Viðskipti innlent

Húsasmiðjan innkallar límbyssu

Húsasmiðjan hvetur viðskiptavini til að skila límbyssunni.
Húsasmiðjan hvetur viðskiptavini til að skila límbyssunni. Visir/Anton Brink
Byggingavöruverslunin Húsasmiðjan hefur tilkynnt um innköllun á límbyssu frá Power Plus (Power Plus POW721). Gallan má rekja til samsetningar vörunnar hjá framleiðanda þar sem límbyssan getur lekið lími á samskeytum.

Límbyssan er af gerðinni Power Plus POW721.
Samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins hefur Húsasmiðjan upplýst framleiðanda um málið sem hefur nú þegar gert ráðstafanir við framleiðslu sína.

„Húsasmiðjan hvetur alla viðskiptavini sem verða varir við gallann eða vilja öryggsins vegna skila vörunni að gera það í næstu Húsasmiðjuverslun og fá hana endurgreidda. Húsasmiðjan biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×