Eingöngu fjórðungur kandidata karlmenn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2017 20:00 Á síðustu tuttugu árum hafa konur verið í meirihluta nemenda Háskóla Íslands. Og síðustu árin hafa tveir af hverjum þremur nemendum háskólans verið konur. Árið 2001 voru karlar 41 prósent brautskráðra við háskólann. Árið 2006 voru þeir 34 prósent og á síðasta ári voru þeir 31 prósent. Af þeim 455 kandidötum sem tóku við brautskráningarskirteini sínu við Háskóla Íslands í dag voru eingöngu 126 karlmenn eða tæplega 28 prósent kandidata. „Þetta er áhyggjuefni, að piltar séu ekki að koma í eins miklum mæli og við myndum vilja sjá þá inn í háskólann og það þarf snúa því við en það tekur tíma,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.vísir/pjeturJón Atli segir vandann ekki snúast um brottfall karlnemenda úr háskólanum. Piltar komi ekki í gegnum skólakerfið inn í háskólann og það þurfi að skoða í þjóðfélagslegu samhengi. „Svo má líta á þetta með launin. Hvers vegna koma piltar ekki inn í háskóla? Detta þeir út úr framhaldsskóla? Sjá þeir ekki gildi þess að mennta sig? Því að virði menntunarinnar kemur ekki fram í launaumslaginu? Þetta er eitt af því sem þarf að skoða - og það eru sérfræðingar nú þegar að skoða þetta," segir hann. Konur eru í meirihluta í öllum deildum skólans fyrir utan á verkfræði- og náttúruvísindasviði.En af hverju er æskilegt eða mikilvægt að kynjahlutfallið sé jafnt? „Það skiptir máli að þjóðfélagið sé þannig að það sé ekki misskipting kynja á vinnumarkaði. Að það sé ekki kynjahalli á vinnumarkaði í ákveðnum greinum. Að karlar og konur geti sinnt sömu greinum. Og það á sérstaklega við um bóklegar greinar eins og í háskóla," segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Á síðustu tuttugu árum hafa konur verið í meirihluta nemenda Háskóla Íslands. Og síðustu árin hafa tveir af hverjum þremur nemendum háskólans verið konur. Árið 2001 voru karlar 41 prósent brautskráðra við háskólann. Árið 2006 voru þeir 34 prósent og á síðasta ári voru þeir 31 prósent. Af þeim 455 kandidötum sem tóku við brautskráningarskirteini sínu við Háskóla Íslands í dag voru eingöngu 126 karlmenn eða tæplega 28 prósent kandidata. „Þetta er áhyggjuefni, að piltar séu ekki að koma í eins miklum mæli og við myndum vilja sjá þá inn í háskólann og það þarf snúa því við en það tekur tíma,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.vísir/pjeturJón Atli segir vandann ekki snúast um brottfall karlnemenda úr háskólanum. Piltar komi ekki í gegnum skólakerfið inn í háskólann og það þurfi að skoða í þjóðfélagslegu samhengi. „Svo má líta á þetta með launin. Hvers vegna koma piltar ekki inn í háskóla? Detta þeir út úr framhaldsskóla? Sjá þeir ekki gildi þess að mennta sig? Því að virði menntunarinnar kemur ekki fram í launaumslaginu? Þetta er eitt af því sem þarf að skoða - og það eru sérfræðingar nú þegar að skoða þetta," segir hann. Konur eru í meirihluta í öllum deildum skólans fyrir utan á verkfræði- og náttúruvísindasviði.En af hverju er æskilegt eða mikilvægt að kynjahlutfallið sé jafnt? „Það skiptir máli að þjóðfélagið sé þannig að það sé ekki misskipting kynja á vinnumarkaði. Að það sé ekki kynjahalli á vinnumarkaði í ákveðnum greinum. Að karlar og konur geti sinnt sömu greinum. Og það á sérstaklega við um bóklegar greinar eins og í háskóla," segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira