Þrír rasistar ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2017 21:22 Tyler Tenbrink þegar hann yfirgaf ræðu Richard Spencer. Vísir/Getty Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur í Flórída í gær þar sem fjöldi rasista og nýnasista komu saman til að hlýða á ræðu Richard Spencer. Mennirnir þrír keyrðu upp að hópi fólks sem var statt nærri Háskólanum í Flórída þar sem Spencer flutti ræðu sína og rifust við þau. Rifrildið endaði svo með því að einn þeirra skaut einu skoti að mótmælendunum og flúðu þeir svo.Samkvæmt frétt Washington Post segir lögreglan að mennirnir þrír hafi hrópað slagorð tengd Adolf Hitler að mótmælendunum og barði einn mótmælandinn í bíl þeirra með kylfu.Við það stukku mennirnir þrír úr bílnum og einn þeirra öskraði: „Ég ætla að drepa ykkur“. Tyler Tenbrink skaut einu skoti að mótmælendunum, án þess að hitta neinn, og flúðu þeir af vettvangi. Einn mótmælendanna hringdi þó á lögregluna og gaf þeim númerið á númeraplötu bílsins. Þeir voru handteknir skömmu seinna. Tenbrink játaði að hafa hleypt af skotinu. Tenbrink ræddi við blaðamann Washington Post áður en hann var handtekinn og sagðist vera „hvítur þjóðernissinni“. Hann sagðist einnig hafa farið til Flórída til að styðja Spencer. Hann sagði að „öfgasinnaðir vinstri menn“ hefðu hótað sér og fjölskyldu sinni eftir að myndir voru teknar af honum í Charlottesville í ágúst þar sem Spencer skipulagði samkomu nýnasista og þjóðernissinna til að mótmæla niðurrifi styttu af Robert Edward Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna. Tenbrink sagði Spencer hafa kjark til að segja það sem enginn annar þorði að segja. Hann sagði nauðsynlegt að tryggja tilvist og framtíð hvítra barna. „Það þýðir þó ekki að ég hati allt svartfólks, sjáðu. Og hommar, ef þeir vilja vera hommar, haldið því fyrir ykkur. Það vill enginn sjá það,“ sagði Tinbrink. Richard Spencer er þekktur sem faðir hins hægrisins (alt-right) og var þetta hans fyrsta ræða á lóð háskóla síðan í ágúst. Ræða hans í Charlottesville leiddi til mikilla átaka á milli stuðningsmanna hans og mótmælenda og lét einn mótmælandi lífið þegar maður sem hafði skömmu áður verið myndaður meðal stuðningsmanna Spencer ók inn í hóp fólks.Tenbrink að ræða við fjölmiðla Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur í Flórída í gær þar sem fjöldi rasista og nýnasista komu saman til að hlýða á ræðu Richard Spencer. Mennirnir þrír keyrðu upp að hópi fólks sem var statt nærri Háskólanum í Flórída þar sem Spencer flutti ræðu sína og rifust við þau. Rifrildið endaði svo með því að einn þeirra skaut einu skoti að mótmælendunum og flúðu þeir svo.Samkvæmt frétt Washington Post segir lögreglan að mennirnir þrír hafi hrópað slagorð tengd Adolf Hitler að mótmælendunum og barði einn mótmælandinn í bíl þeirra með kylfu.Við það stukku mennirnir þrír úr bílnum og einn þeirra öskraði: „Ég ætla að drepa ykkur“. Tyler Tenbrink skaut einu skoti að mótmælendunum, án þess að hitta neinn, og flúðu þeir af vettvangi. Einn mótmælendanna hringdi þó á lögregluna og gaf þeim númerið á númeraplötu bílsins. Þeir voru handteknir skömmu seinna. Tenbrink játaði að hafa hleypt af skotinu. Tenbrink ræddi við blaðamann Washington Post áður en hann var handtekinn og sagðist vera „hvítur þjóðernissinni“. Hann sagðist einnig hafa farið til Flórída til að styðja Spencer. Hann sagði að „öfgasinnaðir vinstri menn“ hefðu hótað sér og fjölskyldu sinni eftir að myndir voru teknar af honum í Charlottesville í ágúst þar sem Spencer skipulagði samkomu nýnasista og þjóðernissinna til að mótmæla niðurrifi styttu af Robert Edward Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna. Tenbrink sagði Spencer hafa kjark til að segja það sem enginn annar þorði að segja. Hann sagði nauðsynlegt að tryggja tilvist og framtíð hvítra barna. „Það þýðir þó ekki að ég hati allt svartfólks, sjáðu. Og hommar, ef þeir vilja vera hommar, haldið því fyrir ykkur. Það vill enginn sjá það,“ sagði Tinbrink. Richard Spencer er þekktur sem faðir hins hægrisins (alt-right) og var þetta hans fyrsta ræða á lóð háskóla síðan í ágúst. Ræða hans í Charlottesville leiddi til mikilla átaka á milli stuðningsmanna hans og mótmælenda og lét einn mótmælandi lífið þegar maður sem hafði skömmu áður verið myndaður meðal stuðningsmanna Spencer ók inn í hóp fólks.Tenbrink að ræða við fjölmiðla
Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent