Skórisi fær að kaupa Ellingsen Sæunn Gísladóttir skrifar 23. maí 2017 16:17 S4S á meðal annars skóverslunina Steinar Waage. vísir/ernir Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup skórisans S4S ehf. á öllu hlutafé í Ellingsen ehf. Heildverslunin S4S ehf., á meðal annars Steinar Waage, Ecco, Kaupfélagið og Skór.is. Tilkynning um samrunann barst með bréfi til Samkeppniseftirlitsins dagsettu 30. desember 2016. Með kaupunum eignast S4S allt hlutfé í Ellingsen og verður hið keypta félag rekið sem dótturfélag S4S. Fram kemur í áliti Samkeppniseftirlitsins að S4S starfi á markaði fyrir smásölu á skófatnaði annars vegar og á markaði fyrir heildsölu á skófatnaði hins vegar. Ellingsen starfi einnig á þeim mörkuðum en þó aðallega á markaði fyrir innflutning og sölu á útivistar- og lífstílsvörum. Áhrif samrunans muni þó einkum gæta á mörkuðunum fyrir smásölu á skófatnaði annars vegar og heildsölu á skófatnaði hins vegar þar sem starfsemi samrunaaðila skarast. Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins. Því séu ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans. Markaðurinn greindi frá því í febrúar að fjárfestingarfélagið Sjávarsýn í eigu Bjarna Ármannssonar, fjárfestis og fyrrverandi forstjóra Glitnis, hefði keypt 26 prósenta hlut í S4S í október. Sjávarsýn á meðal annars útivistarvöruverslunina Ellingsen. Stærsti hluthafi eftir samruna verður Pétur Þór Halldórsson, sem nú er stærsti eigandi S4S, og á um 50 prósenta hlut í félaginu. Aðrir hluthafar í S4S eru Hermann Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Georg Kristjánsson en þeir eiga sín tólf prósentin hvor. S4S var rekið með 111 milljóna króna hagnaði árið 2015.Hér má lesa ákvörðunina í heild sinni. Tengdar fréttir Bjarni Ármanns keypti sig inn í skórisann S4S Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, keypti 26 prósenta hlut í heildversluninni S4S af Ingunni Gyðu Wernersdóttur. Rekur skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Skór.is, Kaupfélagið, Toppskórinn og Air.is í Smáralind. 1. febrúar 2017 08:00 Skórisi skoðar samruna við Ellingsen Heildverslunin S4S ehf., sem á meðal annars Steinar Waage, Ecco, Kaupfélagið og Skór.is, skoðar samruna við Ellingsen samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 4. maí 2017 07:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup skórisans S4S ehf. á öllu hlutafé í Ellingsen ehf. Heildverslunin S4S ehf., á meðal annars Steinar Waage, Ecco, Kaupfélagið og Skór.is. Tilkynning um samrunann barst með bréfi til Samkeppniseftirlitsins dagsettu 30. desember 2016. Með kaupunum eignast S4S allt hlutfé í Ellingsen og verður hið keypta félag rekið sem dótturfélag S4S. Fram kemur í áliti Samkeppniseftirlitsins að S4S starfi á markaði fyrir smásölu á skófatnaði annars vegar og á markaði fyrir heildsölu á skófatnaði hins vegar. Ellingsen starfi einnig á þeim mörkuðum en þó aðallega á markaði fyrir innflutning og sölu á útivistar- og lífstílsvörum. Áhrif samrunans muni þó einkum gæta á mörkuðunum fyrir smásölu á skófatnaði annars vegar og heildsölu á skófatnaði hins vegar þar sem starfsemi samrunaaðila skarast. Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins. Því séu ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans. Markaðurinn greindi frá því í febrúar að fjárfestingarfélagið Sjávarsýn í eigu Bjarna Ármannssonar, fjárfestis og fyrrverandi forstjóra Glitnis, hefði keypt 26 prósenta hlut í S4S í október. Sjávarsýn á meðal annars útivistarvöruverslunina Ellingsen. Stærsti hluthafi eftir samruna verður Pétur Þór Halldórsson, sem nú er stærsti eigandi S4S, og á um 50 prósenta hlut í félaginu. Aðrir hluthafar í S4S eru Hermann Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Georg Kristjánsson en þeir eiga sín tólf prósentin hvor. S4S var rekið með 111 milljóna króna hagnaði árið 2015.Hér má lesa ákvörðunina í heild sinni.
Tengdar fréttir Bjarni Ármanns keypti sig inn í skórisann S4S Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, keypti 26 prósenta hlut í heildversluninni S4S af Ingunni Gyðu Wernersdóttur. Rekur skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Skór.is, Kaupfélagið, Toppskórinn og Air.is í Smáralind. 1. febrúar 2017 08:00 Skórisi skoðar samruna við Ellingsen Heildverslunin S4S ehf., sem á meðal annars Steinar Waage, Ecco, Kaupfélagið og Skór.is, skoðar samruna við Ellingsen samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 4. maí 2017 07:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Bjarni Ármanns keypti sig inn í skórisann S4S Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, keypti 26 prósenta hlut í heildversluninni S4S af Ingunni Gyðu Wernersdóttur. Rekur skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Skór.is, Kaupfélagið, Toppskórinn og Air.is í Smáralind. 1. febrúar 2017 08:00
Skórisi skoðar samruna við Ellingsen Heildverslunin S4S ehf., sem á meðal annars Steinar Waage, Ecco, Kaupfélagið og Skór.is, skoðar samruna við Ellingsen samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 4. maí 2017 07:00