Davíð segir beiðni Roberts Downey til sín hafa verið með nokkrum ólíkindum Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2017 12:59 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Vísir/Anton Brink Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, greinir frá því í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins að Robert Downey hefði í tvígang óskað eftir aðstoð hans. Reykjavíkurbréfið er nafnlaust en ekki fer á milli mála að það er Davíð sjálfur sem ritar. Hann segist hafa fengið tölvupóst frá Robert Downey einhvern tíma á árinu 2015. „Alkunna er að bréfritari er ekki í hópi helstu tölvusnillinga þjóðarinnar og reynir því að virða fáeinar grundvallarreglur sem sérfræðingar Árvakurs hafa náð að koma inn fyrir þykkskinnið. Ein er sú að vera seinn til að opna tölvupósta frá aðilum sem móttakandi þekkir lítið til,“ segir Davíð. Ritstjórinn segir þessa reglu viðhafða vegna þess að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefði orðið fyrir ónotum frá tölvuþrjótum og tæknihrekkjusvínum sem geta gert fjölmiðli mjög erfitt fyrir. Davíð segir Robert Downey hafa hringt engum bjöllum hjá honum árið 2015. Hann lét því póstinn frá Downey óopnaðan, eins og svo marga aðra. Ekki löngu síðar kom annar slíkur póstur sem fékk sömu meðferð að sögn Davíðs.„Alias Róbert Árni Hreiðarsson“ Hann komst að því alllöngu síðar að Robert Downey hefði verið þekktur undir öðru nafni sem Davíð kannaðist við og hafði útskrifast úr lagadeild um líkt leyti fyrir rúmum fjórum áratugum. „Voru því gömlu póstarnir opnaðir og þá kom í ljós að Robert Downey „alias Róbert Árni Hreiðarsson“ hafði í tölvupósti beðið bréfritara um að veita sér atbeina vegna umsóknar hans gagnvart yfirvöldum um endurheimt æru og réttinda í samræmi við reglur sem um slíkt gilda. Þessi beiðni var óneitanlega með nokkrum ólíkindum“ Davíð segir að á þeim tíma hefði honum ekki rámað í fréttir um að Róbert hefði verið ákærður, dæmdur og fangelsaður fyrir viðurstyggilega glæpi. „Hann hafði ekki vitað hvað Róbert hafði aðhafst áratugina á undan þeim kaflaskilum eða árin þar á eftir. Kannast raunar ekki við að hafa séð honum bregða fyrir á förnum vegi í áratug eða lengur. Hvaða mark hefði verið á umsögn um eða áliti á hegðun og framferði Roberts Downey frá manni sem hefði ekki getað fullyrt um það hvort sá maður væri lífs eða liðinn? Þessum seint opnu tölvupóstum var því aldrei svarað.“Bjarni greindi honum frá málinu á fimmtudag Í bréfinu greinir Davíð frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefði boðið honum til hádegisfundar síðastliðinn fimmtudag. Margt var rætt í þessum hádegismat en þegar leið að lokum máltíðarinnar nefndi Bjarni að faðir hans, Benedikt Sveinsson, myndi birta yfirlýsingu vegna umsagnar sem hann hafði gefið að beiðni Hjalta þess sem „slæðst“ hefur inn í umræðu um uppreist æru í framhaldi af máli Roberts Downey, líkt og Davíð orðar það. „Margir þekkja vel til þess að Benedikt Sveinsson er bóngóður og artarlegur maður, ekki síst gagnvart þeim sem höllum fæti standa og hefur jafnan hljótt um það þegar hann greiðir götu slíks fólks,“ skrifar Davíð. Uppreist æru Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, greinir frá því í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins að Robert Downey hefði í tvígang óskað eftir aðstoð hans. Reykjavíkurbréfið er nafnlaust en ekki fer á milli mála að það er Davíð sjálfur sem ritar. Hann segist hafa fengið tölvupóst frá Robert Downey einhvern tíma á árinu 2015. „Alkunna er að bréfritari er ekki í hópi helstu tölvusnillinga þjóðarinnar og reynir því að virða fáeinar grundvallarreglur sem sérfræðingar Árvakurs hafa náð að koma inn fyrir þykkskinnið. Ein er sú að vera seinn til að opna tölvupósta frá aðilum sem móttakandi þekkir lítið til,“ segir Davíð. Ritstjórinn segir þessa reglu viðhafða vegna þess að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefði orðið fyrir ónotum frá tölvuþrjótum og tæknihrekkjusvínum sem geta gert fjölmiðli mjög erfitt fyrir. Davíð segir Robert Downey hafa hringt engum bjöllum hjá honum árið 2015. Hann lét því póstinn frá Downey óopnaðan, eins og svo marga aðra. Ekki löngu síðar kom annar slíkur póstur sem fékk sömu meðferð að sögn Davíðs.„Alias Róbert Árni Hreiðarsson“ Hann komst að því alllöngu síðar að Robert Downey hefði verið þekktur undir öðru nafni sem Davíð kannaðist við og hafði útskrifast úr lagadeild um líkt leyti fyrir rúmum fjórum áratugum. „Voru því gömlu póstarnir opnaðir og þá kom í ljós að Robert Downey „alias Róbert Árni Hreiðarsson“ hafði í tölvupósti beðið bréfritara um að veita sér atbeina vegna umsóknar hans gagnvart yfirvöldum um endurheimt æru og réttinda í samræmi við reglur sem um slíkt gilda. Þessi beiðni var óneitanlega með nokkrum ólíkindum“ Davíð segir að á þeim tíma hefði honum ekki rámað í fréttir um að Róbert hefði verið ákærður, dæmdur og fangelsaður fyrir viðurstyggilega glæpi. „Hann hafði ekki vitað hvað Róbert hafði aðhafst áratugina á undan þeim kaflaskilum eða árin þar á eftir. Kannast raunar ekki við að hafa séð honum bregða fyrir á förnum vegi í áratug eða lengur. Hvaða mark hefði verið á umsögn um eða áliti á hegðun og framferði Roberts Downey frá manni sem hefði ekki getað fullyrt um það hvort sá maður væri lífs eða liðinn? Þessum seint opnu tölvupóstum var því aldrei svarað.“Bjarni greindi honum frá málinu á fimmtudag Í bréfinu greinir Davíð frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefði boðið honum til hádegisfundar síðastliðinn fimmtudag. Margt var rætt í þessum hádegismat en þegar leið að lokum máltíðarinnar nefndi Bjarni að faðir hans, Benedikt Sveinsson, myndi birta yfirlýsingu vegna umsagnar sem hann hafði gefið að beiðni Hjalta þess sem „slæðst“ hefur inn í umræðu um uppreist æru í framhaldi af máli Roberts Downey, líkt og Davíð orðar það. „Margir þekkja vel til þess að Benedikt Sveinsson er bóngóður og artarlegur maður, ekki síst gagnvart þeim sem höllum fæti standa og hefur jafnan hljótt um það þegar hann greiðir götu slíks fólks,“ skrifar Davíð.
Uppreist æru Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira