Viðskipti innlent

Velta tveggja stærstu bílaleiganna jókst um 1,5 milljarða

Haraldur Guðmuindsson skrifar
Bílaleiga Akureyrar var rekin með 335 milljóna hagnaði árið 2015. Afkoma Alp var jákvæð um 231 milljón.
Bílaleiga Akureyrar var rekin með 335 milljóna hagnaði árið 2015. Afkoma Alp var jákvæð um 231 milljón. Vísir/GVA
Tvær stærstu bílaleigur landsins voru reknar með rúmlega hálfs milljarðs króna hagnaði árið 2015. Samanlögð velta þeirra nam þá 8,7 milljörðum króna. Um er að ræða Alp hf. sem rekur bílaleigurnar Avis og Budget og Höld hf. sem á Bílaleigu Akureyrar.

Þetta kemur fram í DV í dag. Þar segir að velta fyrirtækjanna hafi aukist um 1,5 milljarða króna milli ára og hagnaður þeirra um 182 milljónir. Skráðir bílaleigubílar í umferð hafi verið 16.358 í júní 2015 og að Alp og Höldur hafi átt „umtalsverða hlutdeild í þeim fjölda“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×