Páll Magnússon styður ekki áfengisfrumvarpið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 16:49 Teitur Björn, samflokksmaður Páls, leggur frumvarpið fram. Páll segist ekki stutt stóraukið aðgengi að áfengi. vísir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki geta stutt áfengisfrumvarpið svonefnda líkt og það liggur nú fyrir. Frumvarpið feli í sér stóraukið aðgengi að áfengi og að þar af leiðandi hann ekki ljáð því stuðning sinn. „Það er best að segja það strax að ég styð það að einkaleyfi ríkisins á sölu á áfengi verði afnumið. Ef frumvarpið fjallaði bara um það þá myndi ég líka ljá því stuðning minn. En frumvarpið fjallar ekki bara um það. Það felur í sér stóraukið aðgengi að áfengi og þar stendur hnífurinn í kúnni,“ sagði Páll í fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi í dag. Samflokksmaður Páls, Teitur Páll Einarsson, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og mælti fyrir því á Alþingi í dag. Frumvarpið felur meðal annars í sér að sala áfengis í verslunum verði heimil, en það hefur verið afar umdeilt. Páll gagnrýndi það að fram komi í greinargerð frumvarpsins um að litlar breytingar verði gerðar á lagaumhverfi áfengis- og tóbakssölu. Það sé beinlínis rangt að gera eigi litlar breytingar á lagaumhverfinu. „Ef það væri rétt þá fjallaði frumvarpið bara um það að selja áfengisverslanir á vegum ríkisins. Þá héldu sér allar aðrar reglur, takmarkanir og viðmiðanir en þær. Þá væri ekkert gert annað en að selja þessar verslanir og koma þeim í einkaeigu. Það er ekki. Frumvarpið fjallar um ýmislegt annað. Það fjallar um það að afgreiðslutími verði stórlengdur, það megi selja áfengi til miðnættis frá níu á morgnanna í öllum matvöruverslunum sem uppfylla þau skilyrði og það fjallar um að heimila auglýsingar á áfengi og allt þetta sem snýr að frumvarpinu annað heldur en einkasala ríkisins veldur því að ég get ekki stutt frumvarpið eins og það stendur,“ sagði Páll. „Ég vil leyfa mér að halda því fram að í þeirri afstöðu minni felist fremur umhyggja en forræðishyggja.“ Tengdar fréttir „Forvarnir í stað forræðishyggju“ Bann við sölu áfengis á sunnudögum er ekki til þess fallið að sporna gegn óhóflegri áfengisdrykkju, segir Teitur Björn. 23. febrúar 2017 15:37 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki geta stutt áfengisfrumvarpið svonefnda líkt og það liggur nú fyrir. Frumvarpið feli í sér stóraukið aðgengi að áfengi og að þar af leiðandi hann ekki ljáð því stuðning sinn. „Það er best að segja það strax að ég styð það að einkaleyfi ríkisins á sölu á áfengi verði afnumið. Ef frumvarpið fjallaði bara um það þá myndi ég líka ljá því stuðning minn. En frumvarpið fjallar ekki bara um það. Það felur í sér stóraukið aðgengi að áfengi og þar stendur hnífurinn í kúnni,“ sagði Páll í fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi í dag. Samflokksmaður Páls, Teitur Páll Einarsson, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og mælti fyrir því á Alþingi í dag. Frumvarpið felur meðal annars í sér að sala áfengis í verslunum verði heimil, en það hefur verið afar umdeilt. Páll gagnrýndi það að fram komi í greinargerð frumvarpsins um að litlar breytingar verði gerðar á lagaumhverfi áfengis- og tóbakssölu. Það sé beinlínis rangt að gera eigi litlar breytingar á lagaumhverfinu. „Ef það væri rétt þá fjallaði frumvarpið bara um það að selja áfengisverslanir á vegum ríkisins. Þá héldu sér allar aðrar reglur, takmarkanir og viðmiðanir en þær. Þá væri ekkert gert annað en að selja þessar verslanir og koma þeim í einkaeigu. Það er ekki. Frumvarpið fjallar um ýmislegt annað. Það fjallar um það að afgreiðslutími verði stórlengdur, það megi selja áfengi til miðnættis frá níu á morgnanna í öllum matvöruverslunum sem uppfylla þau skilyrði og það fjallar um að heimila auglýsingar á áfengi og allt þetta sem snýr að frumvarpinu annað heldur en einkasala ríkisins veldur því að ég get ekki stutt frumvarpið eins og það stendur,“ sagði Páll. „Ég vil leyfa mér að halda því fram að í þeirri afstöðu minni felist fremur umhyggja en forræðishyggja.“
Tengdar fréttir „Forvarnir í stað forræðishyggju“ Bann við sölu áfengis á sunnudögum er ekki til þess fallið að sporna gegn óhóflegri áfengisdrykkju, segir Teitur Björn. 23. febrúar 2017 15:37 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
„Forvarnir í stað forræðishyggju“ Bann við sölu áfengis á sunnudögum er ekki til þess fallið að sporna gegn óhóflegri áfengisdrykkju, segir Teitur Björn. 23. febrúar 2017 15:37