Hvar eru efndirnar? María Óskarsdóttir skrifar 9. maí 2017 07:00 Fyrir alþingiskosningar í október 2016 voru frambjóðendur spurðir um hvað þeir ætluðu að gera til að bæta kjör örorkulífeyrisþega. Í svörum sínum lofuðu þeir úrbótum, en hvar eru efndirnar? Staða örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hefur ekki batnað eftir að ný stjórn og nýr þingmeirihluti tók við. Enginn þarf að velkjast í vafa um að aðstæður margra örorkulífeyrisþega eru mjög erfiðar, þar sem tekjurnar duga ekki til framfærslu nema hluta mánaðarins. Hvernig á fólk að geta framfleytt sér með undir 200.000 krónur á mánuði? Stór hluti örorkulífeyrisþega býr einfaldlega við fátækt. Hjá þeim sem ekki eru þegar fastir í fátækt þarf oft ekki nema viðbótarútgjöld, s.s. að ísskápurinn bili, leigan hækki eða kaupa þurfi sýklalyf, til að fjárhagurinn fari á hliðina. Ein meginástæða þess að fólk er í þessari stöðu er að lífeyrir almannatrygginga dugir ekki til framfærslu. Til að bæta gráu ofan á svart eru miklar tekjutengingar í almannatryggingakerfinu, sem halda fólki í spennitreyju. Þessar tekjutengingar eru í raun fátæktargildrur og á það sérstaklega við um „krónu á móti krónu“ skerðingar. Um þriðjungur örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega fær greidda uppbót til að hífa tekjur þeirra upp í ákveðið lágmarksviðmið, sem í dag er 227.883 kr. á mánuði fyrir skatt (útborgað rúmar 196.000 krónur). Reyndar er hluti hópsins með enn lægri heildartekjur, en það er efni í aðra grein. Hvað gerist ef örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi með sérstaka framfærsluuppbót fær tekjur eða greiðslur annars staðar frá? Lítum á nokkur dæmi:Dæmi I. Séreignarsparnaður Jón er 45 ára endurhæfingarlífeyrisþegi. Hann tók út 300.000 kr. séreignarsparnað (fyrir skatt) og við það lækkuðu greiðslur til hans frá TR um 25.000 kr. á mánuði (samtals 300.000 kr.) eða krónu á móti krónu.Dæmi II. Lífeyrissjóðstekjur Árni er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Eftir að hann fékk greiðslur frá lífeyrissjóði sínum, 40.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hans um sömu upphæð. Samanlagðar tekjur hans eru 196.610 kr. eftir skatt, með og án lífeyrissjóðstekna. Það bætir því engu við lífskjör hans að hafa greitt í lífeyrissjóð og áunnið sér rétt þar.Dæmi III. Atvinnutekjur Sunna er 30 ára örorkulífeyrisþegi. Hún hefur mjög litla starfsgetu en nær að vinna sér inn 20.000 kr. á mánuði (fyrir skatt og iðgjöld). Þrátt fyrir atvinnutekjurnar hækka samanlagðar ráðstöfunartekjur ekkert, hún fær áfram útborgaðar 196.610 kr. á mánuði. Atvinnutekjur hennar lækka greiðslur TR til hennar um 20.000 kr. á mánuði eða krónu á móti krónu. Hvatinn til vinnu er enginn.Dæmi IV: Dánarbætur frá TR Anna er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Við andlát eiginmannsins sótti hún um dánarbætur hjá Tryggingastofnun, sem eru 47.186 kr. fyrir skatt. Við það lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hennar um nákvæmlega sömu krónutölu. Kæri lesandi, finnst þér í lagi að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar séu í þessari stöðu? Myndir þú sætta þig við þetta? Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál vill fá breytingar strax og sendi öllum alþingismönnum áskorun um að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Þingmenn voru spurðir hvernig og hvenær þeirra þingflokkur ætli að efna loforð um að afnema þessar skerðingar. Fyrir alþingiskosningar voru uppi loforð um að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar. Svör frambjóðenda eru að finna á Youtube-síðu Öryrkjabandalags Íslands. Óskað var svara innan ákveðins frests, sem nú er liðinn, en fá svör hafa borist frá þingmönnum. Af svörunum má ráða að vilji er hjá stjórnarandstöðuflokkum að taka málið upp og frá einum þingmanna stjórnarflokkanna barst svar um að taka málið til umræðu með fjármálaáætluninni. Þingmenn, þið getið með lagabreytingu afnumið „krónu á móti krónu“ skerðingar. Þetta þarf að gera strax og með afturvirkum hætti. Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar geta ekki beðið lengur eftir að losna úr þessari fátæktargildru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Sjá meira
Fyrir alþingiskosningar í október 2016 voru frambjóðendur spurðir um hvað þeir ætluðu að gera til að bæta kjör örorkulífeyrisþega. Í svörum sínum lofuðu þeir úrbótum, en hvar eru efndirnar? Staða örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hefur ekki batnað eftir að ný stjórn og nýr þingmeirihluti tók við. Enginn þarf að velkjast í vafa um að aðstæður margra örorkulífeyrisþega eru mjög erfiðar, þar sem tekjurnar duga ekki til framfærslu nema hluta mánaðarins. Hvernig á fólk að geta framfleytt sér með undir 200.000 krónur á mánuði? Stór hluti örorkulífeyrisþega býr einfaldlega við fátækt. Hjá þeim sem ekki eru þegar fastir í fátækt þarf oft ekki nema viðbótarútgjöld, s.s. að ísskápurinn bili, leigan hækki eða kaupa þurfi sýklalyf, til að fjárhagurinn fari á hliðina. Ein meginástæða þess að fólk er í þessari stöðu er að lífeyrir almannatrygginga dugir ekki til framfærslu. Til að bæta gráu ofan á svart eru miklar tekjutengingar í almannatryggingakerfinu, sem halda fólki í spennitreyju. Þessar tekjutengingar eru í raun fátæktargildrur og á það sérstaklega við um „krónu á móti krónu“ skerðingar. Um þriðjungur örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega fær greidda uppbót til að hífa tekjur þeirra upp í ákveðið lágmarksviðmið, sem í dag er 227.883 kr. á mánuði fyrir skatt (útborgað rúmar 196.000 krónur). Reyndar er hluti hópsins með enn lægri heildartekjur, en það er efni í aðra grein. Hvað gerist ef örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi með sérstaka framfærsluuppbót fær tekjur eða greiðslur annars staðar frá? Lítum á nokkur dæmi:Dæmi I. Séreignarsparnaður Jón er 45 ára endurhæfingarlífeyrisþegi. Hann tók út 300.000 kr. séreignarsparnað (fyrir skatt) og við það lækkuðu greiðslur til hans frá TR um 25.000 kr. á mánuði (samtals 300.000 kr.) eða krónu á móti krónu.Dæmi II. Lífeyrissjóðstekjur Árni er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Eftir að hann fékk greiðslur frá lífeyrissjóði sínum, 40.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hans um sömu upphæð. Samanlagðar tekjur hans eru 196.610 kr. eftir skatt, með og án lífeyrissjóðstekna. Það bætir því engu við lífskjör hans að hafa greitt í lífeyrissjóð og áunnið sér rétt þar.Dæmi III. Atvinnutekjur Sunna er 30 ára örorkulífeyrisþegi. Hún hefur mjög litla starfsgetu en nær að vinna sér inn 20.000 kr. á mánuði (fyrir skatt og iðgjöld). Þrátt fyrir atvinnutekjurnar hækka samanlagðar ráðstöfunartekjur ekkert, hún fær áfram útborgaðar 196.610 kr. á mánuði. Atvinnutekjur hennar lækka greiðslur TR til hennar um 20.000 kr. á mánuði eða krónu á móti krónu. Hvatinn til vinnu er enginn.Dæmi IV: Dánarbætur frá TR Anna er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Við andlát eiginmannsins sótti hún um dánarbætur hjá Tryggingastofnun, sem eru 47.186 kr. fyrir skatt. Við það lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hennar um nákvæmlega sömu krónutölu. Kæri lesandi, finnst þér í lagi að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar séu í þessari stöðu? Myndir þú sætta þig við þetta? Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál vill fá breytingar strax og sendi öllum alþingismönnum áskorun um að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Þingmenn voru spurðir hvernig og hvenær þeirra þingflokkur ætli að efna loforð um að afnema þessar skerðingar. Fyrir alþingiskosningar voru uppi loforð um að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar. Svör frambjóðenda eru að finna á Youtube-síðu Öryrkjabandalags Íslands. Óskað var svara innan ákveðins frests, sem nú er liðinn, en fá svör hafa borist frá þingmönnum. Af svörunum má ráða að vilji er hjá stjórnarandstöðuflokkum að taka málið upp og frá einum þingmanna stjórnarflokkanna barst svar um að taka málið til umræðu með fjármálaáætluninni. Þingmenn, þið getið með lagabreytingu afnumið „krónu á móti krónu“ skerðingar. Þetta þarf að gera strax og með afturvirkum hætti. Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar geta ekki beðið lengur eftir að losna úr þessari fátæktargildru.
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun