Þankar að baki bakþönkum Kári Stefánsson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Í bakþönkum Fréttablaðsins á þriðjudaginn var birtist greinarstúfur eftir Sirrý Hallgrímsdóttur undir fyrirsögninni Útkall í þágu vísinda. Í greininni sem er lofsverð fyrir þær sakir að höfundur reynir að vera fyndinn eru eftirfarandi atriði sem ég hef út á að setja:1. Sirrý gefur í skyn að Íslensk erfðagreining hafi ekki aflað lífsýna hjá íslenskri þjóð í þágu vísinda heldur í annarlegum tilgangi, óskilgreindum. Staðreyndin er sú að með því að vinna gögn úr þessum sýnum og rýna í þau hefur Íslensk erfðagreining leitt heiminn á sviði mannerfðafræði í um tvo áratugi og er það í eina skiptið í sögunni sem Ísland hefur svo ekki verður um deilt verið í fararbroddi nútíma vísinda. Fyrirtækið hefur birt rúmlega 400 ritrýndar vísindagreinar í bestu tímaritum heims. Þar sem Sirrý nefnir undirritaðan á nafn sé ég ástæðu til þess að benda á að ég hef tekið þátt í að skrifa 520 vísindagreinar og það hafa birst meira en 80.000 vísindagreinar eftir aðra vísindamenn þar sem er vitnað í mín verk. H-stuðull er einn af þeim mælikvörðum sem eru notaðir á áhrif manna í vísindum og er minn H-stuðull 141, sá hæsti sem íslenskur vísindamaður hefur hlotið. Afköst í vísindum hljóta að vera einn mælikvarði á það hversu líklegt það kunni að teljast að menn meini það þegar þeir segjast vera að gera eitthvað í þágu vísinda. Ég væri hissa ef það fyndust margir vísindamenn í Evrópu sem hefðu skilað meiri afköstum. Það nægði samt ekki til þess að koma í veg fyrir að Sirrý, sem var aðstoðarmaður ráðherra mennta og vísinda þangað til fyrir örfáum dögum, gæfi það í skyn að ég noti vísindin til þess að fela annarlegan tilgang að baki söfnun lífsýna.2. Sirrý segir að Íslensk erfðagreining hafi safnað lífsýnum fyrir amerískan lyfjarisa. Staðreyndin er sú að Íslensk erfðagreining hefur aldrei safnað lífsýnum fyrir annan aðila en Íslenska erfðagreiningu og hefur aldrei veitt utanaðkomandi aðila aðgang að sýnum. Íslensk erfðagreining hefur hvorki veitt Amgen né öðrum utanaðkomandi aðilum aðgang að gögnum unnum úr lífsýnum eða annars staðar að. Íslensk erfðagreining á ekki gögnin heldur eru vísindamenn fyrirtækisins vörsluaðilar gagnanna og er aðgangur þeirra takmarkaður af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd.3. Öll gögn hjá Íslenskri erfðagreiningu eru geymd undir kennitölum sem hafa verið dulkóðaðar af þriðja aðila samkvæmt ferli sem hefur verið blessaður af Persónuvernd. Þar af leiðandi getur Íslensk erfðagreining ekki borið kennsl á einstaklinga og hefur ekkert að vinna og öllu að tapa með því að gera slíkt. Sá möguleiki er hins vegar fyrir hendi að íslenskt samfélag nýti sér getuna til þess að finna dulkóðaða kennitölu þess sem hefur skilið eftir lífsýni á vettvangi glæps sem Persónuvernd gæti síðan afkóðað ef lagaheimild væri fyrir hendi. Það eina sem við hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum gert af okkur í þessum málum er að bjóðast til þess að aðstoða lögregluna innan ramma laganna til þess að leysa flókin mál. Fyrirtækið hefur ekkert á því að græða og við vorum okkur meðvituð um að boðið myndi að öllum líkindum leiða til þess að fólk af Sirrýjar sauðahúsi reyndi að ata okkur auri. Hvers vegna skyldi Sirrý skrifa þessa grein núna, spyr kannski einhver? Að öllum líkindum vegna þess að hún er að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í von um starf. Sirrý var áður aðstoðarkona Illuga Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra, og sá um almannatengsl fyrir hann. Nú heldur hún augljóslega að hún gæti gagnast Sigríði jafnvel og Illuga. Í því felst reginmisskilningur vegna þess að Illugi er gáfaður maður og greindur og það þurfti fjall af heimskulegum ráðum almannatengils til þess að hrekja hann úr pólitík. Það er hins vegar ljóst að Sigríður Á. Andersen mun í sínu tilfelli sjá um þetta sjálf og þarf enga hjálp.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í bakþönkum Fréttablaðsins á þriðjudaginn var birtist greinarstúfur eftir Sirrý Hallgrímsdóttur undir fyrirsögninni Útkall í þágu vísinda. Í greininni sem er lofsverð fyrir þær sakir að höfundur reynir að vera fyndinn eru eftirfarandi atriði sem ég hef út á að setja:1. Sirrý gefur í skyn að Íslensk erfðagreining hafi ekki aflað lífsýna hjá íslenskri þjóð í þágu vísinda heldur í annarlegum tilgangi, óskilgreindum. Staðreyndin er sú að með því að vinna gögn úr þessum sýnum og rýna í þau hefur Íslensk erfðagreining leitt heiminn á sviði mannerfðafræði í um tvo áratugi og er það í eina skiptið í sögunni sem Ísland hefur svo ekki verður um deilt verið í fararbroddi nútíma vísinda. Fyrirtækið hefur birt rúmlega 400 ritrýndar vísindagreinar í bestu tímaritum heims. Þar sem Sirrý nefnir undirritaðan á nafn sé ég ástæðu til þess að benda á að ég hef tekið þátt í að skrifa 520 vísindagreinar og það hafa birst meira en 80.000 vísindagreinar eftir aðra vísindamenn þar sem er vitnað í mín verk. H-stuðull er einn af þeim mælikvörðum sem eru notaðir á áhrif manna í vísindum og er minn H-stuðull 141, sá hæsti sem íslenskur vísindamaður hefur hlotið. Afköst í vísindum hljóta að vera einn mælikvarði á það hversu líklegt það kunni að teljast að menn meini það þegar þeir segjast vera að gera eitthvað í þágu vísinda. Ég væri hissa ef það fyndust margir vísindamenn í Evrópu sem hefðu skilað meiri afköstum. Það nægði samt ekki til þess að koma í veg fyrir að Sirrý, sem var aðstoðarmaður ráðherra mennta og vísinda þangað til fyrir örfáum dögum, gæfi það í skyn að ég noti vísindin til þess að fela annarlegan tilgang að baki söfnun lífsýna.2. Sirrý segir að Íslensk erfðagreining hafi safnað lífsýnum fyrir amerískan lyfjarisa. Staðreyndin er sú að Íslensk erfðagreining hefur aldrei safnað lífsýnum fyrir annan aðila en Íslenska erfðagreiningu og hefur aldrei veitt utanaðkomandi aðila aðgang að sýnum. Íslensk erfðagreining hefur hvorki veitt Amgen né öðrum utanaðkomandi aðilum aðgang að gögnum unnum úr lífsýnum eða annars staðar að. Íslensk erfðagreining á ekki gögnin heldur eru vísindamenn fyrirtækisins vörsluaðilar gagnanna og er aðgangur þeirra takmarkaður af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd.3. Öll gögn hjá Íslenskri erfðagreiningu eru geymd undir kennitölum sem hafa verið dulkóðaðar af þriðja aðila samkvæmt ferli sem hefur verið blessaður af Persónuvernd. Þar af leiðandi getur Íslensk erfðagreining ekki borið kennsl á einstaklinga og hefur ekkert að vinna og öllu að tapa með því að gera slíkt. Sá möguleiki er hins vegar fyrir hendi að íslenskt samfélag nýti sér getuna til þess að finna dulkóðaða kennitölu þess sem hefur skilið eftir lífsýni á vettvangi glæps sem Persónuvernd gæti síðan afkóðað ef lagaheimild væri fyrir hendi. Það eina sem við hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum gert af okkur í þessum málum er að bjóðast til þess að aðstoða lögregluna innan ramma laganna til þess að leysa flókin mál. Fyrirtækið hefur ekkert á því að græða og við vorum okkur meðvituð um að boðið myndi að öllum líkindum leiða til þess að fólk af Sirrýjar sauðahúsi reyndi að ata okkur auri. Hvers vegna skyldi Sirrý skrifa þessa grein núna, spyr kannski einhver? Að öllum líkindum vegna þess að hún er að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í von um starf. Sirrý var áður aðstoðarkona Illuga Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra, og sá um almannatengsl fyrir hann. Nú heldur hún augljóslega að hún gæti gagnast Sigríði jafnvel og Illuga. Í því felst reginmisskilningur vegna þess að Illugi er gáfaður maður og greindur og það þurfti fjall af heimskulegum ráðum almannatengils til þess að hrekja hann úr pólitík. Það er hins vegar ljóst að Sigríður Á. Andersen mun í sínu tilfelli sjá um þetta sjálf og þarf enga hjálp.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun