Erlendir fjárfestar kaupa 75 prósenta hlut í Keahótelum Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 18. ágúst 2017 13:20 EBITDA-hagnaður Keahótela var um milljarður í fyrra. Vísir/Ernir Búið er að ganga frá kaupum erlendra fjárfesta á 75 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Keahótelum, einni stærstu hótelkeðju landsins, samkvæmt heimildum Vísis. Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Pt Capital Advisors kaupir fimmtíu prósenta hlut í hótelkeðjunni og bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagið JL Properties, sem er með aðsetur í Anchorage í Alsaka, 25 prósenta hlut. Stjórnarformaður og forstjóri JL Properties er Jonathan B. Rubini, en samkvæmt árlegri úttekt tímaritsins Forbes var hann ríkastur maður Alaska árið 2015. Félagið Tröllahvönn ehf., sem er í eigu Andra Gunnarssonar, Kristjáns M. Grétarssonar, Fannars Ólafssonar og Þórðar Hermanns Kolbeinssonar, sem átti 36 prósenta hlut í hótelkeðjunni, mun endurfjárfesta hluta af söluandvirðinu og eignast 25 prósenta hlut í Keahótelum. Heildarkaupverðið er 5,5 milljarðar króna, en gengið var frá greiðslu fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis. Á meðal þeirra sem eru að selja hlut sinn í Keahótelum er Horn II, framtakssjóður í rekstri Landsbréfa, en um þrjú ár eru liðin síðan sjóðurinn festi kaup á 60 prósenta hlut í hótelkeðjunni, og Selen ehf., sem er í eigu Páls. L. Sigurjónssonar, framkvæmdastjóra Keahótela. Pt Capital keypti fyrr á árinu helmingshlut í íslenska fjarskiptafélaginu Nova.Jonathan B. Rubini, stjórnarformaður og forstjóri JL Properties.Hluthafar Keahótela settu félagið í söluferli í ársbyrjun, eins og greint var frá í Markaðnum 1. febrúar síðastliðinn, en það voru einkum erlendir fjárfestar sem sýndu hótelkeðjunni áhuga á meðan á ferlinu stóð, samkvæmt heimildum. Íslandsbanki var ráðgjafi seljenda við söluferlið.Uppfært kl. 13:48: Í tilkynningu frá Íslandsbanka, sem hafði umsjón með söluferlinu og var ráðgjafi seljenda, kemur fram að nýir eigendur hyggist reka hótelkeðjuna í óbreyttri mynd. Verður Páll L. Sigurjónsson áfram framkvæmdastjóri Keahótela. Keahótel eru þriðja stærsta hótelkeðja landsins með 624 herbergi á 8 hótelum sem staðsett eru á Akureyri, við Mývatn og í Reykjavík. Hótelin eru Apótek Hótel, Hótel Borg, Hótel Gígur, Hótel Kea, Hótel Norðurland, Reykjavík Lights, Skuggi Hótel og Storm Hótel. Þá stefnir félagið að opnun nýs 104 herbergja hótels í Reykjavík á árinu 2018. Tekjur Keahótela árið 2016 námu rúmum 4 milljörðum króna og fjöldi starfsmanna á háönn er um 300. Íslandsbanki hafði umsjón með söluferli Keahótela og var ráðgjafi seljenda. Logos veitti seljendum lögfræðiráðgjöf í tengslum við viðskiptin. Íslensk Verðbréf og Fjeldsted & Blöndal voru ráðgjafar kaupanda. Aðilar undirrituðu kaupsamning fyrr í sumar og hafa nú öll skilyrði samningsins verið uppfyllt. Nýir eigendur tóku við félaginu í dag, þann 18. ágúst 2017. „Við erum mjög ánægð að geta tilkynnt um kaup okkar á Keahótelum. Félagið á sér afar farsæla nær 20 ára sögu í ferðaþjónustu á Íslandi og er í dag þriðja stærsta hótelkeðja landsins. Hótel félagsins eru afar vel staðsett og félagið hefur getið sér gott orðspor fyrir góða þjónustu og vandaða hönnun hótela. Framundan eru spennandi tímar hjá félaginu þegar Exeter, nýtt 104 herbergja hótel, opnar við hafnarsvæðið í Reykjavík á næsta ári. Við teljum Keahótel í sterkri stöðu til að vaxa frekar og nýta þau tækifæri sem við sjáum til sóknar og samlegðar í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir John Rubini, stjórnarformaður og forstjóri JL Properties. „Ísland er frábært land til að fjárfesta og Pt Capital er spennt fyrir því að taka þátt í frekari uppbyggingu Keahótela í samstarfi við meðfjárfesta okkar frá Íslandi og Alaska. Íslenskur ferðaþjónustumarkaður hefur vaxið gríðarlega hratt undanfarin ár og við hlökkum til að vinna að því að viðhalda og styrkja gott orðspor Keahótela til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, starfsfólk og aðra haghafa.” segir Hugh Short, stjórnarformaður og forstjóri Pt Capital. „Það hefur verið afar skemmtilegt og lærdómsríkt að taka þátt í uppbyggingu Keahótela og íslenskrar ferðaþjónustu undanfarin ár. Kaup sterkra erlendra fjárfesta á ráðandi hlut í félaginu endurspeglar að til staðar eru mörg tækifæri til sóknar og samlegðar í íslenskri ferðaþjónustu. Endurfjárfesting okkar í félaginu endurspeglar ennfremur trú okkar á framtíð félagsins. Um leið og við þökkum Horni fyrir gott samstarf bjóðum við nýja hluthafa velkomna í hópinn og hlökkum til að vinna með þeim að áframhaldandi framgangi félagsins.“ segir Kristján Grétarsson stjórnarformaður Keahótela „Það hefur verið mjög ánægjulegt að vera þátttakandi í vexti og viðgangi Keahótela undanfarin 3 ár. Félagið hefur á þeim tíma vaxið mikið og skipað sér sess sem ein stærsta hótelkeðja landsins. Við hjá Horni viljum þakka stjórn og starfsfólki Keahótela fyrir árangursríkt og gott samstarf og erum þess fullviss að félagið muni eflast enn frekar á komandi árum.“ segja framkvæmdastjórar hjá Horni II. Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Búið er að ganga frá kaupum erlendra fjárfesta á 75 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Keahótelum, einni stærstu hótelkeðju landsins, samkvæmt heimildum Vísis. Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Pt Capital Advisors kaupir fimmtíu prósenta hlut í hótelkeðjunni og bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagið JL Properties, sem er með aðsetur í Anchorage í Alsaka, 25 prósenta hlut. Stjórnarformaður og forstjóri JL Properties er Jonathan B. Rubini, en samkvæmt árlegri úttekt tímaritsins Forbes var hann ríkastur maður Alaska árið 2015. Félagið Tröllahvönn ehf., sem er í eigu Andra Gunnarssonar, Kristjáns M. Grétarssonar, Fannars Ólafssonar og Þórðar Hermanns Kolbeinssonar, sem átti 36 prósenta hlut í hótelkeðjunni, mun endurfjárfesta hluta af söluandvirðinu og eignast 25 prósenta hlut í Keahótelum. Heildarkaupverðið er 5,5 milljarðar króna, en gengið var frá greiðslu fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis. Á meðal þeirra sem eru að selja hlut sinn í Keahótelum er Horn II, framtakssjóður í rekstri Landsbréfa, en um þrjú ár eru liðin síðan sjóðurinn festi kaup á 60 prósenta hlut í hótelkeðjunni, og Selen ehf., sem er í eigu Páls. L. Sigurjónssonar, framkvæmdastjóra Keahótela. Pt Capital keypti fyrr á árinu helmingshlut í íslenska fjarskiptafélaginu Nova.Jonathan B. Rubini, stjórnarformaður og forstjóri JL Properties.Hluthafar Keahótela settu félagið í söluferli í ársbyrjun, eins og greint var frá í Markaðnum 1. febrúar síðastliðinn, en það voru einkum erlendir fjárfestar sem sýndu hótelkeðjunni áhuga á meðan á ferlinu stóð, samkvæmt heimildum. Íslandsbanki var ráðgjafi seljenda við söluferlið.Uppfært kl. 13:48: Í tilkynningu frá Íslandsbanka, sem hafði umsjón með söluferlinu og var ráðgjafi seljenda, kemur fram að nýir eigendur hyggist reka hótelkeðjuna í óbreyttri mynd. Verður Páll L. Sigurjónsson áfram framkvæmdastjóri Keahótela. Keahótel eru þriðja stærsta hótelkeðja landsins með 624 herbergi á 8 hótelum sem staðsett eru á Akureyri, við Mývatn og í Reykjavík. Hótelin eru Apótek Hótel, Hótel Borg, Hótel Gígur, Hótel Kea, Hótel Norðurland, Reykjavík Lights, Skuggi Hótel og Storm Hótel. Þá stefnir félagið að opnun nýs 104 herbergja hótels í Reykjavík á árinu 2018. Tekjur Keahótela árið 2016 námu rúmum 4 milljörðum króna og fjöldi starfsmanna á háönn er um 300. Íslandsbanki hafði umsjón með söluferli Keahótela og var ráðgjafi seljenda. Logos veitti seljendum lögfræðiráðgjöf í tengslum við viðskiptin. Íslensk Verðbréf og Fjeldsted & Blöndal voru ráðgjafar kaupanda. Aðilar undirrituðu kaupsamning fyrr í sumar og hafa nú öll skilyrði samningsins verið uppfyllt. Nýir eigendur tóku við félaginu í dag, þann 18. ágúst 2017. „Við erum mjög ánægð að geta tilkynnt um kaup okkar á Keahótelum. Félagið á sér afar farsæla nær 20 ára sögu í ferðaþjónustu á Íslandi og er í dag þriðja stærsta hótelkeðja landsins. Hótel félagsins eru afar vel staðsett og félagið hefur getið sér gott orðspor fyrir góða þjónustu og vandaða hönnun hótela. Framundan eru spennandi tímar hjá félaginu þegar Exeter, nýtt 104 herbergja hótel, opnar við hafnarsvæðið í Reykjavík á næsta ári. Við teljum Keahótel í sterkri stöðu til að vaxa frekar og nýta þau tækifæri sem við sjáum til sóknar og samlegðar í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir John Rubini, stjórnarformaður og forstjóri JL Properties. „Ísland er frábært land til að fjárfesta og Pt Capital er spennt fyrir því að taka þátt í frekari uppbyggingu Keahótela í samstarfi við meðfjárfesta okkar frá Íslandi og Alaska. Íslenskur ferðaþjónustumarkaður hefur vaxið gríðarlega hratt undanfarin ár og við hlökkum til að vinna að því að viðhalda og styrkja gott orðspor Keahótela til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, starfsfólk og aðra haghafa.” segir Hugh Short, stjórnarformaður og forstjóri Pt Capital. „Það hefur verið afar skemmtilegt og lærdómsríkt að taka þátt í uppbyggingu Keahótela og íslenskrar ferðaþjónustu undanfarin ár. Kaup sterkra erlendra fjárfesta á ráðandi hlut í félaginu endurspeglar að til staðar eru mörg tækifæri til sóknar og samlegðar í íslenskri ferðaþjónustu. Endurfjárfesting okkar í félaginu endurspeglar ennfremur trú okkar á framtíð félagsins. Um leið og við þökkum Horni fyrir gott samstarf bjóðum við nýja hluthafa velkomna í hópinn og hlökkum til að vinna með þeim að áframhaldandi framgangi félagsins.“ segir Kristján Grétarsson stjórnarformaður Keahótela „Það hefur verið mjög ánægjulegt að vera þátttakandi í vexti og viðgangi Keahótela undanfarin 3 ár. Félagið hefur á þeim tíma vaxið mikið og skipað sér sess sem ein stærsta hótelkeðja landsins. Við hjá Horni viljum þakka stjórn og starfsfólki Keahótela fyrir árangursríkt og gott samstarf og erum þess fullviss að félagið muni eflast enn frekar á komandi árum.“ segja framkvæmdastjórar hjá Horni II.
Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira