Fótbolti

Pedro Caixinha ráðinn til Rangers

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pedro Caixinha
Pedro Caixinha
Skoska knattspyrnuliðið Rangers hefur ráðið Pedro Caixinha sem knattspyrnu stjóra liðsins og samdi félagið við stjórann til þriggja ára.

Þessi 46 ára Portúgali var áður með liðið Al-Gharafa frá Katar en hefur einnig starf fyrir Sporting Lisbon, Panathinaikos og Nacional.

„Það er mikill heiður að fá að stýra svona flottu liði,“ segir Caixinha.

„Þetta er félag með mikla og sterka sögu og hefð. Ég er stoltur að fá tækifæri til að feta í fótspor merkra stjóra á borð við Walter Smith, Graeme Souness og Jock Wallace.“

Rangers mætir erkifjendunum í Celtic í skosku deildinni í dag og mun þaá Graeme Murty stýra liðinu. Mark Warburton var rekinn frá liðinu á dögunum en hann hafði verið með Rangers frá árinu 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×