Erlent

SÞ: Heimsbyggðin stendur frammi fyrir versta neyðarástandi frá 1945

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísir/Getty
Heimurinn stendur frammi fyrir mesta neyðarástandi sem sést hefur frá lokum seinni heimstyrjaldar árið 1945 að mati Sameinuðu þjóðanna vegna alvarlegs hungurs í Jemen, Sómalíu, Suður-Súdan og Nígeríu. BBC greinir frá.

Stephen O'Brien, framkvæmdastjóri aðgerða SÞ í mannúðarmálum sagði fyrir Öruggisráði SÞ í gær að yfir 20 milljónir manna í ríkjunum fjórum stæðu frammi fyrir alvarlegu hungri.

Unicef hefur varað við því að að allt 1,4 milljónir barna geti soltið í hel en O'Brien segir að 4,4 milljarða dollara þurfi til þess að koma í veg fyrir neyðarástandið.

Fjöldi þeirra sem glímir við lítið sem ekkert fæðuöryggi í ríkjunum fjórum.Mynd/BBC
„Við stöndum frammi fyrir sögulegri ögurstundu,“ sagði O'Brien. „Frá og með byrjun þessa árs stöndum við frammi fyrir mesta neyðarástandi sem við höfum séð frá því að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar.“

Mest er neyðarástandið í Jemen þar sem talið er að hungrið nái til um fjórtán milljón íbúa þar í landi. Á dögunum var tilkynnt að Ísland hafi ráðstafað 40 milljónum íslenskra króna, annars vegar til flóttafólks frá Suður-Súdan og hins vegar til vannærðra íbúa Borno og Yobe héraðanna í norðaustur Nígeríu.

Tugir milljóna manna þurfa á mataraðstoð að halda í Jemen, Suður-Súdan, Nígeríu og Sómalíu, en hungrið er ekki eina hættan sem býr að fólkinu, þar sem mörg svæða innan þessara ríkja eru stríðshrjáð og ógnar ástandið lífum fólks.


Tengdar fréttir

Vara við skorti í Jemen

Alþjóðanefnd Rauða krossins segir að borgarastyrjöldin í Jemen hafi gert góðgerðarsamtökum nærri ómögulegt að flytja nauðsynjar til þeirra sem þurfa.

40 milljónir í neyðaraðstoð

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að fela Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) að ráðstafa 40 milljónum íslenskra króna

Hungursneyð vofir yfir í fjórum ríkjum

Í Jemen, Suður-Súdan, Nígeríu og Sómalíu er nú hættuástand að sögn hjálparsamtaka, sem segja að hungursneyð vofi yfir, og geti ógnað lífum milljóna sem þar búa.

Lýsa yfir hungursneyð í Suður-Súdan

Hungursneyð hefur verið lýst yfir í Unity-ríki Suður-Súdans. Er það í fyrsta sinn í sex ár sem lýst er yfir hungursneyð í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×