Hvíta húsið segir Comey meðal annars hafa verið rekinn vegna þess hvernig hann meðhöndlaði rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton. FBI er hins vegar með starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump til rannsóknar vegna mögulegs samstarfs þeirra við yfirvöld í Rússlandi við að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra.
Umdeildur og í vandræðum
Comey hefur verið umdeildur undanfarna mánuði og hefur Hillary Clinton meðal annars sakað hann um að hafa kostað sig forsetaembættið.
Þá viðurkenndi Comey í dag að hann hefði veitt þinginu rangar upplýsingar um rannsókn á tölvupóstum Clinton í síðustu viku. Hann sagði að aðstoðarkona Clinton hefði áframsent hundruð og þúsundir tölvupósta til eiginmanns síns og þar á meðal hefðu verið leyndarmál. En í dag sagði FBI að einungis tveir tölvupóstar hefðu innihaldið ríkisleyndarmál.
Trump sakaði Comey í síðustu viku um að gefa Hillary Clinton „frípassa“ vegna „allra hennar slæmu gjörða“. Þá hafði Comey gefið út að Clinton yrði ekki ákærð.
FBI Director Comey was the best thing that ever happened to Hillary Clinton in that he gave her a free pass for many bad deeds! The phony...
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 3, 2017
Jeff Sessions, sem lagði til að Comey yrði rekinn, laug því að þingmönnum að hann hefði ekki átt í samskiptum við Rússa, en hann hafði þó hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Því þurfti hann að segja sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku kosningunum.
Brottreksturinn tengdur við rannsóknirnar
Demókratar hafa stungið upp á því að brottrekstur Comey tengist rannsókn FBI á framboði Trump og starfsmönnum hans. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata á öldungaþinginu, velti vöngum yfir því í kvöld hvort að rannsóknin hefði verið komin á stig sem forsetanum þætti óþæginlegt.
„Þetta getur ekki verið tilviljun,“ sagði Schumer og kallaði eftir sjálfstæðri rannsókn. Annars myndi Bandaríkjamenn ávalt gruna að Comey hefði verið rekinn vegna rannsóknar FBI.
Samkvæmt BBC hefur brottrekstrinum víða verið líkt við það þegar Richar Nixon rak dómsmálaráðherra sinn á árum áður vegna rannsóknar hans á Watergate málinu.
Bréf Sessions til TrumpCOMEY PINK SLIP pic.twitter.com/1C0Z58HotK
— Shannon Pettypiece (@spettypi) May 9, 2017
And here's the letter AG Jeff Sessions sent to Trump: "I must recommend that you remove Director James B. Comey, Jr." pic.twitter.com/8bIWcBx3dW
— DJ Judd (@juddzeez) May 9, 2017