„Auðvitað er ég ekkert sérstaklega sáttur við að vera ekki ráðherra“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. janúar 2017 13:38 Brynjar hafði augastað á dómsmálaráðuneytinu. Vísir/Anton Brink Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, studdi tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um ráðherraskipan í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, en er ekki sáttur við sín hlutskipti. „Auðvitað er ég ekkert sérstaklega sáttur við að vera ekki ráðherra. En þetta er niðurstaðan, maður er í pólitík til að reyna að hafa sem mest áhrif,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Spurður hvort hann hafi haft augastað á einhverju sérstöku ráðuneyti segir hann það nokkuð augljóst. „Auðvitað er nærtækast að ætla það sem þekking og reynsla hefði komið að gagni. Það segir sig eiginlega sjálft,“ segir Brynjar sem starfaði lengi sem lögmaður áður en hann varð þingmaður og hafði því augastað á dómsmálaráðherrastólnum.Sigríður Á. Andersen er nýr dómsmálaráðherra.vísir/pjetur„Það er bara svona, það er ágætis kona í þessu embætti,“ segir Brynjar og á þar við Sigríði Á. Andersen.Leiðindi ekki í boði í eins manns meirihlutaBrynjar fór mikinn í Morgunútvarpi Rásar 2 síðastliðinn föstudag þar sem hann sagði að hann vildi horfa til niðurstöðu kosninga þegar kemur að ráðherraembættum. „Lýðræði er þannig að það var prófkjör og úr því varð ákveðin niðurstaða þar sem fólki var raðað upp. Það vill svo til að það eru fimm karlar og ein kona. Ég auðvitað bara horfi til þess að menn virði niðurstöður kosninga,“ sagði Brynjar í Morgunútvarpi Rásar 2. Hann segir þessi sjónarmið hafi ekki orðið ofan á að þessu sinni en studdi engu að síður þessa ráðherraskipan, ólíkt þingflokksfélaga sínum Páli Magnússyni.Sjá einnig: Páll studdi ekki ráðherraskipan: Lítilsvirðing gagnvart Suðurkjördæmi „Það þýðir ekkert að vera með leiðindi þegar menn eru með eins manns meirihluta,“ segir Brynjar sem segir ekki ástæðu til annars en að vera bjartsýnn á gengi þessarar ríkisstjórnar. „Þetta er auðvitað knappur meirihluti og gerir það erfiðara, en það getur líka verið styrkur í því,“ segir Brynjar.Þórdís Kolbrún er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi.Vísir/Vilhelm„Gæti alveg slegið í gegn hún Þórdís mín“Í Morgunútvarpinu síðastliðinn föstudag tjáði Brynjar líka þá skoðun sína að þeir sem yrðu gerðir að æðsta handhafa framkvæmdavaldsins yrðu að hafa ákveðna reynslu og þekkingu.Sjá einnig: Brynjar ekki viss um að það myndi gera Áslaugu gott að verða ráðherraÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, kom ný inn á þing síðastliðið haust og er nú orðin ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar 29 ára gömul og því yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. Hún hafði áður verið aðstoðarmaður Ólafar Nordal, fráfarandi innanríkisráðherra, og þekkir því vel til ráðherrastarfa. Brynjar hefur mikla trú á Þórdísi. „Mér lýst ágætlega á hana. Hún er mikil vinkona mín hún Þórdís og góð kona. Hún gæti alveg slegið í gegn hún Þórdís mín.“ Tengdar fréttir Páll studdi ekki ráðherraskipan: Lítilsvirðing gagnvart Suðurkjördæmi Segir skipanina ganga gegn því lýðræðislega umboði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu áunnið sér í prófkjörum. 11. janúar 2017 10:18 Óttast ekki óvinsæla ráðuneytið Óttarr Proppé segir það mikið styrkleikamerki að í stól heilbrigðisráðherra hafi sest formaður eins stjórnarflokkanna og sé það til marks um að ný ríkisstjórn leggi ríka áherslu á málaflokkinn. 11. janúar 2017 11:15 Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00 Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02 Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11 Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, studdi tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um ráðherraskipan í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, en er ekki sáttur við sín hlutskipti. „Auðvitað er ég ekkert sérstaklega sáttur við að vera ekki ráðherra. En þetta er niðurstaðan, maður er í pólitík til að reyna að hafa sem mest áhrif,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Spurður hvort hann hafi haft augastað á einhverju sérstöku ráðuneyti segir hann það nokkuð augljóst. „Auðvitað er nærtækast að ætla það sem þekking og reynsla hefði komið að gagni. Það segir sig eiginlega sjálft,“ segir Brynjar sem starfaði lengi sem lögmaður áður en hann varð þingmaður og hafði því augastað á dómsmálaráðherrastólnum.Sigríður Á. Andersen er nýr dómsmálaráðherra.vísir/pjetur„Það er bara svona, það er ágætis kona í þessu embætti,“ segir Brynjar og á þar við Sigríði Á. Andersen.Leiðindi ekki í boði í eins manns meirihlutaBrynjar fór mikinn í Morgunútvarpi Rásar 2 síðastliðinn föstudag þar sem hann sagði að hann vildi horfa til niðurstöðu kosninga þegar kemur að ráðherraembættum. „Lýðræði er þannig að það var prófkjör og úr því varð ákveðin niðurstaða þar sem fólki var raðað upp. Það vill svo til að það eru fimm karlar og ein kona. Ég auðvitað bara horfi til þess að menn virði niðurstöður kosninga,“ sagði Brynjar í Morgunútvarpi Rásar 2. Hann segir þessi sjónarmið hafi ekki orðið ofan á að þessu sinni en studdi engu að síður þessa ráðherraskipan, ólíkt þingflokksfélaga sínum Páli Magnússyni.Sjá einnig: Páll studdi ekki ráðherraskipan: Lítilsvirðing gagnvart Suðurkjördæmi „Það þýðir ekkert að vera með leiðindi þegar menn eru með eins manns meirihluta,“ segir Brynjar sem segir ekki ástæðu til annars en að vera bjartsýnn á gengi þessarar ríkisstjórnar. „Þetta er auðvitað knappur meirihluti og gerir það erfiðara, en það getur líka verið styrkur í því,“ segir Brynjar.Þórdís Kolbrún er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi.Vísir/Vilhelm„Gæti alveg slegið í gegn hún Þórdís mín“Í Morgunútvarpinu síðastliðinn föstudag tjáði Brynjar líka þá skoðun sína að þeir sem yrðu gerðir að æðsta handhafa framkvæmdavaldsins yrðu að hafa ákveðna reynslu og þekkingu.Sjá einnig: Brynjar ekki viss um að það myndi gera Áslaugu gott að verða ráðherraÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, kom ný inn á þing síðastliðið haust og er nú orðin ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar 29 ára gömul og því yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. Hún hafði áður verið aðstoðarmaður Ólafar Nordal, fráfarandi innanríkisráðherra, og þekkir því vel til ráðherrastarfa. Brynjar hefur mikla trú á Þórdísi. „Mér lýst ágætlega á hana. Hún er mikil vinkona mín hún Þórdís og góð kona. Hún gæti alveg slegið í gegn hún Þórdís mín.“
Tengdar fréttir Páll studdi ekki ráðherraskipan: Lítilsvirðing gagnvart Suðurkjördæmi Segir skipanina ganga gegn því lýðræðislega umboði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu áunnið sér í prófkjörum. 11. janúar 2017 10:18 Óttast ekki óvinsæla ráðuneytið Óttarr Proppé segir það mikið styrkleikamerki að í stól heilbrigðisráðherra hafi sest formaður eins stjórnarflokkanna og sé það til marks um að ný ríkisstjórn leggi ríka áherslu á málaflokkinn. 11. janúar 2017 11:15 Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00 Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02 Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11 Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Páll studdi ekki ráðherraskipan: Lítilsvirðing gagnvart Suðurkjördæmi Segir skipanina ganga gegn því lýðræðislega umboði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu áunnið sér í prófkjörum. 11. janúar 2017 10:18
Óttast ekki óvinsæla ráðuneytið Óttarr Proppé segir það mikið styrkleikamerki að í stól heilbrigðisráðherra hafi sest formaður eins stjórnarflokkanna og sé það til marks um að ný ríkisstjórn leggi ríka áherslu á málaflokkinn. 11. janúar 2017 11:15
Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00
Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02
Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11
Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17