Klúbburinn hittist síðasta sunnudag hvers mánaðar í húsnæði Samtakanna, Suðurgötu 3 í Reykjavík, og ræðir eitt eða fleiri fyrirfram ákveðin bókmenntaverk. Verkin eiga það öll sameiginleg að snerta á einhvern hátt á tilveru hinsegin fólks. Næsti fundur verður haldinn sunnudaginn 27. ágúst en þá verður Tappi á himnum, ljóðabók Evu Rúnar Snorradóttur, tekin fyrir.

„Mikið líf er í hinsegin bókmenntaklúbbnum, bekkir Samtakanna 78 eru þéttsetnir. Við vonumst til að sem flestir mæti, andans jöfrar mæta þarna og ræða málin,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson, einn stofnenda bókaklúbbsins, í samtali við Vísi. Hann hleypti klúbbnum af stokkunum ásamt Maríu Helgu Guðmundsdóttur, formanni Samtakanna 78, og Ásu Kristínu Benediktsdóttur bókmenntafræðingi.
„Endilega takið þátt í vetrarstarfinu, næsti viðburður er þann 27. ágúst.“
Forsvarsmenn klúbbsins ítreka enn fremur að öll séu velkomin að bætast í hópinn. Þá er formleg reynsla af bókmenntalestri með öllu óþörf.
Hér má nálgast næsta viðburð Hinsegin bókmenntaklúbbsins.