Svipmynd Markaðarins: Forstjóri Gamma hlustar á Sinfó eða X-ið 11. mars 2017 10:30 Valdimar Ármann, nýr forstjóri Gamma á Íslandi. Vísir/Stefán Valdimar Ármann tók við sem forstjóri GAMMA Capital Management á Íslandi um síðustu mánaðamót. Valdimar gegndi áður starfi framkvæmdastjóra sjóða hjá GAMMA og er meðal fyrstu starfsmanna félagsins. Valdimar situr hér fyrir svörum í Svipmynd MarkaðarinsHvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Gríðarlega jákvæð og batnandi staða íslensks hagkerfis kemur mér enn mest á óvart – við erum að ganga í gegnum mikið umbreytingarskeið og í því felast miklar áskoranir. Í rauninni hefur staðan líklega aldrei verið betri og nú er komið að því að spila sem best úr þeim spilum sem hafa verið lögð á borðið.Hvaða app notarðu mest? Ég nota nokkur líklega álíka mikið, það er til að fylgjast með íþróttaiðkun eins og Strava og Activity, Spotify til að hlusta á tónlist og síðan, tengt vinnu og samskiptum tengdum henni er töluverð notkun á LinkedIn, Kodiak Mobile og Skype Business.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Frítíma mínum eyði ég mest með fjölskyldunni og þar sem yngstu krílin eru farin að eldast aðeins þá sjáum við fram á frekari ferðalög saman til að skoða nýjar og spennandi borgir og staði. Það er fátt betra en að komast á skíði eða í stangveiði og alltaf er gott að grípa í góða bók.Hvernig heldur þú þér í formi? Hef notað langhlaup til að halda mér í formi undanfarin ár með því að setja ákveðin hlaup sem markmið, til dæmis Reykjavíkurmaraþon eða München-maraþonið, sem halda aga á æfingaáætlunum. Útihlaup eru frábær leið til að hreinsa hugann, fá sér ferskt loft og endurnæra líkama og sál. Samhliða hlaupum reyni ég jafnframt að taka reglulega styrktaræfingar.Hvernig tónlist hlustar þú á? Er nánast alæta á tónlist en það fer eftir því hvað er verið að gera hverju sinni. Ég nýt þess að hlusta á klassíska músík Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða rólegan og léttan djass Noruh Jones eða Katie Melua á kvöldin. Á hlaupunum er það yfirleitt tónlist frá níunda áratugnum sem ræður ríkjum en á leiðinni í vinnuna er sjaldan eitthvað betra en rokkið á X-inu. Ertu í þínu draumastarfi? Ég hef starfað á fjármálamarkaði frá 1998, bæði hérlendis og erlendis, og finnst ég jafnt og þétt alltaf vera að koma mér betur og betur fyrir í starfinu. Það er af nógu að taka, nýjar áskoranir og spennandi verkefni sem gera þetta sannarlega að draumastarfi. Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Valdimar Ármann tók við sem forstjóri GAMMA Capital Management á Íslandi um síðustu mánaðamót. Valdimar gegndi áður starfi framkvæmdastjóra sjóða hjá GAMMA og er meðal fyrstu starfsmanna félagsins. Valdimar situr hér fyrir svörum í Svipmynd MarkaðarinsHvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Gríðarlega jákvæð og batnandi staða íslensks hagkerfis kemur mér enn mest á óvart – við erum að ganga í gegnum mikið umbreytingarskeið og í því felast miklar áskoranir. Í rauninni hefur staðan líklega aldrei verið betri og nú er komið að því að spila sem best úr þeim spilum sem hafa verið lögð á borðið.Hvaða app notarðu mest? Ég nota nokkur líklega álíka mikið, það er til að fylgjast með íþróttaiðkun eins og Strava og Activity, Spotify til að hlusta á tónlist og síðan, tengt vinnu og samskiptum tengdum henni er töluverð notkun á LinkedIn, Kodiak Mobile og Skype Business.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Frítíma mínum eyði ég mest með fjölskyldunni og þar sem yngstu krílin eru farin að eldast aðeins þá sjáum við fram á frekari ferðalög saman til að skoða nýjar og spennandi borgir og staði. Það er fátt betra en að komast á skíði eða í stangveiði og alltaf er gott að grípa í góða bók.Hvernig heldur þú þér í formi? Hef notað langhlaup til að halda mér í formi undanfarin ár með því að setja ákveðin hlaup sem markmið, til dæmis Reykjavíkurmaraþon eða München-maraþonið, sem halda aga á æfingaáætlunum. Útihlaup eru frábær leið til að hreinsa hugann, fá sér ferskt loft og endurnæra líkama og sál. Samhliða hlaupum reyni ég jafnframt að taka reglulega styrktaræfingar.Hvernig tónlist hlustar þú á? Er nánast alæta á tónlist en það fer eftir því hvað er verið að gera hverju sinni. Ég nýt þess að hlusta á klassíska músík Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða rólegan og léttan djass Noruh Jones eða Katie Melua á kvöldin. Á hlaupunum er það yfirleitt tónlist frá níunda áratugnum sem ræður ríkjum en á leiðinni í vinnuna er sjaldan eitthvað betra en rokkið á X-inu. Ertu í þínu draumastarfi? Ég hef starfað á fjármálamarkaði frá 1998, bæði hérlendis og erlendis, og finnst ég jafnt og þétt alltaf vera að koma mér betur og betur fyrir í starfinu. Það er af nógu að taka, nýjar áskoranir og spennandi verkefni sem gera þetta sannarlega að draumastarfi.
Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira