Hryðjuverkaárásin í Manchester „hámark aumingjaskaparins“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2017 12:45 „Þetta er svo gjörsamlega viðurstyggilegt. Þetta er einhvers konar hámark aumingjaskaparins að ráðast gegn ungi fólki, börnum að skemmta sér,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórmálafræði um árásina á tónleikastað í Manchester í gær. Eiríkur Bergmann var gestur Loga Bergmanns í aukafréttatíma Stöðvar 2 vegna árásinnar sem varð 22 að bana og særði 59. Börn eru meðal þeirra sem létust í árásinni enda Ariane Grande, ein vinsælasta tónlistarkona í heimi. Hann segir að tilgangur slíkra hryðjuverkaárása sé augljós. „Grafa undan vestrænum samfélögum, okkar lýðræðiskerfi. Þessum opnu, frjálsu samfélögum sem byggja á mannréttindum, lýðræði, fjölbreytileika Það er tilgangurinn,“ segir Eiríkur Bergmann. Markmiðið sé þrengja að lifnaðarháttum Vesturlandabúa. „Verknaðurinn framinn, ekki til þess að myrða þessi tilteknu ungmenni, heldur til þess að framkalla viðbrögð í samfélaginu. Ala á óttanum og fá okkur til þess að breyta okkar lifnaðarháttum.“Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórEkki hægt að mæta ofbeldi með meira ofbeldi Árásin er ein af mörgum sem framin hafa verið undanfarin ár, allt frá hryðjuverkaárásinni í París árið 2015 til árásarinnar í Stokkhólmi fyrr á árinu. „Við lifum tíma hrynu hryðjuverka í Evrópu. Yfirleitt hafa það verið íslamistar sem hafa staðið á bak við þetta í ímynduðu stríði sínu við vesturlöndin. Við höfum séð magnandi átök á milli heimshluta af hugmyndafræðilegum toga.“ Ljóst er að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna muni bregðast við árásinni á einhvern hátt en í ávarpi beggja í tilefni árásarinnar mátti greina þann tón að árásinni yrði hefnt, ekki síst í máli Trump. Eiríkur varar við slíkum málflutningi og segir Vesturlöndin föst í vítahring. Svarið við ofbeldi geti aldrei verið meira ofbeldi. „Svona hryðjuverkaárásum hefur oftar en ekki verið svarað með hernaðarinngripum þar sem annað saklaust fólk er drepið. Þegar ráðist var inn í skemmtistaðinn í París var svarað með því að herflugvélar flugu til Raqqah í Sýrlandi og sprengdu þar allt í tætlur. Þar vaxa nú upp einhverjir krakkar sem hafa misst foreldri sína, systkini, í þeirri tilteknu árás og ala með sér hatur í garð Vesturlanda. Það birist meðal annars í hryðjuverkum í okkar heimshluta og þetta er vítahringurinn.“ Segir hann að bregðist Trump við þeim hætti sem hann hafi boðað séu það slæm tíðindi fyrir Vesturlönd. „Forseti Bandaríkjanna brást við með því að hann talaði um að uppræta þessi öfl, hrekja þau úr löndum okkar. Ef að það yrði gert, það sem hann segir, þýðir það bara allsherjar borgarastyrjöld í vestrænum samfélögum.“ Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Árásin í Manchester: Fyrsta fórnarlambið nafngreint Fyrsta fórnarlambið í hryðjuverkaárásinni sem varð 22 tónleikagestum að bana og særði 59 hefur verið nafngreint. Georgina Callander, átján ára stúlka, lést í árásinni. 23. maí 2017 11:22 Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58 Árásin í Manchester: Telja sig vita hver var að verki Lögregla telur sig vita hver það var sem framdi árásina í Manchester Arena í gær sem varð 22 að bana og særði minnst 59 tónleikagesti. Hann lést í árásinni. 23. maí 2017 10:54 Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: "Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
„Þetta er svo gjörsamlega viðurstyggilegt. Þetta er einhvers konar hámark aumingjaskaparins að ráðast gegn ungi fólki, börnum að skemmta sér,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórmálafræði um árásina á tónleikastað í Manchester í gær. Eiríkur Bergmann var gestur Loga Bergmanns í aukafréttatíma Stöðvar 2 vegna árásinnar sem varð 22 að bana og særði 59. Börn eru meðal þeirra sem létust í árásinni enda Ariane Grande, ein vinsælasta tónlistarkona í heimi. Hann segir að tilgangur slíkra hryðjuverkaárása sé augljós. „Grafa undan vestrænum samfélögum, okkar lýðræðiskerfi. Þessum opnu, frjálsu samfélögum sem byggja á mannréttindum, lýðræði, fjölbreytileika Það er tilgangurinn,“ segir Eiríkur Bergmann. Markmiðið sé þrengja að lifnaðarháttum Vesturlandabúa. „Verknaðurinn framinn, ekki til þess að myrða þessi tilteknu ungmenni, heldur til þess að framkalla viðbrögð í samfélaginu. Ala á óttanum og fá okkur til þess að breyta okkar lifnaðarháttum.“Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórEkki hægt að mæta ofbeldi með meira ofbeldi Árásin er ein af mörgum sem framin hafa verið undanfarin ár, allt frá hryðjuverkaárásinni í París árið 2015 til árásarinnar í Stokkhólmi fyrr á árinu. „Við lifum tíma hrynu hryðjuverka í Evrópu. Yfirleitt hafa það verið íslamistar sem hafa staðið á bak við þetta í ímynduðu stríði sínu við vesturlöndin. Við höfum séð magnandi átök á milli heimshluta af hugmyndafræðilegum toga.“ Ljóst er að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna muni bregðast við árásinni á einhvern hátt en í ávarpi beggja í tilefni árásarinnar mátti greina þann tón að árásinni yrði hefnt, ekki síst í máli Trump. Eiríkur varar við slíkum málflutningi og segir Vesturlöndin föst í vítahring. Svarið við ofbeldi geti aldrei verið meira ofbeldi. „Svona hryðjuverkaárásum hefur oftar en ekki verið svarað með hernaðarinngripum þar sem annað saklaust fólk er drepið. Þegar ráðist var inn í skemmtistaðinn í París var svarað með því að herflugvélar flugu til Raqqah í Sýrlandi og sprengdu þar allt í tætlur. Þar vaxa nú upp einhverjir krakkar sem hafa misst foreldri sína, systkini, í þeirri tilteknu árás og ala með sér hatur í garð Vesturlanda. Það birist meðal annars í hryðjuverkum í okkar heimshluta og þetta er vítahringurinn.“ Segir hann að bregðist Trump við þeim hætti sem hann hafi boðað séu það slæm tíðindi fyrir Vesturlönd. „Forseti Bandaríkjanna brást við með því að hann talaði um að uppræta þessi öfl, hrekja þau úr löndum okkar. Ef að það yrði gert, það sem hann segir, þýðir það bara allsherjar borgarastyrjöld í vestrænum samfélögum.“
Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Árásin í Manchester: Fyrsta fórnarlambið nafngreint Fyrsta fórnarlambið í hryðjuverkaárásinni sem varð 22 tónleikagestum að bana og særði 59 hefur verið nafngreint. Georgina Callander, átján ára stúlka, lést í árásinni. 23. maí 2017 11:22 Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58 Árásin í Manchester: Telja sig vita hver var að verki Lögregla telur sig vita hver það var sem framdi árásina í Manchester Arena í gær sem varð 22 að bana og særði minnst 59 tónleikagesti. Hann lést í árásinni. 23. maí 2017 10:54 Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: "Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Árásin í Manchester: Fyrsta fórnarlambið nafngreint Fyrsta fórnarlambið í hryðjuverkaárásinni sem varð 22 tónleikagestum að bana og særði 59 hefur verið nafngreint. Georgina Callander, átján ára stúlka, lést í árásinni. 23. maí 2017 11:22
Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58
Árásin í Manchester: Telja sig vita hver var að verki Lögregla telur sig vita hver það var sem framdi árásina í Manchester Arena í gær sem varð 22 að bana og særði minnst 59 tónleikagesti. Hann lést í árásinni. 23. maí 2017 10:54
Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: "Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53