Standa mótmælavakt við rússneska sendiráðið vegna hatursglæpa í Téténíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2017 16:34 Tveir mótmælendur stóðu vaktina við sendiráðið þegar ljósmyndari Vísis renndi þar við. vísir/eyþór Samtökin ´78 hófu í dag mótmælavakt, ef svo má að orði komast, við rússneska sendiráðið í Reykjavík þar sem hatursglæpum í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Téténíu er mótmælt. Mótmælin hófust klukkan 12 í dag og standa til 17, verða svo aftur á morgun á sama tíma og á föstudag en þá verða fjöldamótmæli klukkan 16. Í tilkynningu frá Samtökunum segir að útrýmingarherferð standi nú yfir gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum í Téténíu. Þau skora á „rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála, tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi séu sóttir til saka.“ Tilkynningu Samtakanna ´78 má sjá í heild sinni hér að neðan: • Útrýmingarherferð stendur yfir gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum í Tsjetsjeníu.• Samtökin ‘78 skora á rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála, tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi séu sóttir til saka.• Mótmælendur munu standa vaktir við sendiráð Rússlands miðvikudag til föstudags kl. 12–17 og minna á ástandið með nærveru sinni.• Fjöldamótmæli við sendiráðið kl. 16 á föstudag.Í rússneska sjálfsstjórnarlýðveldinu Tsjetsjeníu stendur yfir herferð til útrýmingar á hinsegin karlmönnum. Undanfarnar vikur hafa karlar sem grunaðir eru um samkynhneigð verið kerfisbundið sviptir frelsi, pyntaðir og drepnir. Settar hafa verið á laggirnar fangabúðir á minnst tveimur stöðum þar sem meintir hommar og tvíkynhneigðir karlar eru í haldi. Ástandið er slíkt að það þykir helst minna á aðför þriðja ríkisins gegn hinsegin fólki á tímum helfararinnar. Hinsegin samtökin Russian LGBT Network vinna hörðum höndum að því að koma fólki undan og sögur þolendanna eru hræðilegar.Breska utanríkisráðuneytið hefur eftir traustum heimildum að leiðtogi Tsjetsjeníu, Ramzan Kadyrov, hafi einsett sér að útrýma hommum og tvíkynhneigðum körlum úr samfélaginu fyrir upphaf Ramadan þann 26. maí næstkomandi. Kadyrov og félagar neita staðfastlega sök, en hómófóbían sem þeir tjá í sömu andrá er ótrúleg. „Ef slíkt fólk væri til í Tsjetsjeníu þyrfti lögreglan ekki að hafa áhyggjur af því, því þeirra eigin ættingjar myndu senda það á stað þaðan sem það ætti ekki afturkvæmt,“ sagði talsmaður Kadyrovs í viðtali.Þrátt fyrir háværar kröfur alþjóðasamfélagsins undafarinn mánuð hefur ástandið hefur ástandið versnað og mannréttindabrotin halda áfram. Yfirvöld í Tsjetsjeníu hafa sýnt einbeittan brotavilja og hatur í garð hinsegin borgara sinna. Nú verða því aðrir að grípa inn í. Tryggja verður að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og sækja þá sem fremja glæpi gegn hinsegin fólki til saka.Frá miðvikudegi til föstudags munu Samtökin ’78 standa fyrir keðjustöðu við rússneska sendiráðið við Garðastræti kl. 12–17 þar sem fólk stendur stuttar vaktir til skiptis til að minna á alvarleika ástandsins. Á föstudaginn kl. 16 munum við fylkja liði á Suðurgötu 3, setja upp bleika þríhyrninga og ganga að rússneska sendiráðinu til að minna Rússa á skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
Samtökin ´78 hófu í dag mótmælavakt, ef svo má að orði komast, við rússneska sendiráðið í Reykjavík þar sem hatursglæpum í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Téténíu er mótmælt. Mótmælin hófust klukkan 12 í dag og standa til 17, verða svo aftur á morgun á sama tíma og á föstudag en þá verða fjöldamótmæli klukkan 16. Í tilkynningu frá Samtökunum segir að útrýmingarherferð standi nú yfir gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum í Téténíu. Þau skora á „rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála, tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi séu sóttir til saka.“ Tilkynningu Samtakanna ´78 má sjá í heild sinni hér að neðan: • Útrýmingarherferð stendur yfir gegn hommum og tvíkynhneigðum körlum í Tsjetsjeníu.• Samtökin ‘78 skora á rússnesk yfirvöld að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála, tryggja að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og að þeir sem fremja þessa glæpi séu sóttir til saka.• Mótmælendur munu standa vaktir við sendiráð Rússlands miðvikudag til föstudags kl. 12–17 og minna á ástandið með nærveru sinni.• Fjöldamótmæli við sendiráðið kl. 16 á föstudag.Í rússneska sjálfsstjórnarlýðveldinu Tsjetsjeníu stendur yfir herferð til útrýmingar á hinsegin karlmönnum. Undanfarnar vikur hafa karlar sem grunaðir eru um samkynhneigð verið kerfisbundið sviptir frelsi, pyntaðir og drepnir. Settar hafa verið á laggirnar fangabúðir á minnst tveimur stöðum þar sem meintir hommar og tvíkynhneigðir karlar eru í haldi. Ástandið er slíkt að það þykir helst minna á aðför þriðja ríkisins gegn hinsegin fólki á tímum helfararinnar. Hinsegin samtökin Russian LGBT Network vinna hörðum höndum að því að koma fólki undan og sögur þolendanna eru hræðilegar.Breska utanríkisráðuneytið hefur eftir traustum heimildum að leiðtogi Tsjetsjeníu, Ramzan Kadyrov, hafi einsett sér að útrýma hommum og tvíkynhneigðum körlum úr samfélaginu fyrir upphaf Ramadan þann 26. maí næstkomandi. Kadyrov og félagar neita staðfastlega sök, en hómófóbían sem þeir tjá í sömu andrá er ótrúleg. „Ef slíkt fólk væri til í Tsjetsjeníu þyrfti lögreglan ekki að hafa áhyggjur af því, því þeirra eigin ættingjar myndu senda það á stað þaðan sem það ætti ekki afturkvæmt,“ sagði talsmaður Kadyrovs í viðtali.Þrátt fyrir háværar kröfur alþjóðasamfélagsins undafarinn mánuð hefur ástandið hefur ástandið versnað og mannréttindabrotin halda áfram. Yfirvöld í Tsjetsjeníu hafa sýnt einbeittan brotavilja og hatur í garð hinsegin borgara sinna. Nú verða því aðrir að grípa inn í. Tryggja verður að óháð rannsókn á ástandinu fari fram og sækja þá sem fremja glæpi gegn hinsegin fólki til saka.Frá miðvikudegi til föstudags munu Samtökin ’78 standa fyrir keðjustöðu við rússneska sendiráðið við Garðastræti kl. 12–17 þar sem fólk stendur stuttar vaktir til skiptis til að minna á alvarleika ástandsins. Á föstudaginn kl. 16 munum við fylkja liði á Suðurgötu 3, setja upp bleika þríhyrninga og ganga að rússneska sendiráðinu til að minna Rússa á skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira