Innlent

Stöðvuðu umfangsmikla kannabisræktun á Grenivík

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin var tekin í iðnaðarhúsnæðinu á Akureyri þar sem lögreglan stöðvaði kannabisræktun á dögunum.
Myndin var tekin í iðnaðarhúsnæðinu á Akureyri þar sem lögreglan stöðvaði kannabisræktun á dögunum.
Lögreglan á Akureyri framkvæmdi í gær húsleit í einbýlishúsi á Grenivík og stöðvaði þar kannabisræktun. Að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar voru um 50 plöntur í ræktun í húsinu auk þrjátíu græðlinga. Um ár er síðan lögreglan stöðvaði ræktun í þesus sama húsi.

Þá var lagt hald á rúm tvö kíló af maríjúana en þar var um að ræða efni sem búið var að skera og þurrka af plöntum sem höfðu verið í ræktun á sama stað og var tilbúið til dreifingar.

Einn maður var handtekinn í húsinu. Játaði hann við skýrslutökur að hafa staðið að ræktuninni og að hann hafi ætlað að selja afraksturinn.

„Fyrir mánuði síðan stöðvaði lögreglan á Akureyri aðra kannabisræktun, sú var í iðnaðarhúsnæði á Akureyri. Þar voru í ræktun 40 kannabisplöntur og svipað magn græðlinga. Þær plöntur sem voru lengst komnar í ræktun voru mjög stórar, enda umbúnaðurinn í kringum ræktunina mikill. Einn maður var handtekinn innandyra en lögreglan hefur síðan tekið skýrslur af tveimur í viðbót,“ segir í tilkynningu lögreglunnar sem sjá má í heild hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×