Ólafía Þórunn kom í hús á tveimur höggum undir pari Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. febrúar 2017 01:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur byrjað tímabilið í LPGA af krafti. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék stöðugt og gott golf og kom í hús á 71 höggi, tveimur höggum undir pari á þriðja hring ISPS Handa mótsins í Ástralíu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Eftir að hafa tapað samtals sjö höggum fyrstu tvo dagana tapaði hún aðeins einu höggi í dag og fékk þrjá fugla. Er þetta annað mót Ólafíu á þessari sterkustu mótaröð heimsins í kvennagolfi. Komst hún í gegnum niðurskurðinn í gær með ótrúlegum lokasprett með því að setja niður stutt innáhögg á lokabrautinni. Ólafía byrjaði hringinn vel en eftir par á fyrstu tveimur holunum kom fugl á þriðju holu. Því fylgdu níu pör í röð en tapað högg á þrettándu holu kom henni aftur á parið á mótinu. Annar dagurinn í röð sem Ólafía tapaði höggi á þrettándu braut. Hún var þó fljót að svara fyrir það, á fimmtándu holu sem er par 5 hola krækti hún í fugl og komst undir parið á ný en hún tapaði einmitt höggi á sömu braut deginum áður. Ólafía fylgdi því eftir með fugli á sautjándu braut og pari á sextándu og átjándu og lauk því leik á tveimur höggum undir pari á deginum með þrjá fugla og einn skolla, alls tveimur höggum undir parinu á mótinu sömuleiðis. Eftir að hafa byrjað daginn í 64. sæti endaði hún hringinn í 35. sæti þegar þetta er skrifað en það áttu þó margir kylfingar eftir að klára þriðja hringinn á þessu sterka móti. Ólafía var þegar búin að tryggja sér verðlaunasæti á mótinu fyrir þriðja hringinn er hún komst í gegnum niðurskurðinn. Hefur hún því fengið verðlaunafé í báðum mótum sínum á LPGA-mótaröðinni en í samtali við Vísi fyrr í dag sagðist hún ætla að njóta þess að spila seinustu hringina í Ástralíu. Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék stöðugt og gott golf og kom í hús á 71 höggi, tveimur höggum undir pari á þriðja hring ISPS Handa mótsins í Ástralíu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Eftir að hafa tapað samtals sjö höggum fyrstu tvo dagana tapaði hún aðeins einu höggi í dag og fékk þrjá fugla. Er þetta annað mót Ólafíu á þessari sterkustu mótaröð heimsins í kvennagolfi. Komst hún í gegnum niðurskurðinn í gær með ótrúlegum lokasprett með því að setja niður stutt innáhögg á lokabrautinni. Ólafía byrjaði hringinn vel en eftir par á fyrstu tveimur holunum kom fugl á þriðju holu. Því fylgdu níu pör í röð en tapað högg á þrettándu holu kom henni aftur á parið á mótinu. Annar dagurinn í röð sem Ólafía tapaði höggi á þrettándu braut. Hún var þó fljót að svara fyrir það, á fimmtándu holu sem er par 5 hola krækti hún í fugl og komst undir parið á ný en hún tapaði einmitt höggi á sömu braut deginum áður. Ólafía fylgdi því eftir með fugli á sautjándu braut og pari á sextándu og átjándu og lauk því leik á tveimur höggum undir pari á deginum með þrjá fugla og einn skolla, alls tveimur höggum undir parinu á mótinu sömuleiðis. Eftir að hafa byrjað daginn í 64. sæti endaði hún hringinn í 35. sæti þegar þetta er skrifað en það áttu þó margir kylfingar eftir að klára þriðja hringinn á þessu sterka móti. Ólafía var þegar búin að tryggja sér verðlaunasæti á mótinu fyrir þriðja hringinn er hún komst í gegnum niðurskurðinn. Hefur hún því fengið verðlaunafé í báðum mótum sínum á LPGA-mótaröðinni en í samtali við Vísi fyrr í dag sagðist hún ætla að njóta þess að spila seinustu hringina í Ástralíu.
Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira