Veiðigjaldið hækkar um sex milljarða króna á komandi fiskveiðiári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2017 18:18 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ekki beint hrifin af hækkun veiðigjalds á komandi fiskveiðiári. Vísir/Pjetur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, birti í dag reglugerð um veiðigjald fyrir komandi fiskveiðiár 2017-2018. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sendu í kjölfarið frá sér nokkuð harðorða fréttatilkynningu en þar segir að sé miðað við áætlað aflamark verði veiðigjaldið á næsta fiskveiðiári um 10,5 til 11 milljarðar króna. Er það hækkun um sex milljarða króna frá yfirstandandi fiskveiðiári og segir SFS að hækkun veiðigjalds vegna þorsks nemi til að mynda 107%, ýsu 127% og makríls 18%. Sjá má á reglugerðinni fyrir yfirstandandi fiskveiðiár að veiðigjald þorsks í krónum á hvert kílógramm óslægðs afla er 11,09 krónur. Á næsta fiskveiðiári verður gjaldið 22,98 krónur. Fyrir ýsu er gjaldið nú 11,53 krónur en verður á næsta fiskveiðiári 26,20 krónur. Í ár eru svo greiddar 2,78 krónur fyrir kílóið af óslægðum makríl en á næsta fiskveiðiári hækkar gjaldið upp í 3,27 krónur. Í tilkynningu SFS segir að reikniregla veiðigjalds fyrir komandi fiskveiðiár byggi á gögnum Hagstofu Íslands frá árinu 2015. „Það gerir það að verkum að gjaldið endurspeglar ekki rekstrarskilyrði greinarinnar á hverjum tíma. Því getur hagnaður verið að minnka á sama tíma og veiðigjald er að hækka, og öfugt. Þannig háttar til núna; álagning veiðigjalds miðast við gott rekstrarár, en gjaldið kemur til greiðslu þegar mun verr árar. Rekstrarskilyrði í sjávarútvegi hafa versnað og ekki er útilokað að álagning veiðigjalds fyrir næsta fiskveiðiár muni reynast einhverjum smærri og meðalstórum útgerðum ofviða. Slíkt gæti aukið samþjöppun í sjávarútvegi,“ segir í tilkynningunni. Þá er haft eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna, að þessi hækkun geti komið hart niður á fjölmörgum útgerðum sem séu misjafnlega í stakk búnar til að standa undir gjaldinu. „Hjá sumum útgerðum getur hækkunin verið allt að fjórföld. Álagningin byggist á gömlum afkomutölum, eins og undanfarin ár, en aðstæður hafa breyst mjög til hins verra á liðnum misserum; gengi krónunnar hefur styrkst og tekjur gjaldeyrisskapandi fyrirtækja dregist verulega saman. Á sama tíma hefur kostnaður í íslenskum krónum, eins og vegna aðfanga og launa, hækkað mikið,“ segir Heiðrún Lind. Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, birti í dag reglugerð um veiðigjald fyrir komandi fiskveiðiár 2017-2018. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sendu í kjölfarið frá sér nokkuð harðorða fréttatilkynningu en þar segir að sé miðað við áætlað aflamark verði veiðigjaldið á næsta fiskveiðiári um 10,5 til 11 milljarðar króna. Er það hækkun um sex milljarða króna frá yfirstandandi fiskveiðiári og segir SFS að hækkun veiðigjalds vegna þorsks nemi til að mynda 107%, ýsu 127% og makríls 18%. Sjá má á reglugerðinni fyrir yfirstandandi fiskveiðiár að veiðigjald þorsks í krónum á hvert kílógramm óslægðs afla er 11,09 krónur. Á næsta fiskveiðiári verður gjaldið 22,98 krónur. Fyrir ýsu er gjaldið nú 11,53 krónur en verður á næsta fiskveiðiári 26,20 krónur. Í ár eru svo greiddar 2,78 krónur fyrir kílóið af óslægðum makríl en á næsta fiskveiðiári hækkar gjaldið upp í 3,27 krónur. Í tilkynningu SFS segir að reikniregla veiðigjalds fyrir komandi fiskveiðiár byggi á gögnum Hagstofu Íslands frá árinu 2015. „Það gerir það að verkum að gjaldið endurspeglar ekki rekstrarskilyrði greinarinnar á hverjum tíma. Því getur hagnaður verið að minnka á sama tíma og veiðigjald er að hækka, og öfugt. Þannig háttar til núna; álagning veiðigjalds miðast við gott rekstrarár, en gjaldið kemur til greiðslu þegar mun verr árar. Rekstrarskilyrði í sjávarútvegi hafa versnað og ekki er útilokað að álagning veiðigjalds fyrir næsta fiskveiðiár muni reynast einhverjum smærri og meðalstórum útgerðum ofviða. Slíkt gæti aukið samþjöppun í sjávarútvegi,“ segir í tilkynningunni. Þá er haft eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna, að þessi hækkun geti komið hart niður á fjölmörgum útgerðum sem séu misjafnlega í stakk búnar til að standa undir gjaldinu. „Hjá sumum útgerðum getur hækkunin verið allt að fjórföld. Álagningin byggist á gömlum afkomutölum, eins og undanfarin ár, en aðstæður hafa breyst mjög til hins verra á liðnum misserum; gengi krónunnar hefur styrkst og tekjur gjaldeyrisskapandi fyrirtækja dregist verulega saman. Á sama tíma hefur kostnaður í íslenskum krónum, eins og vegna aðfanga og launa, hækkað mikið,“ segir Heiðrún Lind.
Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira