Erlent

Lögregla lokaði verslunarmiðstöð í Þýskalandi af ótta við hryðjuverkaárás

Anton Egilsson skrifar
Hópur lögreglumanna við verslunarmiðstöðina í Essen í dag.
Hópur lögreglumanna við verslunarmiðstöðina í Essen í dag. Vísir/AFP
Lögregla lét loka verslunarmiðstöð í borginni Essen í vesturhluta Þýskalands í dag en óttast var um að þar yrðu framin hryðjuverk. Fréttaveitan Reuters greinir frá þessu.

Stór hópur lögreglumanna var í viðbragðsstöðu við verslunarmiðstöðina í dag en um er að ræða eina stærstu verslunarmiðstöð Þýskalands. Ábending um möguleg hryðjuverk barst lögreglu í gær.

„Í gær fengum við ábendingu um möguleg hryðjuverk sem áætluð voru hér í dag. Við vorum því knúin til að grípa til þessara aðgerða,“ segir talsmaður lögreglunnar í Essen.

Talsmaður lögreglunnar í Essen segir jafnframt að tveir menn haf verið yfirheyrðir í dag í tengslum við málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×