Kötlugos sem bjó til Drumbabót tímasett aftur til haustsins 822 Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júlí 2017 21:00 Tekist hefur að aldursgreina Drumbabót undan Fljótshlíð með afar nákvæmum hætti og þar með tímasetja hamfarir vegna Kötlugoss skömmu fyrir landnám svo aðeins skeikar nokkrum mánuðum. Meira um þetta má sjá í frétt Stöðvar 2 hér að ofan. Drumbabót er talin ein besta sönnun þeirra orða Ara fróða í Íslendingabók að við landnám hafi Ísland verið viði vaxið á milli fjalls og fjöru. Þar má enn sjá leifar af stórvöxnum birkiskógi sem eyddist í hamfarahlaupi skömmu fyrir landnám; trjádrumba sem standa upp úr sandinum og eru allt að þrjátíu sentímetra sverir.Drumbabót er á Þveráreyrum undan Tumastöðum í Fljótshlíð. Fjallið Þríhyrningur í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Líklegast þykir að eldgos í Kötlu hafi orsakað jökulhlaupið og nú hefur hópi vísindamanna tekist að tímasetja hamfarirnar með mikilli nákvæmni. Greint hefur verið frá niðurstöðunum í erlendum vísindaritum sem og á heimasíðu Skógræktar ríkisins en sérfræðingur hennar, Ólafur Eggertsson, er meðal þeirra sem unnu að rannsókninni.Hamfarahlaup frá Kötlu niður Markarfljótsaura er talið hafa eytt skóginum. Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Aldursgreiningin byggði á nokkrum þáttum, eins og C-14 geislakolsmælingu og talningu árhringja, og staðfesti að skógurinn eyddist allur í sama jökulhlaupinu. Ysti árhringur trjánna var fullskapaður og sá næsti ekki byrjaður að myndast sem þýddi að eldgosið varð ekki á vaxtartíma trésins heldur einhvern tíma frá haustinu 822 og fram á vorið 823, áður en tréð fór að vaxa á ný.Drumbarnir standa eftir sem vitnisburður um stórvaxinn birkiskóg skömmu fyrir landnám Íslands.Stöð 2/Einar ÁrnasonÞar með virðist fengin staðfesting á því að hamfarahlaupið varð veturinn 822 til 823, um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson er sagður fyrstur manna hafa byggt Ísland.Svona upplifðu landnámsmenn íslensku birkiskógana, miðað við þessa mynd sem Landgræðslan sýnir í Gunnarsholti. Tengdar fréttir Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Tekist hefur að aldursgreina Drumbabót undan Fljótshlíð með afar nákvæmum hætti og þar með tímasetja hamfarir vegna Kötlugoss skömmu fyrir landnám svo aðeins skeikar nokkrum mánuðum. Meira um þetta má sjá í frétt Stöðvar 2 hér að ofan. Drumbabót er talin ein besta sönnun þeirra orða Ara fróða í Íslendingabók að við landnám hafi Ísland verið viði vaxið á milli fjalls og fjöru. Þar má enn sjá leifar af stórvöxnum birkiskógi sem eyddist í hamfarahlaupi skömmu fyrir landnám; trjádrumba sem standa upp úr sandinum og eru allt að þrjátíu sentímetra sverir.Drumbabót er á Þveráreyrum undan Tumastöðum í Fljótshlíð. Fjallið Þríhyrningur í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Líklegast þykir að eldgos í Kötlu hafi orsakað jökulhlaupið og nú hefur hópi vísindamanna tekist að tímasetja hamfarirnar með mikilli nákvæmni. Greint hefur verið frá niðurstöðunum í erlendum vísindaritum sem og á heimasíðu Skógræktar ríkisins en sérfræðingur hennar, Ólafur Eggertsson, er meðal þeirra sem unnu að rannsókninni.Hamfarahlaup frá Kötlu niður Markarfljótsaura er talið hafa eytt skóginum. Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Aldursgreiningin byggði á nokkrum þáttum, eins og C-14 geislakolsmælingu og talningu árhringja, og staðfesti að skógurinn eyddist allur í sama jökulhlaupinu. Ysti árhringur trjánna var fullskapaður og sá næsti ekki byrjaður að myndast sem þýddi að eldgosið varð ekki á vaxtartíma trésins heldur einhvern tíma frá haustinu 822 og fram á vorið 823, áður en tréð fór að vaxa á ný.Drumbarnir standa eftir sem vitnisburður um stórvaxinn birkiskóg skömmu fyrir landnám Íslands.Stöð 2/Einar ÁrnasonÞar með virðist fengin staðfesting á því að hamfarahlaupið varð veturinn 822 til 823, um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson er sagður fyrstur manna hafa byggt Ísland.Svona upplifðu landnámsmenn íslensku birkiskógana, miðað við þessa mynd sem Landgræðslan sýnir í Gunnarsholti.
Tengdar fréttir Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30
Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00