Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Á sjö árum hafa fimm látist í tíu slysum í Silfru - gjánni var lokað eftir banaslys í gær. Hertari reglur hafa verið settar um köfun í Silfru. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá verður rætt við fjölskyldu Arturs Jarmoszko en hans hefur verið saknað síðan 1. mars. Þau furða sig á því að formleg leit sé ekki hafin.

Við fjöllum síðan um fyrirhugaðar breytingar á lyfjalögum sem munu auka mjög frelsi við sölu á lyfjum í lausasölu nái það fram að ganga og hægt verður að kaupa lyf í matvöruverslunum. Síðan fylgjumst við með því þegar krakkar í fermningafræðslu hitta heilagar kýr á Skálholti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×