Innlent

Marta hafði betur gegn Ólafi og verður yngsti skátahöfðingi frá upphafi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Marta Magnúsdóttir, nýr skátahöfðingi
Marta Magnúsdóttir, nýr skátahöfðingi Mynd/Aðsend
Marta Magnúsdóttir var í dag kjörinn skátahöfðingi Íslands á skátaþingi sem haldið er á Akureyri. Marta er 23 ára og er yngsti skátahöfðinginn frá upphafi.

Hún sigraði gegn Ólafi Proppé, fyrrverandi rektor Kennaraháskólans, í kosningum til skátahöfðingja næstu tveggja ára. Marta hlaut 43 atkvæði gegn 35 atkvæðum Ólafs en þrír sátu hjá.

Nokkrar deilur hafa verið meðal skáta undanfarna mánuði. Fjörutíu og fimm skátar lýstu yfir vantrausti á þáverandi skátahöfðingja Braga Björnsson og aðstoðarskátahöfðingjann Fríðu Finnu Sigurðardóttur vegna framgöngu þeirra í eineltismáli.

Þessi ágreiningur leiddi til þess að Bragi sagði af sér í janúar og tók þá Fríður Finna við embætti skátahöfðingja. Hún tilkynnti tilkynnti á aukaskátaþingi í febrúar að hún gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi setu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×