Lágstemmdur tilfinningarússíbani Tómas Valgeirsson skrifar 23. febrúar 2017 14:15 Leikarahópurinn á bak við Moonlight. NORDICPHOTOS/AFP Alltaf má fagna því þegar tekist hefur að útbúa eitthvað nýtt og öðruvísi úr efnivið sem hefur verið margtæklaður áður. Leikstjóranum Barry Jenkins tekst nákvæmlega þetta með kvikmyndinni Moonlight. Hún virkar í fyrstu eins og tómt og dæmigert eymdarklám (einhverra hluta vegna kemur hryllingurinn Precious upp í hugann) en mjög fljótlega kemst það til skila að hér er á ferðinni gífurlega falleg, erfið og bitastæð kvikmynd sem segir margt með mjög litlu og fullt leynist á bak við hinar einföldustu senur. Uppbygging sögunnar er mjög sérstök. Moonlight er skipt í þrjá hluta og fylgjumst við fyrst með hinum hljóðláta, föðurlausa Chiron frá barnsaldri, síðan á unglingsárunum og seinna meir þegar hann er orðinn fullorðinn. Í sögunni er athyglinni beint sterkt á átök og glímu hans við sjálfan sig, umhverfi og ekki síður kynhneigð. Þemun eru breið og getur hver og einn fundið mikið til þess að tengja sig við í lífi Chirons. Það er magnað hversu miklum tilfinningum, upplýsingum og ósögðum smáatriðum er hægt að pakka saman í mynd sem slær varla upp í tvo klukkutíma. Myndin sýnir af mikilli einlægni hvernig erfið lífsreynsla á það til að móta okkur, sem og fólkið í kringum okkur og ekki síður umhverfið. Persónurnar eru allar þrívíðar og trúverðugar manneskjur; flóknar, gallaðar og slær enginn feilnótu á skjánum í hlutverki sínu. Enginn!Það telst til mikils sigurs að geta kreist út góða frammistöðu úr ungum leikurum, en enn aðdáunarverðara er það þegar gengur svona vel upp að selja þér það að allir þrír sem tileinka sér hlutverk Chiron virki sem sami einstaklingurinn. Leikararnir þrír eru ekkert endilega allir líkir en allir hafa jafnmikið vægi og þar spilar tjáning og líkamsbeiting stóra rullu. Chiron hefur allan tímann óslitið samband við áhorfandann og er ekki lengi að öðlast samúð hans og stuðning. Allir þrír strákarnir eru frábærir í hlutverkinu. Enginn skilur eftir sterkari hughrif en Mahershala Ali í hlutverki Juan, dópsalans með hjarta úr gulli sem tekur Chiron að sér á verstu tímum. Áhorfandinn á það til að taka góðmennsku annarra með fyrirvara í þessari sögu en Ali geislar frá sér viðkunnanlegum sjarma og fer leikarinn létt með að bæta kærkominni hlýju inn í andrúmsloftið. Við finnum stöðugt fyrir áhrifunum sem Juan hefur á söguna og Chiron, meira að segja þegar hann er hvergi viðstaddur. Ótrúleg frammistaða, en litlu síðri er Naomie Harris í krefjandi hlutverki mömmunnar sem er á kafi í krakkneyslu. Þessi lágstemmda en persónulega þroskasaga um sjálfsmynd og langanir hefur bæði aflið til þess að kremja í þér hjartað og strá út vonargljáa á þeim stöðum sem skipta máli. Lúmskt átakanleg en í senn upplífgandi, laus við staðalímyndir og tilgerð. Moonlight er þung en verður aldrei yfirþyrmandi, oft þögul (eins og aðalpersóna myndarinnar) en skilur alls konar tilfinningar eftir sig. Handritið, sem er einnig í höndum leikstjórans, veitir aldrei einföld eða skýr svör. Sumu er svarað, annað er opið til túlkunar. Í kaupbæti er tónlistarnotkun, klipping og kvikmyndataka í hæsta gæðaflokki, úthugsuð og setur eftirminnilegan svip á heildarverkið. Ég held að það sé engin spurning um það að þessi mynd sé argasta skylduáhorf fyrir alla sem kunna að meta þær góðar.Niðurstaða: Stórkostleg mynd. Vönduð og óaðfinnanlega leikin. Hæg, hljóðlát en áhrifarík og skilur mikið eftir sig. Svona kvikmyndir bræða stálhjörtu. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Alltaf má fagna því þegar tekist hefur að útbúa eitthvað nýtt og öðruvísi úr efnivið sem hefur verið margtæklaður áður. Leikstjóranum Barry Jenkins tekst nákvæmlega þetta með kvikmyndinni Moonlight. Hún virkar í fyrstu eins og tómt og dæmigert eymdarklám (einhverra hluta vegna kemur hryllingurinn Precious upp í hugann) en mjög fljótlega kemst það til skila að hér er á ferðinni gífurlega falleg, erfið og bitastæð kvikmynd sem segir margt með mjög litlu og fullt leynist á bak við hinar einföldustu senur. Uppbygging sögunnar er mjög sérstök. Moonlight er skipt í þrjá hluta og fylgjumst við fyrst með hinum hljóðláta, föðurlausa Chiron frá barnsaldri, síðan á unglingsárunum og seinna meir þegar hann er orðinn fullorðinn. Í sögunni er athyglinni beint sterkt á átök og glímu hans við sjálfan sig, umhverfi og ekki síður kynhneigð. Þemun eru breið og getur hver og einn fundið mikið til þess að tengja sig við í lífi Chirons. Það er magnað hversu miklum tilfinningum, upplýsingum og ósögðum smáatriðum er hægt að pakka saman í mynd sem slær varla upp í tvo klukkutíma. Myndin sýnir af mikilli einlægni hvernig erfið lífsreynsla á það til að móta okkur, sem og fólkið í kringum okkur og ekki síður umhverfið. Persónurnar eru allar þrívíðar og trúverðugar manneskjur; flóknar, gallaðar og slær enginn feilnótu á skjánum í hlutverki sínu. Enginn!Það telst til mikils sigurs að geta kreist út góða frammistöðu úr ungum leikurum, en enn aðdáunarverðara er það þegar gengur svona vel upp að selja þér það að allir þrír sem tileinka sér hlutverk Chiron virki sem sami einstaklingurinn. Leikararnir þrír eru ekkert endilega allir líkir en allir hafa jafnmikið vægi og þar spilar tjáning og líkamsbeiting stóra rullu. Chiron hefur allan tímann óslitið samband við áhorfandann og er ekki lengi að öðlast samúð hans og stuðning. Allir þrír strákarnir eru frábærir í hlutverkinu. Enginn skilur eftir sterkari hughrif en Mahershala Ali í hlutverki Juan, dópsalans með hjarta úr gulli sem tekur Chiron að sér á verstu tímum. Áhorfandinn á það til að taka góðmennsku annarra með fyrirvara í þessari sögu en Ali geislar frá sér viðkunnanlegum sjarma og fer leikarinn létt með að bæta kærkominni hlýju inn í andrúmsloftið. Við finnum stöðugt fyrir áhrifunum sem Juan hefur á söguna og Chiron, meira að segja þegar hann er hvergi viðstaddur. Ótrúleg frammistaða, en litlu síðri er Naomie Harris í krefjandi hlutverki mömmunnar sem er á kafi í krakkneyslu. Þessi lágstemmda en persónulega þroskasaga um sjálfsmynd og langanir hefur bæði aflið til þess að kremja í þér hjartað og strá út vonargljáa á þeim stöðum sem skipta máli. Lúmskt átakanleg en í senn upplífgandi, laus við staðalímyndir og tilgerð. Moonlight er þung en verður aldrei yfirþyrmandi, oft þögul (eins og aðalpersóna myndarinnar) en skilur alls konar tilfinningar eftir sig. Handritið, sem er einnig í höndum leikstjórans, veitir aldrei einföld eða skýr svör. Sumu er svarað, annað er opið til túlkunar. Í kaupbæti er tónlistarnotkun, klipping og kvikmyndataka í hæsta gæðaflokki, úthugsuð og setur eftirminnilegan svip á heildarverkið. Ég held að það sé engin spurning um það að þessi mynd sé argasta skylduáhorf fyrir alla sem kunna að meta þær góðar.Niðurstaða: Stórkostleg mynd. Vönduð og óaðfinnanlega leikin. Hæg, hljóðlát en áhrifarík og skilur mikið eftir sig. Svona kvikmyndir bræða stálhjörtu.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira