir það ógeðslegt og þar að leiðandi hefur fólk lítinn áhuga á að hafa starann of nálægt sér. Staðreyndin er þó sú að þessi tiltekna fló er ekki bara á staranum heldur eru hún á mörgum öðrum fuglategundum. Ástæða þess að fólk tengir flærnar við staran er sú að hann verpir í miklu návígi við mannfólkið og það eru meiri líkur á að mannfólk fái flær frá stara heldur en t.d. skógarþresti. Ég hef haldið á stara oftar en tvisvar og oftar en þrisvar og aldrei orðið þess var að hafa verið bitinn af hænsnafló. Hinsvegar hef ég fengið lundalús á ónefndan stað en ég kenni lundanum seint um það. En þrátt fyrir að skógarþrestir beri þessa fló líkt og starinn myndum við seint kalla skógarþresti meindýr líkt og starinn er oft kallaður. Þó er ekki rétt að segja að öll þau dýr sem við flokkum sem meindýr geri nokkrum mein, engu að síður geta einhver meindýr valdið spjöllum á burðarbitum og veggklæðningum þó svo að á Íslandi sé mjög takmarkað af meindýrum sem hafa skaðleg áhrif á mannfólk. Við byggjum okkur hús og borgir til þess að verjast náttúrunni og hefur sú uppbygging orðið til þess að við höfum tapað tengslum okkar við náttúruna að miklu leyti. Líkt og Georg Orwell talaði um í „Pleasure spots“ að besta leiðin til þess að varðveita manneskjuna í sjálfum okkur sé með því að komast í meiri nánd við náttúruna og læra að meta fegurð hennar og fjölbreytni. Ég tek undir með Georg Orwell hvað þetta varðar, nútímamaðurinn er upptekinn af sjálfum sér, og er viðurkenning frá öðrum og glæstur starfsframi eitthvað sem margir sækjast eftir en þegar uppi er staðið má spyrja sig hvað það er sem skiptir raunverulegu máli í lífinu. Mannfólkið lifir fyrir viðurkenningar. Þær veita okkur gleði um stund en höldum við svo áfram að reyna að gera meira og betra í von um fleiri viðurkenningar. Við stöldrum sjaldan við, og líkt og Henry Davids talaði um, þá verða markmið okkar oft svo viðfangsmikil og flókin að við missum sjónar af þeim og gleymum oft hvert markmiðið var í byrjun. Ef við gætum komist í nánara samband við náttúruna myndum við kannski sýna lífríkinu og fjölbreytninni meiri skilning og þannig myndum við læra að meta öll dýr á sama hátt, þar sem við erum jú öll saman á þessu lífsferðalagi. Okkur í hag Ástralski heimspekingurinn Peter Singer sem kunnugur er fyrir bókina Animal Liberation hefur mikið skrifað um velferð dýra. Hann lítur svo á að það skipti ekki máli hvort þau tali eða hugsi, heldur hvort þau finni til. Í nútímasamfélagi skiptir máli að taka jafnt tillit til allra manna, burt séð frá greind og þess háttar, en þá hlýtur þetta að eiga við um dýrin líka. Maðurinn er eina siðferðisveran á þessari jörð og setjum við okkur oft í fyrsta sætið, fram yfir náttúru og dýr. Við notum dýrin í klæðnað, mat, tilraunir og margt fleira en það er í raun ekkert sem segir að tilvist okkar sé mikilvægari en tilvist þeirra. Líkt og Peter Singer sagði, ef við erum á annað borð tilbúin að gera tilraunir á dýrum, þá ættum við að vera tilbúin í að gera tilraunir á litlum börnum. Þessi hugsun vekur sennilega óhug hjá mörgum. Við höfum séð að sá sem gerir tilraunir sýnir hlutdrægni eigin tegundar í vil í hvert sinn sem hann framkvæmir tilraun á dýri í tilgangi sem hann myndi ekki telja að réttlætti hann í að nota manneskju, jafnvel þroskahefta manneskju. - Peter Singer, Animal Liberation 1975 Það sem ég rek strax augun í þegar ég les þetta er „jafnvel þroskahefta manneskju“. Þetta gefur vísbendingu um að fólk með þroskahömlun hafi ekki sömu tilhneigingar til þess að finna til líkt og þeir sem ekki eru þroskahamlaðir. Líkt og áður kom fram þá skiptir ekki máli hvort þau tali eða hugsi heldur skiptir máli hvort þau finni til. Mýs og rottur eru þau dýr sem eru sennilega hvað mest notuð í tilraunaskyni og er ástæða þess m.a að dýrin eru lítil og auðvelt er að hýsa þau. Þau fjölga sér hratt og er auðvelt að rannsaka kynslóðaskipti á nokkuð stuttum tíma. Mýs og rottur kosta lítið og hægt er að kaupa þær í stórum einingum. Þær eru ekki svo ólíkar mannfólki ef litið er til erfða. Meira en 100 milljónir músa og rottna eru drepnar á rannsóknarstofum í Bandaríkjunum á hverju ári, þó svo að mýs og rottur þjáist jafn mikið og kettir og hundar. Þær eru ekki verndaðar í lagakerfinu og þurfa rannsóknarmenn ekki einu sinni að hafa tölu yfir þær mýs og rottur sem þeir drepa í tilraunarskyni. Þessi dýr þurfa að kveljast og þjást fyrir velferð og heilbrigði mannsins og sá rannsóknarmaður sem hefur drepið yfir hundruði músa er sennilega orðinn tilfinningalega ónæmur gagnvart lífi þeirra. Það er í eðli allra dýra og manna að reyna eftir bestu getu að bjarga sjálfum okkur og gerum við það í þessu tilfelli með því að nýta okkur vanmátt þessara dýra til þess að við getum lifað betra og lengra lífi. Með þessum aðgerður undirstrikum við það að mannfólkið lítur á sig yfir önnur dýr hafin, við eigum tækin og við eigum tólin. Hugmyndafræði unga veiðimannsins Ef þú vilt, þá getur þú farið á veiðinámskeið þar sem þú lærir að greina örfáar fuglategundir og gengur svo út í næstu sportveiðibúð og kaupir þér byssu og ferð að veiða. Í vestrænum heimi fer nánast enginn út að veiða vegna þess að hann nauðsynlega þarf þess, heldur er farið á veiðar til þess að svala eðlishvötinni eða til þess að hafa ástæðu til þess að vera út í náttúrunni með vinum. Oftar en ekki held ég að þessi veiðiþrá orsakist af hjarðhegðun ungra manna, enda hefur í gegn um tíðina verið talað um veiðimenn sem stóra og sterka stráka sem kalla sko ekki allt ömmu sína. Ég hef persónulega lítið á móti sjálfbærum veiðum svo lengi sem bráðin er nýtt, hún ekki kvalin og farið er eftir lögum og reglum sem settar eru. Ég set þó stórt spurningamerki við kappveiðar, ég ætla ekki að tala niður til þeirra ungu veiðimanna sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessari iðju því veiðimenn eru margir hverjir mikil náttúrubörn og bera virðingu fyrir náttúru og dýrum. Þó má finna svarta sauði líkt og í öllum hópum. Ég hef nokkru sinnum séð myndir sem veiðimenn hafa sjálfir sett af sér á veraldarvefinn með yfir 100 fugla liggjandi fyrir framan sig og krjúpa oftar en ekki á öðru hné fyrir aftan aflann og horfa stoltir framan í myndavélina, „sjáðu hvað ég gat mamma“. Þetta kórónar aftur það sem áður hefur komið fram að eltingarleikurinn við viðurkenninguna er brennimerktur djúpt í mannfólkið. Fýlar (lat. Fulmarus glacialis) og máfar (lat. Larus) verða illilega fyrir barðinu á veiðimönnum en hjá mörgum falla allar máfategundir og fýlar undir sama hatt og eru þá bara kallaðir máfar, þó svo að fýlar og máfar séu ekkert skyldir. Þessir fuglar eru notaðir líkt og leirdúfur. Með öðrum orðum eru þeir skotnir niður veiðimönnum til ánægju og í þjálfunarskyni og er bráðin ekki nýtt til matar, því flestum þykja þessir fuglar ekki góðir á bragðið þó svo að fæstir hafi nokkurn tímann lagt þá sér til munns. Þeir geta bara gert sér það í hugalund eða frændi þeirra sem smakkaði einu sinni máf sagði þeim það. Í þessum tilfellum er augljóslega verið að mismuna dýrategundum af ástæðum sem eiga sér enga raunverulega stoð. Einnig eru margir á móti refum og minkum, þá sérstaklega minkum þar sem þeir eru innflutt tegund. Þó heyrir maður lítið bera á fordómum gagnvart hreindýrum þó svo að þau séu líka innflutt. Talað er um að refurinn og minkurinn séu búnir að éta upp allan mófugl og ef ekki verði gripið til aðgerða undir eins, þá endi þetta þannig að hér verði ekkert eftir af fuglum. Refur verður þá að éta ref, því ekkert verður eftir af dýrum fyrir hann til að éta. En finnur ekki náttúran sitt jafnvægi? Ef refum fjölgar hratt, minnkar þá ekki fæðuframboð og stofninn tekur að minnka að nýju? Fyrir ekki svo mörgum árum sá ég viðtal við mann í sjónvarpinu þar sem hann lýsti því yfir að refurinn og minkurinn væru búnir að eyða mófuglinum í sveitinni sem hann var ættaður úr, því þegar hann var yngri þá hafi varla verið hægt að tala saman fyrir fuglasöng. Hvar eru allir mófuglarnir? Ég ætla ekki að segja að það hafi ekki verið meira um mófugla í sveitinni hjá þessum manni þegar hann var yngri en við skulum staldra aðeins við og taka þessum fullyrðingum um stofnstærð mófugla þessa ágæta manns með fyrirvara. Minning manns getur verið býsna sterk og ég tala nú ekki um æskuminningar, sumarfríið loksins komið og haldið er í sveitina hjá ömmu og afa, sólin skín í heiði og lífið er dásamlegt. Ilmurinn af vorinu, fjölbreyttur fuglasöngur og fallegur blár himinninn skartar sínu allra fegursta. Minningin blekkir. Viðtalið sem tekið var við þennan mann var tekið upp um miðjan ágúst og hafði hann dvalið í sveitinni síðasta hálfa mánuðinn, þegar hann spurði hvar mófuglinn væri. Svarið er einfalt, mófuglinn er í maí og júni, því þá er varptími og „syngja“ þá fuglarnir eins og þeir eigi lífið að leysa til þess að verja óðöl sín. Skömminni er skellt á refinn og minkinn og eru allir hvattir til þess að reyna að halda þeim villidýrum í skefjum. Nú er ég að tala um hinn óbreytta borgara en ekki æðabónda sem verður fyrir fjárhagstjóni af völdum loðdýra. Mikið hefur verið talað um refi og minka í sambandi við mófugla á undanförnum misserum og er fólk almennt fljótt að grípa sögusagnir á lofti og kenna ákveðnum dýrum um hvað sem er. Hinsvegar má líka spyrja sig af hverju við viljum hafa mófugla en ekki fleiri refi og minka? Hver á að dæma hvor tegundin eigi meiri rétt á sér og hvaða forsemdur hefur sá dómari fyrir þeirri afstöðu sem hann myndar sér? Við ættum kannski að hætta að reyna að stjórna stofnstærðum með skotveiði og eitri og einbeita okkur frekar að því hvernig við getum bætt okkur sem lífverur á jörðinni, finna jafnvægið og læra að njóta augnabliksins og lífsins almennt. Fordómarnir koma frá fólki sem þekkir viðfangsefnið lítið og segir sínar skoðanir óspart án þess að hafa nokkra ástæðu til þess að finnast þetta. Erfitt væri að finna manneskju sem þekkir málefnið að einhverju leyti og sem segist „hata máfa“. Æsisögur eru oft valdur þess að ákveðnar dýrategundi hljóta verri meðferð en aðrar og má sem dæmi nefna haförninn (lat. Haliaeetus albicilla). Lengi vel hefur því verið haldið fram að hann væri barnaræningi þó svo að það hafi raunverulega enginn séð slíkt atvik. Rökin fyrir þessum sögum eru ávalt mjög óskýr og oftar en ekki eru það sögur sem gengið hafa milli manna um einhvern sem átti barn sem lenti í klóm hafarnar. Oftar en ekki gerast þær á sólríkum sumardegi, móðirin sem var úti að hengja upp þvott sá þetta gerast og sprakk samstundis úr harmi og lagðist niður í grasið lömuð af ótta. Mörg dýr eru hötuð eða ofsótt vegna misskilings, við segjum það sem okkur dettur í hug um dýrategundir án þess að þær geti svarað fyrir sig. Orðrómur, staðhæfingar og fáviska villir um fyrir fólki og getur það leitt til þess að sumar tegundir fái ranga ímynd. Okkur þykir augljóslega tilvist einnar tegundar mun mikilvægari en tilvist annarrar tegundar og held ég að þetta sé ekki meðfætt, ég held að þetta sé uppalið í mannfólkinu og mörg okkar láti sér þetta lítið sem ekkert varða og þess vegna getur verið erfitt að breyta þessari hugmyndafræði fólks. Ef við myndum hætta að dæma tegundir og taka þeim heldur fagnandi rétt, eins og okkur er kennt að gera gagnvart öðru mannfólki, þá held ég að lífið yrði allavega ekki verra, jafnvel betra og skemmtilegra. Fögnum náttúrulegri fjölbreytni og reynum að setja okkur í spor dýranna, lifum með þeim frekar en á þeim og munum að það er enginn eins. Höfundur er ritari Fuglaverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við erum öll ólík og höfum mismikinn áhuga á hlutunum hvort sem það eru bílar, tónlist eða dýr. Einnig berum við mismikla virðingu fyrir dýrum, sumir elska þau og dá, aðrir hræðast mörg þeirra. Flestir finna til með dýrum og elska þau, að minnsta kosti sum dýr en augljóst er að mismunun dýra eftir tegundum er mjög algeng. Hunda- og kattaeigendur myndu ekki kæra sig um að eiga sporðdreka sem gæludýr, auðvitað er allt til en ég held að þau kjósi heldur loðdýrin. En hvað er það sem lætur okkur líða svona? Hvers vegna líkar okkur t.d. betur við dýr sem okkur finnst „sæt” eða af öðrum fagurfræðilegum sjónarmiðum? Ein kenning fyrir því er að afkvæmi dýra, og þar á meðal okkar mannanna, séu „sæt“ vegna þess hve varnarlaus þau eru og sé þetta mótsvar þróunarinnar við því að afkvæmi séu drepin. Hvort þessi kenning sé rétt skal ég ekki segja til um, en fyrir mína parta þá finnst mér hún að einhverju leyti eiga rétt á sér. En hvar liggja ræturnar? Er þetta meðfætt eða uppalið í okkur að mismuna dýrategundum? Er siðferðislega réttlætanlegt að láta sumar dýrategundir sæta verri meðferð en aðrar? Það er í eðli okkar að verja okkur og þá sem okkur þykir vænt um fyrir utanaðkomandi hættum en margar tegundir verða fyrir miklum samfélagslegum fordómum. Lýsandi dæmi fyrir þessa fordóma er samanburður á viðhorfum til sílamáfs og stokkandar. Af hverju ætti einhver að gefa öndunum á tjörninni brauð frekar en sílamáfunun? Þau svör sem mér dettur fyrst í hug eru að máfarnir eru helvítis frekjur og endurnar eru mikið fallegri, það er allt of mikið af máfum og þykja sumum þeir ógeðslegir. Þetta höfum við flest heyrt. En hvað er það sem gerir endurnar fallegri en sílamáfana? Er það hið fagurgræna höfuð á stokkanda karlinum? Sílamáfurinn er millistór og glæsilegur fugl. Hann gæti þótt modernískur og stílhreinn. Þó er þetta einungis mín skoðun og kannski er erfitt fyrir lesandann að tengja þetta beint við efnið en markmið mitt með þessu er að fá fólk til að staldra aðeins við og hugsa sig tvisvar um þegar talað er um að það sé alltof mikið af máfum og að þeim fjölgi hratt. Staðreyndin er aftur á móti sú að þessi stofnstærðarkenning er röng. Stofnstærð sílamáfa hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár af sökum fæðuskorts en þrátt fyrir það fullvissar almenningur sig um að stofnstærð hans aukist á ógnarhraða. Tengsl okkar við dýrin Í upphafi er gott að spyrja sig hvað það sé sem veldur þessum fordómum gagnvart ákveðnum dýrategundum, og til þess að við séum nú ekki að mismuna tegundum og gera sílamáfinn að ofurhetju og aðalpersónu hér þá skulum við hleypa fleiri dýrum að og taka starann fyrir næst. Líkt og áður hefur komið fram eru viðhorf okkar til tegunda og dýra misjöfn og eðlilega er okkur ekki vel við dýr sem okkur finnst ógna umhverfi okkar. Við viljum ekki hafa óvelkomna gesti heima hjá okkur svo sem silfurskottur á baðherbergisflísunum, geitunga í gluggum á sumrin eða stara í þakkantinum okkar á vorin. Mikið er talað um lúsa- og flóaberann sem lítur út fyrir að hafa lent í olíupolli, étur pylsuafganga fyrir utan Bæjarins bestu í góðu yfirlæti og þess á milli dembir hann yfir mannfólkið starafló, en hún hefur oft verið kölluð það. Rétt heiti hennar er hinsvegar hænsnafló (lat. Caratopyllus gallinae). Oftar en ekki verður uppi fótur og fit þegar hreiður staranna finnast í þakköntum heimila og á fólk í fullu fangi með að eitra fyrir kvikindunum í þeirri von um að starin finni sér annan samastað. Það vill enginn fá hænsnafló, fólki þykir það ógeðslegt og þar að leiðandi hefur fólk lítinn áhuga á að hafa starann of nálægt sér. Staðreyndin er þó sú að þessi tiltekna fló er ekki bara á staranum heldur eru hún á mörgum öðrum fuglategundum. Ástæða þess að fólk tengir flærnar við staran er sú að hann verpir í miklu návígi við mannfólkið og það eru meiri líkur á að mannfólk fái flær frá stara heldur en t.d. skógarþresti. Ég hef haldið á stara oftar en tvisvar og oftar en þrisvar og aldrei orðið þess var að hafa verið bitinn af hænsnafló. Hinsvegar hef ég fengið lundalús á ónefndan stað en ég kenni lundanum seint um það. En þrátt fyrir að skógarþrestir beri þessa fló líkt og starinn myndum við seint kalla skógarþresti meindýr líkt og starinn er oft kallaður. Þó er ekki rétt að segja að öll þau dýr sem við flokkum sem meindýr geri nokkrum mein, engu að síður geta einhver meindýr valdið spjöllum á burðarbitum og veggklæðningum þó svo að á Íslandi sé mjög takmarkað af meindýrum sem hafa skaðleg áhrif á mannfólk. Við byggjum okkur hús og borgir til þess að verjast náttúrunni og hefur sú uppbygging orðið til þess að við höfum tapað tengslum okkar við náttúruna að miklu leyti. Líkt og Georg Orwell talaði um í „Pleasure spots“ að besta leiðin til þess að varðveita manneskjuna í sjálfum okkur sé með því að komast í meiri nánd við náttúruna og læra að meta fegurð hennar og fjölbreytni. Ég tek undir með Georg Orwell hvað þetta varðar, nútímamaðurinn er upptekinn af sjálfum sér, og er viðurkenning frá öðrum og glæstur starfsframi eitthvað sem margir sækjast eftir en þegar uppi er staðið má spyrja sig hvað það er sem skiptir raunverulegu máli í lífinu. Mannfólkið lifir fyrir viðurkenningar. Þær veita okkur gleði um stund en höldum við svo áfram að reyna að gera meira og betra í von um fleiri viðurkenningar. Við stöldrum sjaldan við, og líkt og Henry Davids talaði um, þá verða markmið okkar oft svo viðfangsmikil og flókin að við missum sjónar af þeim og gleymum oft hvert markmiðið var í byrjun. Ef við gætum komist í nánara samband við náttúruna myndum við kannski sýna lífríkinu og fjölbreytninni meiri skilning og þannig myndum við læra að meta öll dýr á sama hátt, þar sem við erum jú öll saman á þessu lífsferðalagi. Okkur í hag Ástralski heimspekingurinn Peter Singer sem kunnugur er fyrir bókina Animal Liberation hefur mikið skrifað um velferð dýra. Hann lítur svo á að það skipti ekki máli hvort þau tali eða hugsi, heldur hvort þau finni til. Í nútímasamfélagi skiptir máli að taka jafnt tillit til allra manna, burt séð frá greind og þess háttar, en þá hlýtur þetta að eiga við um dýrin líka. Maðurinn er eina siðferðisveran á þessari jörð og setjum við okkur oft í fyrsta sætið, fram yfir náttúru og dýr. Við notum dýrin í klæðnað, mat, tilraunir og margt fleira en það er í raun ekkert sem segir að tilvist okkar sé mikilvægari en tilvist þeirra. Líkt og Peter Singer sagði, ef við erum á annað borð tilbúin að gera tilraunir á dýrum, þá ættum við að vera tilbúin í að gera tilraunir á litlum börnum. Þessi hugsun vekur sennilega óhug hjá mörgum. Við höfum séð að sá sem gerir tilraunir sýnir hlutdrægni eigin tegundar í vil í hvert sinn sem hann framkvæmir tilraun á dýri í tilgangi sem hann myndi ekki telja að réttlætti hann í að nota manneskju, jafnvel þroskahefta manneskju. - Peter Singer, Animal Liberation 1975 Það sem ég rek strax augun í þegar ég les þetta er „jafnvel þroskahefta manneskju“. Þetta gefur vísbendingu um að fólk með þroskahömlun hafi ekki sömu tilhneigingar til þess að finna til líkt og þeir sem ekki eru þroskahamlaðir. Líkt og áður kom fram þá skiptir ekki máli hvort þau tali eða hugsi heldur skiptir máli hvort þau finni til. Mýs og rottur eru þau dýr sem eru sennilega hvað mest notuð í tilraunaskyni og er ástæða þess m.a að dýrin eru lítil og auðvelt er að hýsa þau. Þau fjölga sér hratt og er auðvelt að rannsaka kynslóðaskipti á nokkuð stuttum tíma. Mýs og rottur kosta lítið og hægt er að kaupa þær í stórum einingum. Þær eru ekki svo ólíkar mannfólki ef litið er til erfða. Meira en 100 milljónir músa og rottna eru drepnar á rannsóknarstofum í Bandaríkjunum á hverju ári, þó svo að mýs og rottur þjáist jafn mikið og kettir og hundar. Þær eru ekki verndaðar í lagakerfinu og þurfa rannsóknarmenn ekki einu sinni að hafa tölu yfir þær mýs og rottur sem þeir drepa í tilraunarskyni. Þessi dýr þurfa að kveljast og þjást fyrir velferð og heilbrigði mannsins og sá rannsóknarmaður sem hefur drepið yfir hundruði músa er sennilega orðinn tilfinningalega ónæmur gagnvart lífi þeirra. Það er í eðli allra dýra og manna að reyna eftir bestu getu að bjarga sjálfum okkur og gerum við það í þessu tilfelli með því að nýta okkur vanmátt þessara dýra til þess að við getum lifað betra og lengra lífi. Með þessum aðgerður undirstrikum við það að mannfólkið lítur á sig yfir önnur dýr hafin, við eigum tækin og við eigum tólin. Hugmyndafræði unga veiðimannsins Ef þú vilt, þá getur þú farið á veiðinámskeið þar sem þú lærir að greina örfáar fuglategundir og gengur svo út í næstu sportveiðibúð og kaupir þér byssu og ferð að veiða. Í vestrænum heimi fer nánast enginn út að veiða vegna þess að hann nauðsynlega þarf þess, heldur er farið á veiðar til þess að svala eðlishvötinni eða til þess að hafa ástæðu til þess að vera út í náttúrunni með vinum. Oftar en ekki held ég að þessi veiðiþrá orsakist af hjarðhegðun ungra manna, enda hefur í gegn um tíðina verið talað um veiðimenn sem stóra og sterka stráka sem kalla sko ekki allt ömmu sína. Ég hef persónulega lítið á móti sjálfbærum veiðum svo lengi sem bráðin er nýtt, hún ekki kvalin og farið er eftir lögum og reglum sem settar eru. Ég set þó stórt spurningamerki við kappveiðar, ég ætla ekki að tala niður til þeirra ungu veiðimanna sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessari iðju því veiðimenn eru margir hverjir mikil náttúrubörn og bera virðingu fyrir náttúru og dýrum. Þó má finna svarta sauði líkt og í öllum hópum. Ég hef nokkru sinnum séð myndir sem veiðimenn hafa sjálfir sett af sér á veraldarvefinn með yfir 100 fugla liggjandi fyrir framan sig og krjúpa oftar en ekki á öðru hné fyrir aftan aflann og horfa stoltir framan í myndavélina, „sjáðu hvað ég gat mamma“. Þetta kórónar aftur það sem áður hefur komið fram að eltingarleikurinn við viðurkenninguna er brennimerktur djúpt í mannfólkið. Fýlar (lat. Fulmarus glacialis) og máfar (lat. Larus) verða illilega fyrir barðinu á veiðimönnum en hjá mörgum falla allar máfategundir og fýlar undir sama hatt og eru þá bara kallaðir máfar, þó svo að fýlar og máfar séu ekkert skyldir. Þessir fuglar eru notaðir líkt og leirdúfur. Með öðrum orðum eru þeir skotnir niður veiðimönnum til ánægju og í þjálfunarskyni og er bráðin ekki nýtt til matar, því flestum þykja þessir fuglar ekki góðir á bragðið þó svo að fæstir hafi nokkurn tímann lagt þá sér til munns. Þeir geta bara gert sér það í hugalund eða frændi þeirra sem smakkaði einu sinni máf sagði þeim það. Í þessum tilfellum er augljóslega verið að mismuna dýrategundum af ástæðum sem eiga sér enga raunverulega stoð. Einnig eru margir á móti refum og minkum, þá sérstaklega minkum þar sem þeir eru innflutt tegund. Þó heyrir maður lítið bera á fordómum gagnvart hreindýrum þó svo að þau séu líka innflutt. Talað er um að refurinn og minkurinn séu búnir að éta upp allan mófugl og ef ekki verði gripið til aðgerða undir eins, þá endi þetta þannig að hér verði ekkert eftir af fuglum. Refur verður þá að éta ref, því ekkert verður eftir af dýrum fyrir hann til að éta. En finnur ekki náttúran sitt jafnvægi? Ef refum fjölgar hratt, minnkar þá ekki fæðuframboð og stofninn tekur að minnka að nýju? Fyrir ekki svo mörgum árum sá ég viðtal við mann í sjónvarpinu þar sem hann lýsti því yfir að refurinn og minkurinn væru búnir að eyða mófuglinum í sveitinni sem hann var ættaður úr, því þegar hann var yngri þá hafi varla verið hægt að tala saman fyrir fuglasöng. Hvar eru allir mófuglarnir? Ég ætla ekki að segja að það hafi ekki verið meira um mófugla í sveitinni hjá þessum manni þegar hann var yngri en við skulum staldra aðeins við og taka þessum fullyrðingum um stofnstærð mófugla þessa ágæta manns með fyrirvara. Minning manns getur verið býsna sterk og ég tala nú ekki um æskuminningar, sumarfríið loksins komið og haldið er í sveitina hjá ömmu og afa, sólin skín í heiði og lífið er dásamlegt. Ilmurinn af vorinu, fjölbreyttur fuglasöngur og fallegur blár himinninn skartar sínu allra fegursta. Minningin blekkir. Viðtalið sem tekið var við þennan mann var tekið upp um miðjan ágúst og hafði hann dvalið í sveitinni síðasta hálfa mánuðinn, þegar hann spurði hvar mófuglinn væri. Svarið er einfalt, mófuglinn er í maí og júni, því þá er varptími og „syngja“ þá fuglarnir eins og þeir eigi lífið að leysa til þess að verja óðöl sín. Skömminni er skellt á refinn og minkinn og eru allir hvattir til þess að reyna að halda þeim villidýrum í skefjum. Nú er ég að tala um hinn óbreytta borgara en ekki æðabónda sem verður fyrir fjárhagstjóni af völdum loðdýra. Mikið hefur verið talað um refi og minka í sambandi við mófugla á undanförnum misserum og er fólk almennt fljótt að grípa sögusagnir á lofti og kenna ákveðnum dýrum um hvað sem er. Hinsvegar má líka spyrja sig af hverju við viljum hafa mófugla en ekki fleiri refi og minka? Hver á að dæma hvor tegundin eigi meiri rétt á sér og hvaða forsemdur hefur sá dómari fyrir þeirri afstöðu sem hann myndar sér? Við ættum kannski að hætta að reyna að stjórna stofnstærðum með skotveiði og eitri og einbeita okkur frekar að því hvernig við getum bætt okkur sem lífverur á jörðinni, finna jafnvægið og læra að njóta augnabliksins og lífsins almennt. Fordómarnir koma frá fólki sem þekkir viðfangsefnið lítið og segir sínar skoðanir óspart án þess að hafa nokkra ástæðu til þess að finnast þetta. Erfitt væri að finna manneskju sem þekkir málefnið að einhverju leyti og sem segist „hata máfa“. Æsisögur eru oft valdur þess að ákveðnar dýrategundi hljóta verri meðferð en aðrar og má sem dæmi nefna haförninn (lat. Haliaeetus albicilla). Lengi vel hefur því verið haldið fram að hann væri barnaræningi þó svo að það hafi raunverulega enginn séð slíkt atvik. Rökin fyrir þessum sögum eru ávalt mjög óskýr og oftar en ekki eru það sögur sem gengið hafa milli manna um einhvern sem átti barn sem lenti í klóm hafarnar. Oftar en ekki gerast þær á sólríkum sumardegi, móðirin sem var úti að hengja upp þvott sá þetta gerast og sprakk samstundis úr harmi og lagðist niður í grasið lömuð af ótta. Mörg dýr eru hötuð eða ofsótt vegna misskilings, við segjum það sem okkur dettur í hug um dýrategundir án þess að þær geti svarað fyrir sig. Orðrómur, staðhæfingar og fáviska villir um fyrir fólki og getur það leitt til þess að sumar tegundir fái ranga ímynd. Okkur þykir augljóslega tilvist einnar tegundar mun mikilvægari en tilvist annarrar tegundar og held ég að þetta sé ekki meðfætt, ég held að þetta sé uppalið í mannfólkinu og mörg okkar láti sér þetta lítið sem ekkert varða og þess vegna getur verið erfitt að breyta þessari hugmyndafræði fólks. Ef við myndum hætta að dæma tegundir og taka þeim heldur fagnandi rétt, eins og okkur er kennt að gera gagnvart öðru mannfólki, þá held ég að lífið yrði allavega ekki verra, jafnvel betra og skemmtilegra. Fögnum náttúrulegri fjölbreytni og reynum að setja okkur í spor dýranna, lifum með þeim frekar en á þeim og munum að það er enginn eins. Höfundur er ritari Fuglaverndar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun