Styttri vinnuvika talin hafa jákvæð áhrif Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. maí 2017 17:37 Niðurstöður úr tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar benda til jákvæða áhrifa. vísir/gva Stytting vinnuvikunnar bendir til jákvæðra áhrifa þó hún birtist með misjöfnum hætti eftir vinnustöðum, samkvæmt niðurstöðum úr tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku. Starfsánægja jókst á öllum þeim vinnustöðum sem tóku þátt í verkefninu. „Heilt yfir erum við mjög ánægð að sjá þessar niðurstöður sem styðja við þær tölur sem við sáum eftir fyrsta árið. Okkar bíður nú það verkefni að rýna betur í áhrifin en ekki var hægt að taka út gögn um veikindafjarvistir og yfirvinnu en það horfir til betri vegar,” segir Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um styttingu vinnuvikunnar, í tilkynningu. Um þrjú hundruð manns hafa tekið í verkefninu frá síðasta hausti. Þeir vinnustaðir sem tóku þátt í því voru Barnavernd Reykjavíkur, Þjónustumiðstöð Árbæjar, hverfis-- og verkbækistöðvar á umhverfis- og skipulagssviði, heimaþjónusta og heimahjúkrun í efri byggð, leikskólinn Hof og Laugardalslaug. Verkefninu verður framhaldið til 1. nóvember næstkomandi á öllum starfsstöðunum nema Laugardalslaug, en þar þarf að kanna útfærslu og vinnufyrirkomulag betur áður en áfram verðir haldið þar. „Hjá Barnavernd og á þjónustumiðstöðinni í Árbæ, sem fyrst tóku þátt í verkefninu, dró úr fjarvistum og skammtímaveikindum fyrsta árið og verður fróðlegt að sjá þróunina þar eins og í nýju starfsstöðunum sem hófu þátttöku í verkefninu síðasta haust. Meginmarkmiðið er að stuðla að fjölskylduvænum vinnumarkaði með styttri heildarvinnutíma,” segir Magnús. Í tilkynningu frá borginni segir að þegar á heildina sé litið séu áhrif styttingarinnar jákvæðari en fólk vænti í upphafi, nema í Laugardalslaug. Styttingin hafi haft jákvæð áhrif á andlegt og líkamlegt álag auk þess sem starfsánægja jókst á öllum starfsstöðum. Þó sé talið nauðsynlegt að kanna áhrif verkefnisins betur yfir lengri tíma. Stýrihópurinn leggur því til að tilraunatímabilið fyrir alla starfsstaðina fyrir utan Laugardalslaug verði framlengt. Í millitíðinni verði frekari gagna aflað, samstarf við starfshóp ríkisins um styttingu vinnuviku verði eflt sem og við háskólasamfélagið um áhrif styttingar vinnuvikunnar. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar bendir til jákvæðra áhrifa þó hún birtist með misjöfnum hætti eftir vinnustöðum, samkvæmt niðurstöðum úr tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku. Starfsánægja jókst á öllum þeim vinnustöðum sem tóku þátt í verkefninu. „Heilt yfir erum við mjög ánægð að sjá þessar niðurstöður sem styðja við þær tölur sem við sáum eftir fyrsta árið. Okkar bíður nú það verkefni að rýna betur í áhrifin en ekki var hægt að taka út gögn um veikindafjarvistir og yfirvinnu en það horfir til betri vegar,” segir Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um styttingu vinnuvikunnar, í tilkynningu. Um þrjú hundruð manns hafa tekið í verkefninu frá síðasta hausti. Þeir vinnustaðir sem tóku þátt í því voru Barnavernd Reykjavíkur, Þjónustumiðstöð Árbæjar, hverfis-- og verkbækistöðvar á umhverfis- og skipulagssviði, heimaþjónusta og heimahjúkrun í efri byggð, leikskólinn Hof og Laugardalslaug. Verkefninu verður framhaldið til 1. nóvember næstkomandi á öllum starfsstöðunum nema Laugardalslaug, en þar þarf að kanna útfærslu og vinnufyrirkomulag betur áður en áfram verðir haldið þar. „Hjá Barnavernd og á þjónustumiðstöðinni í Árbæ, sem fyrst tóku þátt í verkefninu, dró úr fjarvistum og skammtímaveikindum fyrsta árið og verður fróðlegt að sjá þróunina þar eins og í nýju starfsstöðunum sem hófu þátttöku í verkefninu síðasta haust. Meginmarkmiðið er að stuðla að fjölskylduvænum vinnumarkaði með styttri heildarvinnutíma,” segir Magnús. Í tilkynningu frá borginni segir að þegar á heildina sé litið séu áhrif styttingarinnar jákvæðari en fólk vænti í upphafi, nema í Laugardalslaug. Styttingin hafi haft jákvæð áhrif á andlegt og líkamlegt álag auk þess sem starfsánægja jókst á öllum starfsstöðum. Þó sé talið nauðsynlegt að kanna áhrif verkefnisins betur yfir lengri tíma. Stýrihópurinn leggur því til að tilraunatímabilið fyrir alla starfsstaðina fyrir utan Laugardalslaug verði framlengt. Í millitíðinni verði frekari gagna aflað, samstarf við starfshóp ríkisins um styttingu vinnuviku verði eflt sem og við háskólasamfélagið um áhrif styttingar vinnuvikunnar.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira