„Mér leist bara vel á hann. Ég hélt hann væri aðeins stærri. Mér fannst hann vera með svolítið lítinn haus en það er kannski einhver vitleysa,“ sagði Gunnar léttur.
Gunnar segist vera í sínu besta formi frá upphafi og óttast það alls ekki að vera að fara í fimm lotu bardaga.
„Við höfum æft vel fyrir fimm lotur og ef svo fer þá er það bara þannig. Ég stefni samt aldrei að því að fara með bardaga í dómaraúrskurð. Í hverjum bardaga viltu fara inn og sýna hvað þú getur og senda skilaboð.“
Okkar maður ætlar helst ekki að fara allar fimm loturnar heldur klára bardagann en hann á eftir að ákveða hvernig hann myndi gera það.
„Ég er búinn að sjá fyrir mér helling af mismunandi leiðum. Það kemur í ljós hvað verður fyrir valinu.“
Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.