Hvarf Birnu Brjánsdóttur er greypt í minni þjóðarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 09:00 Frá göngu sem farin var til minningar um Birnu í janúar síðastliðnum. Kerti voru lögð við staðinn þar sem hún sást síðast í eftirlitsmyndavélum, við Laugaveg 31. Vísir/Ernir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 á mánudag. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana þann 14. janúar síðastliðinn en Birna hvarf aðfaranótt þess dags og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq þann 18. janúar. Thomas, sem er grænlenskur, var skipverji á togaranum sem hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Annar skipverji var handtekinn um borð á sama tíma og Thomas og einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald en honum var sleppt að tveimur vikum liðnum. Þriðji maðurinn var svo einnig handtekinn síðar sama dag um borð í Polar Nanoq en sleppt að lokinni yfirheyrslu.Björgunarsveitarmenn í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar áður en þeir héldu til leitar að Birnu laugardaginn 21. janúar.vísirUmfangsmesta leitaraðgerð sögunnar Leitin að Birnu stóð yfir í viku og má segja að hún hafi heltekið þjóðina sem var sem lömuð yfir örlögum þessarar ungu stúlku en Birna var aðeins tvítug þegar hún lést. Laugardaginn áður en hún fannst fór fram umfangsmesta leit sem björgunarsveitirnar hafa farið í en hátt í 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu tóku þátt í aðgerðum. Þá tók almenningur virkan þátt í leitinni og var það til dæmis almennur borgari sem fann skó Birnu við höfnina í Hafnarfirði tveimur dögum eftir að hún hvarf. Reyndist sá fundur afar mikilvægur fyrir rannsókn málsins. Thomas var með rauðan Kia Rio-bíl á leigu þegar Birna hvarf og var á ferð í miðbænum með öðrum skipverja aðfaranótt 14. janúar. Viðurkenndi Thomas í fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa tekið Birnu upp í bílinn í miðbænum þá um nóttina en bar að önnur stúlka hefði einnig komið upp í bílinn. Sá framburður var ekki í samræmi við framburð hins skipverjans hjá lögreglu sem kvaðst aðeins muna eftir einni stúlku í bílnum.Thomas Møller Olsen við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness þegar málið var þingfest í apríl síðastliðnum.vísir/vilhelmÖkuskírteini Birnu og úlpa Thomasar á meðal gagna málsins Lögreglan lýsti eftir Kia Rio-bifreiðinni mánudaginn 16. janúar og fannst hún daginn eftir í Kópavogi. Hald var lagt á bílinn og hann rannsakaður ítarlega í kjölfarið en í honum fannst mikið af blóði sem reyndist vera úr Birnu. Meðal annarra gagna málsins er ökuskírteini Birnu sem fannst um borð í Polar Nanoq með fingrafari Thomas. Þá fannst blóð úr Birnu á úlpu hans auk þess sem þekjufrumur Thomas og Birnu fundust á reimum úr skóm hennar en þekjufrumur finnast meðal annars á fingrum fólks. Lögreglu grunaði fljótlega að Birnu hefði verið ráðinn bani þar sem Thomas og hinn skipverjinn sem einnig var úrskurðaður í gæsluvarðhald í upphafi voru settir í varðhald grunaðir um manndráp. Thomas er hins vegar einn ákærður, eins og áður segir, en í ákæru segir að hann hafi veist með ofbeldi að Birnu í Kia Rio-bílnum. Er hann ákærður fyrir að hafa slegið hana ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar. Við þetta fékk Birna meðal annars marga höggáverka í andlit auk þess sem hún nefbrotnaði. Í kjölfarið á Thomas síðan að hafa varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Thomas er einnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en hann á að hafa haft í vörslu sinni 23.424 grömm af kannabisefnum í káetu sem hann hafði til umráða í Polar Nanoq. Efnin hugðist hann flytja til Grænlands í ágóðaskyni, að því er segir í ákæru.Skipverjarnir af Polar Nanoq í Héraðsdómi Reykjaness í júlí síðastliðnum.vísir/eyþórSögðu Thomas vingjarnlegan og vinsælan Málið var þingfest þann 10. apríl. Thomas lýsti þá yfir sakleysi sínu varðandi báða ákæruliðina. Thomas átti upphaflega að gefa skýrslu í júlí þegar aðalmeðferðin átti að hefjast en þar sem matsgerð þýsks réttarmeinafræðings lá ekki fyrir kom hann ekki fyrir dóminn. Hins vegar voru teknar skýrslur af sjö skipverjum Polar Nanoq þann 18. júlí þegar fyrirtaka fór fram í málinu. Þá greindu þeir frá því að skilaboð sem Thomas fékk send hefðu orðið til þess að þá fór að gruna hann um eitthvað misjafnt. Lýstu skipverjarnir því meðal annars hvernig Thomas hafi orðið grár og fölur í framan og taugaóstyrkur eftir að hann fékk skilaboðin. Um tvenn skilaboð var að ræða, annars vegar frá íslenskum blaðamanni sem spurði hann út í rauðan Kia Rio-bíl og hins vegar frá kærustunni hans sem sagði hann mögulega liggja undir grun í málinu. Skipverjarnir báru Thomas vel söguna og lýstu honum sem vingjarnlegum og vinsælum manni sem væri mjög samviskusamur í vinnunni. Þeir sögðu ekkert óeðlilegt hafa verið í fari hans þann 14. janúar, daginn sem Birna hvarf, né dagana á eftir eða allt þar til hann fékk skilaboðin frá íslenska blaðamanninum og kærustunni.Bíllinn sem Thomas var með á leigu nóttina sem Birna hvarf. Í bílnum fannst mikið magn blóðs úr Birnu.Vísir„Heldurðu að þeir séu komnir að sækja mig?“ Thomas hafi orðið mjög taugaóstyrkur við skilaboðin og til að mynda ekki viljað borða neitt. Skipstjórinn og stýrimaðurinn ákváðu að gefa honum róandi lyf vegna þess hversu taugaóstyrkur hann var. Kokkurinn á Polar Nanoq var síðan að tala við Thomas þegar þeir heyrðu í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um borð voru sex vopnaðir sérsveitarmenn sem fengu það hlutverk að handtaka Thomas og annan skipverja. „Þegar lögreglan var að koma þá sagði Thomas við mig: „Heldurðu að þeir séu komnir að sækja mig?““ sagði kokkurinn fyrir dómi í júlí. Eins og áður segir hefst aðalmeðferðin á mánudag. Gert er ráð fyrir því að hún taki þrjá daga og verður henni fram haldið þriðjudaginn 22. ágúst og svo föstudaginn 1. september. Auk þeirra sjö skipverja sem þegar hafa borið vitni í málinu munu 38 manns gefa skýrslu fyrir dómi auk Thomas sjálfs. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá tímalínu málsins. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir á Polar Nanoq koma fyrir dóm Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Möller Olsen tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. júlí 2017 07:17 Varð órólegur og þurfti róandi eftir smáskilaboð frá blaðamanni Thomas Möller Olsen varð órólegur, taugaveiklaður og hræddur eftir að hafa fengið sms-skilaboð frá blaðamanni um rauða Kia Rio bifreið. 18. júlí 2017 11:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 á mánudag. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana þann 14. janúar síðastliðinn en Birna hvarf aðfaranótt þess dags og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq þann 18. janúar. Thomas, sem er grænlenskur, var skipverji á togaranum sem hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Annar skipverji var handtekinn um borð á sama tíma og Thomas og einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald en honum var sleppt að tveimur vikum liðnum. Þriðji maðurinn var svo einnig handtekinn síðar sama dag um borð í Polar Nanoq en sleppt að lokinni yfirheyrslu.Björgunarsveitarmenn í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar áður en þeir héldu til leitar að Birnu laugardaginn 21. janúar.vísirUmfangsmesta leitaraðgerð sögunnar Leitin að Birnu stóð yfir í viku og má segja að hún hafi heltekið þjóðina sem var sem lömuð yfir örlögum þessarar ungu stúlku en Birna var aðeins tvítug þegar hún lést. Laugardaginn áður en hún fannst fór fram umfangsmesta leit sem björgunarsveitirnar hafa farið í en hátt í 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu tóku þátt í aðgerðum. Þá tók almenningur virkan þátt í leitinni og var það til dæmis almennur borgari sem fann skó Birnu við höfnina í Hafnarfirði tveimur dögum eftir að hún hvarf. Reyndist sá fundur afar mikilvægur fyrir rannsókn málsins. Thomas var með rauðan Kia Rio-bíl á leigu þegar Birna hvarf og var á ferð í miðbænum með öðrum skipverja aðfaranótt 14. janúar. Viðurkenndi Thomas í fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa tekið Birnu upp í bílinn í miðbænum þá um nóttina en bar að önnur stúlka hefði einnig komið upp í bílinn. Sá framburður var ekki í samræmi við framburð hins skipverjans hjá lögreglu sem kvaðst aðeins muna eftir einni stúlku í bílnum.Thomas Møller Olsen við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness þegar málið var þingfest í apríl síðastliðnum.vísir/vilhelmÖkuskírteini Birnu og úlpa Thomasar á meðal gagna málsins Lögreglan lýsti eftir Kia Rio-bifreiðinni mánudaginn 16. janúar og fannst hún daginn eftir í Kópavogi. Hald var lagt á bílinn og hann rannsakaður ítarlega í kjölfarið en í honum fannst mikið af blóði sem reyndist vera úr Birnu. Meðal annarra gagna málsins er ökuskírteini Birnu sem fannst um borð í Polar Nanoq með fingrafari Thomas. Þá fannst blóð úr Birnu á úlpu hans auk þess sem þekjufrumur Thomas og Birnu fundust á reimum úr skóm hennar en þekjufrumur finnast meðal annars á fingrum fólks. Lögreglu grunaði fljótlega að Birnu hefði verið ráðinn bani þar sem Thomas og hinn skipverjinn sem einnig var úrskurðaður í gæsluvarðhald í upphafi voru settir í varðhald grunaðir um manndráp. Thomas er hins vegar einn ákærður, eins og áður segir, en í ákæru segir að hann hafi veist með ofbeldi að Birnu í Kia Rio-bílnum. Er hann ákærður fyrir að hafa slegið hana ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar. Við þetta fékk Birna meðal annars marga höggáverka í andlit auk þess sem hún nefbrotnaði. Í kjölfarið á Thomas síðan að hafa varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Thomas er einnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en hann á að hafa haft í vörslu sinni 23.424 grömm af kannabisefnum í káetu sem hann hafði til umráða í Polar Nanoq. Efnin hugðist hann flytja til Grænlands í ágóðaskyni, að því er segir í ákæru.Skipverjarnir af Polar Nanoq í Héraðsdómi Reykjaness í júlí síðastliðnum.vísir/eyþórSögðu Thomas vingjarnlegan og vinsælan Málið var þingfest þann 10. apríl. Thomas lýsti þá yfir sakleysi sínu varðandi báða ákæruliðina. Thomas átti upphaflega að gefa skýrslu í júlí þegar aðalmeðferðin átti að hefjast en þar sem matsgerð þýsks réttarmeinafræðings lá ekki fyrir kom hann ekki fyrir dóminn. Hins vegar voru teknar skýrslur af sjö skipverjum Polar Nanoq þann 18. júlí þegar fyrirtaka fór fram í málinu. Þá greindu þeir frá því að skilaboð sem Thomas fékk send hefðu orðið til þess að þá fór að gruna hann um eitthvað misjafnt. Lýstu skipverjarnir því meðal annars hvernig Thomas hafi orðið grár og fölur í framan og taugaóstyrkur eftir að hann fékk skilaboðin. Um tvenn skilaboð var að ræða, annars vegar frá íslenskum blaðamanni sem spurði hann út í rauðan Kia Rio-bíl og hins vegar frá kærustunni hans sem sagði hann mögulega liggja undir grun í málinu. Skipverjarnir báru Thomas vel söguna og lýstu honum sem vingjarnlegum og vinsælum manni sem væri mjög samviskusamur í vinnunni. Þeir sögðu ekkert óeðlilegt hafa verið í fari hans þann 14. janúar, daginn sem Birna hvarf, né dagana á eftir eða allt þar til hann fékk skilaboðin frá íslenska blaðamanninum og kærustunni.Bíllinn sem Thomas var með á leigu nóttina sem Birna hvarf. Í bílnum fannst mikið magn blóðs úr Birnu.Vísir„Heldurðu að þeir séu komnir að sækja mig?“ Thomas hafi orðið mjög taugaóstyrkur við skilaboðin og til að mynda ekki viljað borða neitt. Skipstjórinn og stýrimaðurinn ákváðu að gefa honum róandi lyf vegna þess hversu taugaóstyrkur hann var. Kokkurinn á Polar Nanoq var síðan að tala við Thomas þegar þeir heyrðu í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um borð voru sex vopnaðir sérsveitarmenn sem fengu það hlutverk að handtaka Thomas og annan skipverja. „Þegar lögreglan var að koma þá sagði Thomas við mig: „Heldurðu að þeir séu komnir að sækja mig?““ sagði kokkurinn fyrir dómi í júlí. Eins og áður segir hefst aðalmeðferðin á mánudag. Gert er ráð fyrir því að hún taki þrjá daga og verður henni fram haldið þriðjudaginn 22. ágúst og svo föstudaginn 1. september. Auk þeirra sjö skipverja sem þegar hafa borið vitni í málinu munu 38 manns gefa skýrslu fyrir dómi auk Thomas sjálfs. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá tímalínu málsins.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir á Polar Nanoq koma fyrir dóm Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Möller Olsen tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. júlí 2017 07:17 Varð órólegur og þurfti róandi eftir smáskilaboð frá blaðamanni Thomas Möller Olsen varð órólegur, taugaveiklaður og hræddur eftir að hafa fengið sms-skilaboð frá blaðamanni um rauða Kia Rio bifreið. 18. júlí 2017 11:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Skipverjarnir á Polar Nanoq koma fyrir dóm Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Möller Olsen tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. júlí 2017 07:17
Varð órólegur og þurfti róandi eftir smáskilaboð frá blaðamanni Thomas Möller Olsen varð órólegur, taugaveiklaður og hræddur eftir að hafa fengið sms-skilaboð frá blaðamanni um rauða Kia Rio bifreið. 18. júlí 2017 11:01