Innlent

Úthlutuðu 65 milljónum úr Barnaspítalasjóði Hringsins

atli ísleifsson skrifar
Barnaspítali Hringsins.
Barnaspítali Hringsins. vísir/heiða
65 milljónum króna var úthlutað úr Barnaspítalasjóði Hringsins á síðasta ári. Barnaskurðdeild Landspítala hlaut hæsta styrkinn, tæpar 24 milljónir króna, vegna endurnýjunar á speglunartækjum, en hann mun greiðast á þremur árum.

Sjá má styrkveitingar úr sjóðnum á árinu 2016 að neðan:

  • CPT athyglispróf fyrir Þroska- og hegðunarmiðstöð heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Kr. 205.000.-
  • Ísbjörninn Hringur vegna heimsókna á Barnaspítalann. Kr. 500.000.-
  • Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð. Kr. 5.000.000.-
  • Barnaskurðdeild Landspítala. - Endurnýjun á speglunartækjum. Kr. 23.818.274.- (Greiðist á þremur árum).
  • Vökudeild Barnaspítala Hringsins. - 5 brjóstamjólkurdælur og 10 mjólkurhitarar. Kr. 2.246.000.-
  • Vökudeild Barnaspítala Hringsins. - Monitor ferðahitakassi. Kr. 745.879.-
  • Vökudeild Barnaspítala Hringsins. - Fjórir TCP02 mælar. Kr. 5.888.844.-
  • Vökudeild Barnaspítala Hringsins. - Viðbótarbúnaður vegna TCP mæla, húðnemar og hjólastandur. Kr. 2.899.304.-
  • Barnadeild Barnaspítala Hringsins. - Átta barnarúm. Kr. 3.676.288.-
  • Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. - Tveir heyrnarmælar. Kr. 1.567.155.-
  • Vökudeild Barnaspítala Hringsins, 23B fæðingarvakt og 22A meðgöngu- og sængurlegudeild. - Fjórir lífsmarkavaktarar ásamt fylgibúnaðir. Kr. 5.534.188.-
  • Vökudeild Barnaspítala Hringsins. Radiometer ABL blóðgasmælitæki. Kr. 10.950.000.-
  • Vökudeild Barnaspítala Hringsins. Greind fyrir ferðahitakassa. Kr. 877.500.-
  • Barnadeild Barnaspítala Hringsins. Dýnur í sjúkrarúm. Kr. 508.387.-
  • Skurðstofur Landspítala. Stoðir fyrir börn 3-6 ára. Kr. 873.000.-


Samtals veittir styrkir fyrir kr. 65.289.819.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×