Brynjar ekki viss um að það myndi gera Áslaugu gott að verða ráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2017 13:55 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Brynjar Níelsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Vísir „Það myndi engum detta í hug að 25 ára strákur sem kæmi nýr inn á þingið yrði gerður að ráðherra,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þar sat Brynjar og ræddi ráðherraskipan í mögulegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Miklar umræður hafa verið um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki konur í efstu sætum til að skipa ráðherraembætti og hefur verið umræða þess efnis að leita þurfi jafnvel utan þings eftir konum eða þá að horft yrði til þeirra kvenna sem eru neðar á listum Sjálfstæðisflokksins. Hafa til að mynda nöfn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem skipar annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.Vill að ráðherrar hafi þekkingu og reynslu Þegar Brynjar talaði um að það myndi engum detta í hug að gera 25 ára nýliða að ráðherra viðurkenndi hann að hann væri til dæmis að meina Áslaugu Örnu. Hann sagði mestu máli skipta þegar einstaklingar eru gerðir að æðsta handhafa framkvæmdavaldsins að þeir hafi ákveðna reynslu og þekkingu. Hann sagðist telja Áslaugu efnilegan stjórnmálamann en að hann væri ekki viss að það myndi gera henni gott að gera hana strax að ráðherra. „Ég held að það sé miklu meira í henni en menn átti sig á. Maður sem sjálfur hefur ráðið fólk í vinnu, þá skiptir auðvitað máli ákveðin reynsla. Það að henda fólki í djúpu laugina 25 ára nýkomin á þing, ég er ekki viss um að það myndi einu sinni gera henni gagn, ef ég á að vera hreinskilinn. Það er svo skrýtið að menn eru alveg tilbúnir að gera eitthvað svona bara til að fá einhverja ásýnd eða áferð á þetta. En við erum að tala samt um æðsta handhafa framkvæmdavaldsins,“ sagði Brynjar.Vildi ekki tjá sig Vísir bar þessi ummæli Brynjars undir Áslaugu Örnu sem neitaði að tjá sig um þau. Spurð hvernig henni myndi lítast á að verða ráðherra neitaði hún jafnframt að tjá sig um það og einnig neitaði hún að tjá sig um það hvort rætt hafi verið við hana um að taka við ráðherraembætti. Brynjar sagðist vilja horfa til niðurstöðu kosninga þegar kemur að ráðherraembættum. „Lýðræði er þannig að það var prófkjör og úr því varð ákveðin niðurstaða þar sem fólki var raðað upp. Það vill svo til að það eru fimm karlar og ein kona. Ég auðvitað bara horfi til þess að menn virði niðurstöður kosninga.“Finnst sérstakt hvað Viðreisn og Björt framtíð fá marga ráðherrastólaGreint hefur verið frá því að ráðuneytin muni skiptast þannig að Sjálfstæðisflokkur fái fimm ráðherrastóla, Viðreisn fái þrjá og Björt framtíð tvo. Brynjar sagði það merkilegt að Viðreisn og Björt framtíð fái fimm ráðherra. Í hans huga ættu þeir flokkar að fá færri ráðherrastóla í samræmi við stærð þeirra. Hann sagði þetta vera flokka sem hafi talað fyrir jöfnu vægi atkvæði. „En það gildir greinilega ekki um þetta,“ sagði Brynjar og bætti við að einhverjum sjálfstæðismönnum þætti þetta sérstakt. Sjálfstæðisflokkurinn er með 21 mann á þingi, Viðreisn sjö og Björt framtíð fjóra. Ef þessir flokkar fara í ríkisstjórn verða þeir með eins manns meirihluta á þingi. Brynjar sagði það afar erfitt. Þegar hann var spurður hvort áhugi væri fyrir því innan Sjálfstæðisflokksins að fara í samstarf við Vinstri grænum og Framsóknarflokknum sagði hann ekki endilega meiri áhugi fyrir því, sjálfstæðismenn hefðu hins vegar áhuga á því að vera ekki í eins manns meirihluta. Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Það myndi engum detta í hug að 25 ára strákur sem kæmi nýr inn á þingið yrði gerður að ráðherra,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þar sat Brynjar og ræddi ráðherraskipan í mögulegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Miklar umræður hafa verið um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki konur í efstu sætum til að skipa ráðherraembætti og hefur verið umræða þess efnis að leita þurfi jafnvel utan þings eftir konum eða þá að horft yrði til þeirra kvenna sem eru neðar á listum Sjálfstæðisflokksins. Hafa til að mynda nöfn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem skipar annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.Vill að ráðherrar hafi þekkingu og reynslu Þegar Brynjar talaði um að það myndi engum detta í hug að gera 25 ára nýliða að ráðherra viðurkenndi hann að hann væri til dæmis að meina Áslaugu Örnu. Hann sagði mestu máli skipta þegar einstaklingar eru gerðir að æðsta handhafa framkvæmdavaldsins að þeir hafi ákveðna reynslu og þekkingu. Hann sagðist telja Áslaugu efnilegan stjórnmálamann en að hann væri ekki viss að það myndi gera henni gott að gera hana strax að ráðherra. „Ég held að það sé miklu meira í henni en menn átti sig á. Maður sem sjálfur hefur ráðið fólk í vinnu, þá skiptir auðvitað máli ákveðin reynsla. Það að henda fólki í djúpu laugina 25 ára nýkomin á þing, ég er ekki viss um að það myndi einu sinni gera henni gagn, ef ég á að vera hreinskilinn. Það er svo skrýtið að menn eru alveg tilbúnir að gera eitthvað svona bara til að fá einhverja ásýnd eða áferð á þetta. En við erum að tala samt um æðsta handhafa framkvæmdavaldsins,“ sagði Brynjar.Vildi ekki tjá sig Vísir bar þessi ummæli Brynjars undir Áslaugu Örnu sem neitaði að tjá sig um þau. Spurð hvernig henni myndi lítast á að verða ráðherra neitaði hún jafnframt að tjá sig um það og einnig neitaði hún að tjá sig um það hvort rætt hafi verið við hana um að taka við ráðherraembætti. Brynjar sagðist vilja horfa til niðurstöðu kosninga þegar kemur að ráðherraembættum. „Lýðræði er þannig að það var prófkjör og úr því varð ákveðin niðurstaða þar sem fólki var raðað upp. Það vill svo til að það eru fimm karlar og ein kona. Ég auðvitað bara horfi til þess að menn virði niðurstöður kosninga.“Finnst sérstakt hvað Viðreisn og Björt framtíð fá marga ráðherrastólaGreint hefur verið frá því að ráðuneytin muni skiptast þannig að Sjálfstæðisflokkur fái fimm ráðherrastóla, Viðreisn fái þrjá og Björt framtíð tvo. Brynjar sagði það merkilegt að Viðreisn og Björt framtíð fái fimm ráðherra. Í hans huga ættu þeir flokkar að fá færri ráðherrastóla í samræmi við stærð þeirra. Hann sagði þetta vera flokka sem hafi talað fyrir jöfnu vægi atkvæði. „En það gildir greinilega ekki um þetta,“ sagði Brynjar og bætti við að einhverjum sjálfstæðismönnum þætti þetta sérstakt. Sjálfstæðisflokkurinn er með 21 mann á þingi, Viðreisn sjö og Björt framtíð fjóra. Ef þessir flokkar fara í ríkisstjórn verða þeir með eins manns meirihluta á þingi. Brynjar sagði það afar erfitt. Þegar hann var spurður hvort áhugi væri fyrir því innan Sjálfstæðisflokksins að fara í samstarf við Vinstri grænum og Framsóknarflokknum sagði hann ekki endilega meiri áhugi fyrir því, sjálfstæðismenn hefðu hins vegar áhuga á því að vera ekki í eins manns meirihluta.
Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira